Færsluflokkur: Löggæsla

Hvernig stendur á þessu?

Við höfum gortað okkur af því Íslendingar í gegnum tíðina að hér sé svo öruggt að búa en hver er reyndin. Reyndin virðist þó vera sú að hér fær fátt að vera í friði sem ekki er beinlínis vaktað allan sólarhringinn. Öll þekkjum við veggjakrotið og þá döpurlegu staðreynd að símaklefar hafa sjaldan átt langa ævi hér um slóðir. Enn ein birtingarmyndin er þessi vandalismi í Laugardalnum í nótt, ég velti fyrir mér hvað það er sem veldur þessarri vanvirðingu fyrir eigum annarra og sameignum okkar?

 Svo var annað sem ég tók eftir í gær; ég var að þvælast um miðbæinn, kíkti í Hljómskálagarðinn og garðinn við Fríkirkjuveg 11. Þar er einhver slæðingur af styttum og ekki nema örfáar eru merktar með heiti og nafni listamannsins sem gerði þær.  Það er svolítið með styttur eins og landslag, þær missa svolítið gildi sitt ef þær heita ekki neitt. Það getur varla verið mikið mál að setja lítinn skjöld á fótstallinn svo við þessir forvitnu getum vitað hvað er þarna fyrir augum okkar. Nema skjöldunum sé alltaf stolið jafnóðum. Það gæti auðvitað verið. 

Ég leit aðeins inn í Hljómskálann sem er búið að breyta í kaffihús og það er vel að það skuli vera líf í þessu fornfræga húsi.  Það hefði samt mátt vera aðeins meira líf í"gengilbeinunum" þar. Þær voru hálfönugar og höfðu tiltölulega lítinn áhuga á gestum sínum.  Það var ekki fyrr en að landskunn manneskja stóð upp frá borði sínu og þakkaði fyrir beinann að eitthvað líf færðist í stúlkurnar, þær kvöddu óskaplega glaðlega og settu svo upp sama súra svipinn. 

Svona viðmót er auðvelt að laga.

 


mbl.is Kveikt í Guttormi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af litlum neista

...verður oft mikið bál.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Margt getur farið úrskeiðis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varir?

Hélt eitt augnablik að Mick Jagger væri farinn að stunda smygl í kreppunni...

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda og allt það....


mbl.is Stórfellt smygl með vörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband