Smá uppljóstrun...

..afar sjálfmiðuð. Ég sótti nefnilega af kerskni um þetta starf og fékk snarlega neitun, höfnun og afsvar. Hvort það var vegna kynferðis eða af öðrum orsökum skal ósagt látið. Enda fylgdi það ekki sögunni, en sú sem svaraði umsókninni þurfti endilega að segja mér að þrátt fyrir að mér hafi verið hafnað væru margir góðir um hituna. Það hefur sannast nú, flugfreyjur og fleira sætt fólk verður á skjánum okkar framvegis sem hingað til. Mér finnst nú sjónarsviptir af Guðmundi Bragasyni. Satt að segja finnst mér orðavalið í fréttinni benda til þess að hann hafi hálfgert verið beðinn um að taka hatt sinn og staf. Hvað mig snertir verður fólk bara að njóta raddar minnar á Útvarpi Sögu áfram, og jú í Stundinni Okkar á RUV sunnudaginn 25. nóvember næstkomandi.

Sperra eyrun!


mbl.is Flugfreyja flýgur í þulustarfið á RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hvað ætlarðu að bjóða okkur upp á í Stundinni okkar þann dag kæri Magnús?

Jóna Á. Gísladóttir, 9.11.2007 kl. 18:53

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Markús. Þar er ég að gera það sem ég er bestur í, fíflast í næstum hálftíma. Ég leik þar útvarpsmann eða útvarpsmenn öllu heldur. Hlakka bæði til og kvíði fyrir hvernig útkoman verður....

Markús frá Djúpalæk, 9.11.2007 kl. 19:00

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég var nú að tala við hann Magnús

Æi fyrirgefðu. Veit ekkert hvaðan þetta kom. En er búið að taka þetta upp? Verður væntanlega ekki í beinni?

Jóna Á. Gísladóttir, 9.11.2007 kl. 21:00

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Já, tekið upp fyrir löngu. Og sannfærði mig um hvað sjónvarp er leiðinlegur miðill að vinna við, ekkert nema bið og aðeins meiri bið.

Markús frá Djúpalæk, 10.11.2007 kl. 01:37

5 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

En samt gaman að taka þátt í þessu, neita því ekki.

Markús frá Djúpalæk, 10.11.2007 kl. 01:37

6 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Finnst þér ekki svolítið einkennilegt að bara hafi verið ráðnar konur. Endilega leitaðu réttar þíns hjá jafnréttisráði. Það er mjög mikilvægt að fá upp umræðu um hvað veldur því hver er ráðinn í svona starf.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 10.11.2007 kl. 01:41

7 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Salvör, já það væri hugmynd útaf fyrir sig. Forvitnilegt hvernig jafnréttisráð brygðist við athugasemd úr þessarri áttinni. Reyndar var mér kannski ekki nægilega mikil alvara með umsókninni til að gera einhver læti, en ég vona bara að hinar nýráðnu þulur verði alveg frábærar.

Markús frá Djúpalæk, 10.11.2007 kl. 10:25

8 identicon

Kærðu þetta endilega maður. Ekki spurning að það á ekki að láta vaða svona yfir sig í nafni misskilinnar fegurðar. Þú getur gengið að mínum stuðningi vísum með það hehehe

Tómas Þráinsson (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 14:00

9 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Hehe - misskilin fegurð, hvað?

Markús frá Djúpalæk, 10.11.2007 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband