Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Um sannleiksást

hormaðurDag einn, þegar saumakonan sat og vann á árbakkanum, þá missti hún fingurbjörgina sína útí ána. Hún hrópaði upp yfir sig í örvæntingu og henni til mikillar undrunar birtist Drottinn sjálfur og spurði: Hvers vegna grætur þú ? Saumkonan svaraði að fingurbjörgin hennar hefði fallið í vatnið og hún þyrfti á fingurbjörginni að halda svo hún gæti aðstoða bónda sinn við að afla tekna til heimilisins.

Drottinn hvarf ofan í vatnið og kom til baka með gullfingurbjörg. "Er þetta fingurbjörgin þín?" spurði Drottinn. Saumakonan svaraði neitandi og þá hvarf Drottinn aftur í vatnið og kom upp með demantsfingurbjörg. "Er þetta fingurbjörgin þín?" spurði Drottinn en saumkonan neitaði því. Enn hvarf drottinn ofan í vatnið og kom nú upp með silfurfingurbjörg og spurði hvort þetta væri sú rétta og saumakonan jánkaði því. Drottinn var mjög ánægður með sannsögli konunnar og færði henni allar fingurbjargirnar þrjár til eignar að launum, og saumkonan hélt glöð heim á leið.

Nokkru síðar þegar saumakonan var á göngu eftir árbakkanum með eiginmanni sínum, datt hann í ána. Þegar hún hrópaði upp yfir sig í örvæntingu, birtist Drottinn enn á ný og spurði hvers vegna hún gréti? "Æi guð, maðurinn minn datt í ána". Guð stakk sér í ána og kom til baka með Mel Gibson. "Er þetta eiginmaður þinn?" spurði hann. "Já" hrópaði saumakonan.

Drottinn reiddist. "Þú lýgur" sagði hann. "Æ, fyrirgefðu Drottinn, þetta á sér sínar skýringar. Sjáðu til, ef ég hefði sagt nei við Mel Gibsons, hefðir þú næst komið með Tom Cruise og ef ég hefði sagt nei við honum, þá hefir þú komið með eiginmann minn. Ef ég hefði sagt já við honum þá hefðir þú gefið mér þá alla þrjá og þar sem ég er ekki lengur eins hress og ég var þegar ég var yngri hefði ég aldrei getað sinnt þeim öllum þremur. Þess vegna sagði ég já við Mel Gibson.

Mórall sögunnar: Þegar konur ljúga, er það af heiðvirðum ástæðum og öðrum til heilla.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Ný ríkisstjórn eftir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kappræður á Útvarpi Sögu

Þau Margrét St. Hafsteinsdóttir og Gunnar Þorsteinsson kenndur við Krossinn munu mætast í Síðdegisútvarpinu hjá mér í dag, föstudaginn 30. janúar, kl. 16. Þau munu ræða trúmál, samkynhneigð og fleira í kjölfar áskorunar Margrétar um að Gunnar mætti henni um þessi mál, sjá http://www.maggadora.blog.is/blog/maggadora/ .

Fylgist með þeim eigast við í dag, mér þykir nokkuð ólíklegt að þessi tvö verði sammála um margt.


Merkileg niðurstaða Hæstaréttar

rasistiGaukur Úlfarsson var í dag sýknaður í Hæstarétti af meiðyrðakæru Ómars R. Valdimarssonar. Hæstiréttur snýr því við dómi héraðsdóms sem fann Gauk sekan fyrir ummæli sem hann lét falla á netinu.

Málið á rætur sínar að rekja til skrifa Gauks á bloggsíðu sinni þar sem hann fjallaði um Ómar undir fyrirsögninni „Aðal rasisti bloggheima".

Ómar hafði samband við Gauk vegna þessa og bað hann um að fjarlægja færsluna. Þegar Gaukur varð ekki við því ákvað Ómar að höfða mál. Hann fór fram á tvær milljónir í skaða- og miskabætur auk þess sem hann krafðist þess að Gaukur greiddi honum átta hundruð þúsund krónur fyrir birtingu á dómsúrskurði í þremur dagblöðum.

Í Héraðsdómi Reykjavíkur var Gaukur dæmdur til þess að greiða Ómari 300 þúsund krónur í miskabætur auk hálfrar milljónar í málskostnað.

Hæstiréttur taldi, að skoða mætti skrif Gauks sem lið í almennri umræðu um stjórnmál í aðdraganda alþingiskosninga, en þau birtust í miðli sem opinn var hverjum sem vildi kynna sér þau. Ómar hafi tekið þátt í þeirri umræðu á sama vettvangi. Dómurinn var á því að ummæli Gauks hafi verið ályktanir sem hann hafi talið sig geta reist á orðum Ómars og yrði því ekki slegið föstu að þær hafi verið með öllu staðlausar, eins og það er orðað.

Hæstiréttur snéri því við dómi héraðsdóms og ákvað að ummælin skyldu ekki ómerkt. Af því leiðir að dómurinn tók heldur ekki aðrar kröfur Ómars til greina og sýknaði Gauk.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


Ágætis hugmynd

Sporðdreki: Þú þarft að gæta þess að ganga ekki fram af þér með vinnu. Mundu bara að gjalda líku líkt þegar þar að kemur. Nýttu þér andlegt og líkamlegt atgervi þitt til hins ítrasta.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


Lát ei hugfallast

Þó lífið virðist stundum erfitt, þetta hefst allt á endanum. Er það ekki?

Er eitthvað annað hægt en dást að þessum manni og lífsviðhorfi hans? Og kínverska textanum. Vinur minn Halldór E sendi mér þetta myndband og kann ég honum beztu þakkir fyrir.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


Lestu smáa letrið

Sporðdreki: Þú tekur reglur ekki alvarlega, og vilt geta samið um allt. Margt gott kemur út úr þeim samskiptum. Lestu smáa letrið og vertu viss um hvað tilheyrir þér.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


Það er kannski bara eitt sem við þurfum að muna..

...í þessum darraðadansi öllum. Að vera góð við hvert annað.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is „Samfylkingin bugaðist"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og...

...himininn er blár...

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Skapa þarf samfélagslegan frið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar öllu er á botninn hvolft

solarlag 
Heres to us one more toast and then well pay the bill
Deep inside both of us can feel the autumn chill
Birds of passage, you and me
We fly instinctively
When the summers over and the dark clouds hide the sun
Neither you nor Im to blame when all is said and done

In our lives we have walked some strange and lonely treks
Slightly worn but dignified and not too old for sex
Were still striving for the sky
No taste for humble pie
Thanks for all your generous love and thanks for all the fun
Neither you nor Im to blame when all is said and done

Its so strange when youre down and lying on the floor
How you rise, shake your head, get up and ask for more
Clear-headed and open-eyed
With nothing left untried
Standing calmly at the crossroads,no desire to run
Theres no hurry any more when all is said and done

Standing calmly at the crossroads,no desire to run
Theres no hurry any more when all is said and done
Þessi bloggfærsla er bara fyrir mig.....

Like a surgeon

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is „Kraftaverkamaður“ fangelsaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband