Lögfræðingur, viðskiptafræðingur og bóndi

Á salernisaðstöðu á fínum veitingastað standa viðskiptafræðingur, lögfræðingur og bóndi hlið við hlið og nota pissuskálarnar.

Viðskiptafræðingurinn klárar, rennir upp og byrjar að þvo, eða bókstaflega skrúbba á sér hendurnar....alveg upp að olnbogum.
Notaði síðan um það bil 20 bréf til að þurrka sér. Hann snýr sér að hinum og segir: " Ég gekk í Harvard, þar kenndu þeir okkur að vera hreinlegir."


Lögfræðingurinn kláraði og bleytti fingurgómana, greip eitt bréf og sagði:" Ég lærði í Princeton, þar kenndu þeir okkur að vera umhverfisvænir."


Bóndinn renndi upp og á leiðinni út segir hann:" Ég lærði á Hvanneyri, þar var okkur kennt að míga ekki á hendurnar á okkur"!

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.

 


mbl.is Fær ekki að verja Jón Ólafsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband