London here I come

Þá veit ég hvað er nauðsynlegast að setja niður. Stígvélin og sjóhattinn. Það verður gaman að vaða um götur Lúndúna í þar til gerðum búnaði. Spurning hvort ég ætti að taka með mér kafarabúning aukreitis, svona til vonar og vara. Better safe than sorry, eins og við heimsborgararnir segjum.

Annars er líklegt að allt þetta bleytuvesen verði að baki á mánudaginn þegar London tekur á móti mér fagnandi. Enda nenni ég ekki að mæta í stígvélum í Downing strætið, það er eitthvað svo illa viðeigandi.


mbl.is Beðið eftir stormi á austurströnd Englands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Voðalega er látið mikið með rigningu  & storm í öðrum löndum, hér í Reykjavík hefur mér fundist vera bæði rigning og oftast stormur líka í næstum 11 vikur og virðist engum þykja fréttnæmt.  

Skarfurinn, 9.11.2007 kl. 10:45

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Það er kannski eitthvað minna um himinháar flóðbylgjur hér í Reykjavík.

Markús frá Djúpalæk, 9.11.2007 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband