Hvaða tegund er þetta pakk?

Enn ræðst ritskoðunarpúkinn sem býr í iðrum mbl.is af alefli til atlögu, nú verður fyrir bloggvinur minn og frændi Jakobi J. Jónsson www.jakob.blog.is. Að þessu sinni er glæpur bloggarans að kalla reku spaða. Eða eitthvað í þá áttina. Hann var skammaður fyrir og skipað að eyða athugasemdum sem hann hafði fengið og reyndar skrifað sjálfur, um færslu sem hann hafði gert um blökkumenn. Í færslunni sýndist mér hann vera að gera tvennt; að vitna í staðreyndir, tölfræði um hlutfall glæpamanna úr röðum þeldökkra, og á hinn bóginn að lýsa sínum skoðunum og upplifun á lífinu á heimaslóðum sínum í Trinidad & Tobago hvar fyrirfinnst mikill suðupottur ýmissa kynþátta.  Hvorugt á nokkurn hátt glæpsamlegt en hugnast greinilega ekki hreintrúuðum í röðum stjórnenda mbl.is og blog.is.

Ætli Jakob hefði fengið samskonar gúmoren á latínu hefði honum dottið í hug að skrifa um Færeyinga eða Svía? Eða Borgfirðinga. Ekki var honum gert að eyða kersknislegri athugasemd við færsluna, þar sem ýjað var að hann bæri í hjarta verulega hægrisinnaðar stjórnmálaskoðanir, nazisma. Hugsanlega skildist athugasemdin ekki því hún var á ensku. Eða kannski er þetta eins og svo oft áður spurningin um Jón og frænda hans sérann sem fá hreint ekki sömu meðferðina. Hvað veit ég?

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Obama hefur forskot
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Jörunds Jónsson

Passaðu þig frændi, þú gætir fengið aðvörun frá Moggamafíunni!

Jakob Jörunds Jónsson, 5.8.2008 kl. 22:39

2 identicon

Eiginkona stærsta eiganda Mogga var áður gift nasista eins og lesa má um hér: http://skessa.blog.is/blog/skessa/entry/601896/

Á því heimili er kannski engin skömm að vera að kallaður nasisti, kannski bara "pointing out the bloody obvious"

Sigurhjörtur Freyr (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 22:51

3 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Sæll frændi, ég lifi þá með því .

Markús frá Djúpalæk, 5.8.2008 kl. 22:55

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Sigurhjörtur Freyr, ég þarf ekki að vera sammála öllu sem ég les, en ég er tilbúinn að verja rétt fólks til að tjá sig, af öllu mínu afli.

Markús frá Djúpalæk, 5.8.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband