Alveg þessu ótengt...

Naustid 

...en þó ekki. Hefur fólk ekki séð skrímslið sem búið er að reisa að baki Naustins? Hreinasti viðbjóður!Ég skil ekki af mínu litla viti, hvernig svona stórslys geta átt sér stað æ ofan í æ í höfuðborginni okkar. Meðferðin á Nausthúsinu og reyndar fleiri húsum er líka sorglegt dæmi.

naustid2 

Og ..meðferðin á starfsfólkinu er auðvitað líka afskaplega dapurleg. Það var eitthvað verið að fjalla um þennan stað fyrir einhverjum mánuðum eða kannski ári, þegar starfsmaður eða -menn komu fram og kvörtuðu undan illri fjárhagslegri meðferð á sér. Hefði það ekki átt að klingja einhverjum bjöllum, og kalla á ríkara eftirlit með þessum stað? Nei, það virðist ekki vera, öll launatengd gjöld skiluðu sér og því sváfu yfirvöld á verðinum.

Er ekki kominn tími til að við verndum raunveruleg verðmæti, og hættum að eltast við vindinn?

Hér er slóð á grein um Naustið, eftir Ingimund Kjarval: http://www.malefnin.com/ib/lofiversion/index.php/t26487.html

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Kínverjarnir farnir úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landi

Þessar breytingar á húsinu eru bara hreinar og beinar skelfilegarskemmdarstarfsemishryllingur,og svo bætist ofan á þennan hrylling íll fjárhagsleg meðferð á fólki....

Vér mótmælum allir og heimtun hækkum á laun ljósmæðra.

Landi, 5.9.2008 kl. 11:59

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

..og að lokum legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði...

Markús frá Djúpalæk, 5.9.2008 kl. 13:00

3 Smámynd: Snorri Magnússon

Ill fjárhagsleg meðferð á fólki??? 

Þarna var grunur um að mansal ætti sér stað, hvorki meira né minna og var fjallað um það á þann hátt í fjölmiðlum.  Mansal, og það á okkar pínulitla Íslandi?  Hver hefði haldið að slíkt gæti nokkurn tíma átt sér stað......???

Á sama tíma segja yfirmenn í lögreglu að allt sé í stakasta lagi.....

Ég tek mér í munn orð Soffíu frænku "Fussumsvei"..........

Snorri Magnússon, 7.9.2008 kl. 15:26

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Skelfing er að heyra...

Markús frá Djúpalæk, 7.9.2008 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband