Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Dr. Jekyll og Mr. Hyde?

Eða hvað?  Kannski ekki alveg, en...

Svona sýndarmennska hefur tíðkast frá aldaöðli og til margar frægar sögur af slíku. Það er samt grátbroslegt að hugsa til þess að til skuli vera menn sem hegða sér eins og milljarðamæringar, ganga í flottum fötum, virðast berast mikið á og umgangast fræga fólkið eftir megni. Þegar þeir yfirgefa hina dýrðlegu fagnaði fara þeir svo einir og yfirgefnir heim í saggafyllta kjallaraholu sem geymir ekkert nema vonbrigði og depurð.

Svo reyna þeir að grípa gæsir sem gefast og beita öllum brögðum í bókinni til að ná sér í smá aur.


mbl.is Meintur fjárkúgari af íslenskum ættum lifði tvöföldu lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vá hvað ég er feginn

Á laugardaginn fór ég á lítið dekkjaverkstæði og beið í tuttugu mínútur meðan forkarnir þar skiptu snarlega um hjólbarða undir bifreiðinni, var gert bæði hratt og vel. Fyrir utan að það kostaði ekkert skelfilega mikið.

Veturinn byrjar snemma þannig að það er gott að vera viðbúinn honum snemma. Auk þess sem það er ekkert sérstakt að lenda í slagsmálum við þá leiðinlegu athöfn að skipta um hjólbarða.

 


mbl.is „Morgunninn byrjaði næstum því með slagsmálum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilboð frá Iceland Express

Nú er mikið auglýst sérfargjald með Iceland Express til útlanda í nóvember. Óneitanlega lítur þetta rosalega vel út þangað til við bætast skattar og önnur gjöld. Hver svosem þau eru. Dæmið hérna sýnir fargjald fyrir tvo til Lundúna. Ofan á þetta eiga svo eftir að bætast 1900 kr. á mann í forfallagjald ef fólk vill. Reyndar er heildarverið alls ekki hátt, reyndar mjög lágt, en það væri enn hagstæðara ef þessir dularfullu skattar og gjöld væru ekki að þvælast þarna.







Farmiði fyrir fullorðinn út 2 x 2.895,00 ISK5.790,00 ISK
Farmiði fyrir fullorðinn heim 2 x 3.990,00 ISK7.980,00 ISK
Skattar og aðrar greiðslur19.180,00 ISK
    Fullorðin skattar og aðrar greiðslur 2 x 9.590,00 ISK19.180,00 ISK


 Samtals32.950,00 ISK

    Fullorðnir samtals 2 x 16.475,00 ISK32.950,00 ISK


Leyfum honum að drepast...

...úr krabbameininu. Ef hann framdi þessa glæpi er ekkert of gott að vera eitthvað að flýta aftökunni, helst að sleppa því að gefa honum deyfilyf og láta hann aðeins finna til tevatnsins. Núna var ég vondur, ég veit það.
mbl.is Drifið í aftöku áður en fangi deyr úr krabbameini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rokkarabærinn Hveragerði

Það má ekki gleyma því að sá mikli stórsjarmör og höfundur annars þjóðsöngs íslendinga, Magnús Þór Sigmundsson býr í Hveragerði og hefur gert um árabil. Hann sagði einmitt skemmtilega sögu af því hvernig það kom til, í Síðdegisþættinum á Útvarpi Sögu í gær. Sonur hans var í skólaferðalagi í téðum bæ, leist svo ljómandi vel á gangstéttirnar þar og suðaði í fjölskyldunni að flytja þangað. Af hverju höfðu gangstéttirnar úrslitaáhrif? Jú, stráksi var með hjólabrettaáráttu og gangstéttir þar voru svona ljómandi fínar hjólabrettastéttir.

Segiði svo að ekkert gott komi út úr hjólabrettanotkun ungmenna. Magnús Þór segist kunna alveg ljómandi vel við sig í garðyrkjubænum, því þar líði tíminn með öðrum hætti en hinum megin Hellisheiðar, hægar og hljóðar.

Kannski við ættum bara öll að flytja þangað?


mbl.is Magni hvetur vini sína til að flytja til Hveragerðis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rasistinn ég!

KamelAt the immigration desk, somewhere in Europe:

- Name?
- Abu Dalah Sarafi.
- Sex?
- Four times a week.
- No, no, no..... male or female?
- Male, female.. sometimes camel..


Spennandi

Þó ég sé stundum flughræddur finnst mér flug og flugvélar voða spennandi. Þetta glæsilega farartæki sem er næstum eins og risafarþegaskip með vængjum, ef marka má myndir slær nýjan takt í farþegaflugi... allt innanrými þessarar ofurþotu virðist vera vandað og fallega gengið frá öllu og myndin sem fylgdi fréttinni kveikir gamaldags rómantískar tilfinningar frá árdögum ferðalaga.

Það verður líka gaman þegar Dreamlinerinn fer að fljúga um loftin blá, sú þota er nú öllu snoppufríðari en Airbussinn. Heimildir herma líka að Icelandair sé búið að panta slíkt apparat. Spennandi.flugvel_260502


mbl.is A380 í fyrsta farþegaflugið á fimmtudaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjum er ekki sama?

...hafa örugglega verið hin almennu viðbrögð viðkomandi yfirvalda á sínum tíma við þrábeiðni þessarar vesalings konu þegar hún reyndi að sannfæra hjúkrunarfólk og yfirmenn þeirra stofnana sem hún dvaldi á að hún ætti í raun ekki heima þar, heldur ætti hún fjölskyldu sem hún ætti að vera hjá.

Fimmtán ára gömul er hún lokuð inni fyrir fáránlega smáan glæp sem yfirvöld þess tíma hafa ályktað að hafi greinilega átt sér rót í brjálæðislegum huga geðsjúks glæpamanns. Því var ákveðið að loka þetta hættulega glæpakvendi inni á stofnunum þaðan sem hún átti aldrei afturkvæmt. Þess utan má ekki gleyma að glæpinn framdi hún alls ekki. Þetta er sorglegra en tárum taki. Þetta er eins og að einhverju dytti til hugar núna að læsa barn sem fætt er 1992 inni, fjarri veröldinni og hleypa því svo út árið 2077. Það hljóta allir að sjá hversu skelfileg framtíð það væri.

Árið 1937 voru enn tvö ár í að seinni heimstyrjöldin hæfist, árið 1937 hvarf Ameleia Earhart á hnattflugi sínu, árið 1937 kom fyrsta skáldsaga Ernest Hemingways út og Neville Chamberlain varð forsætisráðherra Bretlands.

Það er rosalega langt síðan, og það sem skelfir mig mest er að nokkuð örugglega er þetta ekki eina dæmið um rán á mannslífi með þessum hætti.

Hvenær munum við læra?


mbl.is Frelsuð eftir 70 ára vist á stofnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta munurinn á körlum og konum?

Fótbolti.net greindi frá því að skilaboð hafi gengið milli leikmanna í Landsbankadeild kvenna að kjósa ekki Margréti Láru Viðarsdóttur, leikmann Vals, sem leikmann ársins í deildinni. Hún var markahæst í deildinni í ár með 38 mörk sem er nýtt markamet. KR-ingurinn Hólmfríður Magnúsdóttir var kjörin best í Landsbankadeild kvenna og á þetta kannski alveg skilið. Ég ætla allavega að vona að fotbolti.net hafi ekki rétt fyrir sér.


Hvað??

Æ, hann er nú samt ekkert voðalega hommalegur, ef sú skilgreining er til á annað borð. Kannski á frú Rowling eftir að gefa út "hinsegin" sögur af skólalífinu í Hogwarts.


mbl.is Rowling: "Dumbledore er samkynhneigður"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband