Hvumpinn

Ég held að ég væri nú þegar farinn að leita mér að annarri vinnu, hefði snaróður, útsmoginn þjófur með álklæddan bakboka, reynt að stinga mig með skærum.

Það er að mínu mati með ólíkindum hvað ofbeldi og lítilsvirðing fyrir öðru fólki hefur aukist í þessu pínulitla samfélagi okkar. Árásir af öllu tagi eru orðnar daglegt brauð í fréttum og ætli séu ekki líkindi til þess að aðeins hluti þess sem raunverulega gerist komist í fréttir?

Það væri áhugavert að fá vangaveltur frá fólki hvað það raunverulega er sem veldur öllum þessum óróa. Einhverjar hugmyndir, gott fólk?

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Hnuplað fyrir mörg hundruð þúsund í Smáralind
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Útlendingar?

Þórarinn (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 12:24

2 Smámynd: Hulda Brynjólfsdóttir

Voru ekki öll rými fyrir gæsluvarðhaldsfanga full eftir síðustu helgi?
Maður spyr sig hvað sé eiginlega að gerast!?

Er það kannski kreppan?? 

Hulda Brynjólfsdóttir, 13.9.2008 kl. 12:29

3 Smámynd: Beturvitringur

Aukningin m.a. innflutningur glæpamanna (m.a. til frekari "skipulagningar" glæpanna) Allt orðið svo miklu "þróaðra" nú og innfæddir líka fræðst betur

Beturvitringur, 13.9.2008 kl. 15:22

4 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Er ekki löngu upplýst að nokkur innbrota- og þjófnaðargengi, erlendra ógæfumanna, séu starfandi hér á landi. Ítrekaðar fréttir af að þýfi sé sent utan í gámavís, er varla verkefni eins eða tveggja manna.

Það á að taka upp flýtiafgreiðslu allra svona afbrota erlendra aðila, rétta yfir þeim samdægurs og þeir eru teknir, og vísa þeim úr landi og afhenda þá lögreglunni í því landi sem þeir komu frá og setja á þá 50 til 100 ára endurkomubanni. 

Guðbjörn Jónsson, 13.9.2008 kl. 17:24

5 identicon

Hætt er vid ad utlendingar fåi å sig søkina fyrir allt sem midur fer, thegar their eru ordnir svona margir.  Audvitad eru einhver skemmd epli og thad er lika øruggt ad thad eru send thjofagengi til Islands.  En, ekki dæma alla vegna ørfårra.  Eg vil ekki låta dæma mig vegna theirra ørfåu landa minna sem valda vandrædum her i Noregi.  Sama å ad gilda um utlendinga å Islandi.

Eg er aftur å moti innilega sammåla Gudbirni um målamedferdina å vandrædagemlingunum, nema eg vil ganga lengra:  Eg mundi vilja senda islenska glæpamenn og vandrædagemsa ut i hafsauga lika og banna theim ad koma tilbaka!

Þórarinn Jóhann Jónsson (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 11:52

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Kemur einhversstaðar fram að þetta séu menn af erlendu bergi brotnir? Vitaskuld er barnaskapur að ætla að meðal allra þessara innflytjenda séu ekki vafasamir einstaklingar! En mér finnst jafnmikill barnaskapur að ætla að í hvert skipti sem einhverju er stolið séu þar að verki innflytjendur!!

Hrönn Sigurðardóttir, 14.9.2008 kl. 22:20

7 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Hrönn, ekki í þessu einstaka tilfelli. Ég er samt meira að velta fyrir mér hvernig þetta byrjaði allt og hvers vegna þessi lítilsvirðing er fyrir öllu og öllum?

Markús frá Djúpalæk, 15.9.2008 kl. 15:09

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég get sagt þér það!

Hrönn Sigurðardóttir, 15.9.2008 kl. 19:46

9 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Játakk...lát vaða

Markús frá Djúpalæk, 15.9.2008 kl. 20:44

10 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Hefur ofbeldi aukist eitthvað rosalega ??

Eina sem mér dettur í hug er að hvort að svona rán séu ekki í takt við neyslu harðra efna. Mér finnst öll svona "stórkalla"rán bera vott um að þarna eru á ferðinni glæpamenn á hörðum efnum eða dópistar.

Fólk að fjármagna sína neyslu.

Ég hef litla trú um að þetta séu útsendarar VERÐBÓLGU-DRAUGSINS sem neiðast til að ræna sér pening vegna þess að verðbólgudraugurinn er búin að herða svo svakalega á sultarólinni.  

Brynjar Jóhannsson, 15.9.2008 kl. 21:40

11 Smámynd: Jens Guð

  Ég veit ekki hvort tölfræði sýnir verulega aukningu í þjófnaði og ofbeldi umfram það að íbúum landsins fjölgar.  Á mínum unglingsárum - um 1970 - stálum við kunningjarnir öllu steini léttara úr verslunum,  bæði í búðarhnupli og innbrotum.  Ég var sérstaklega mikið í því að stela hljómplötum.  Það var ótrúlega auðvelt og komst aldrei upp.  Þess vegna kom aldrei stafkrókur um þetta í fjölmiðlum.  Ég gæti trúað að á 3ja ára tímabili eða svo hafi ég stolið um 200 plötum.

  Það kom heldur aldrei stafkrókur um nein innbrot sem ég framdi í verslanir.  Þau voru ekkert mörg,  innan við 10,  en ýmsu hnuplaði ég og tvö innbrotanna upplýstust.

  Eins var það með slagsmál.  Það var alvanalegt að strákar reyndu sig fyrir utan skemmtistaði á mínum unglingsárum.  Stundum var maður ansi bólginn,  með vör í sundur,  glóðarauga og þess háttar.  Ég man aðeins eftir einni frétt frá svona átökum.  Það var þegar gerviauga var slegið úr manni.  Engu að síður voru mörg slagsmálanna ansi blóðug og gróf.  Einkum þegar Bubbi Morthens tók til hendinni.

  Í dag eru fjölmiðlar beintengdir inn á dagbók lögreglunnar og lögreglan jafnframt iðin að senda frá sér fréttatilkynningar.  Ég tel að munurinn liggi í því.  Að minnsta kosti að nokkru leyti.

Jens Guð, 15.9.2008 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband