Að leysa deilumál

 

Líkamsræktarfrömuður nokkur hefur verið ákærður fyrir eignaspjöll í tengslum við nágrannaerjur sem hann átti í.  Honum er gefið að sök að hafa brotið rúðu í bíl hjá nágranna sínum þannig að glerbrot féllu inn í bílinn og yfir föt sem þar voru.

Fjölmiðlar greindu frá deilum mannanna í mars síðastliðnum en þar kom fram að nágranninn hefði kært vöðvabúntið til lögreglu fyrir að skemma bílinn sinn. Málið hófst þannig að nýi nágranninn flutti í íbúð sem hann hafði tekið á leigu. Hann var ekki kunnugur húsinu og lagði í það stæði sem hann hélt að fylgdi sinni íbúð. Það reyndist hins vegar stæði þess kraftalega sem greip til þess ráðs að brjóta rúðu í bílnum til þess að komast inn í hann. Eftirá sagðist hann hafa reynt að hafa upp á eiganda bílsins sem á móti sakaði hinn um yfirgang. Sá kraftalegi sakaði nágrannann um hótanir „Ég vil engin læti, enda hef ég aldrei gert flugu mein," sagði hann og hnyklaði vöðvana.

Þessi stutta myndbandsupptaka sem hér fylgir, náðist á nútímalegan farsíma sem af öllum hlutum hefur að geyma myndbandstökuvél. Tæknin maður!

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Ef það leggur aðili í einkastæðið mitt þá hringi ég bara á kranabíl og læt þann sem á bílinn sem er lagt í stæðið mitt borga kostnaðinn. Hef að vísu ekki þurft þess en ég hef fullan rétt til að gera það.

Kveðja Skattborgari

Skattborgari, 5.9.2008 kl. 09:47

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er hægt að deila um alla hluti, hringja á lögguna út af bóksaflega öllu ef fólk er á annað borð intúitt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.9.2008 kl. 10:03

3 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Fólk er eitthvað mispirrað ...

Markús frá Djúpalæk, 5.9.2008 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband