The tide is high

Hér er hljómsveitin Blondie með lagið The tide is high frá árinu 1980. Lagið kom fyrst út með hljómsveitinni The Paragons frá Jamaíka árið 1967 og er samið af John Holt söngvara sveitarinnar. Lagið varð vinsælt meðal ákveðinna hópa innflytjenda á Bretlandi þegar það kom út árið 1971. Fáir aðrir tóku eftir því fyrr en Blondie tók það upp á sína arma árið 1980 eins og fyrr sagði. Í þeirra flutningi varð það gríðarvinsælt og er orðið klassískt popplag í dag.

Aðrir sem hafa gert lagið vinsælt í eigin meðförum eru leikkonan Billie Piper, þekktust úr Dr. Who og þáttunum um glaðbeittu gleðikonuna Belle de Jour, og Atomic Kitten sem komu The tide is high á topp brezka vinsældalistans árið 2002. Minni spámenn sem hafa gefið út þetta ágæta lag eru Sinitta, Top of the poppers og Nydia Rojas sem gaf út spænska útgáfu nefnda La numero uno.

Upprunalega útgáfan með The Paragons verður flutt í laugardagsþætti Útvarps Sögu milli kl. 13 og 16 í dag 2.ágúst.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.

 


mbl.is „Brosin eru óteljandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég bjóst við meira svona "Bob Marley, reggae" og varð því hissa þegar að ég heyrði, The Paragons flytjalagið The tide is high.

Sporðdrekinn, 2.8.2008 kl. 15:11

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Já, þetta er pínu svona gamaldags. Samt skemmtilegt. Fannst þér það ekki líka Sporðdreki litli?

Markús frá Djúpalæk, 2.8.2008 kl. 18:54

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Sporðdrekinn, 3.8.2008 kl. 00:32

4 Smámynd: Sporðdrekinn

Úps, veit ekki af hverju það kom bara "Jú" Ætlaði að segja:

Jú þetta er skemmtilegt  en ég er nú samt hrifnari af reggae

Sporðdrekinn, 3.8.2008 kl. 00:34

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég er sammála sporðdrekanum... það er eitthvað við reggíið sem er ekki alveg hægt að festa fingur á... en er samt svo mikið flottast einhvern vegin... :) *Knús áðig og alltumkring Krúsidúlla

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.8.2008 kl. 01:19

6 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

-Sagði ég vegin...? meinandi veginn..? eða veiinn... eða veijinn..? ;) oh well .. we´ll all live.. hopefully ;) *bjánablikk ógó ljóskulegt

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.8.2008 kl. 01:32

7 Smámynd: Sporðdrekinn

Okkur gengur ekkert ert allt of vel að tjá okkur hér á þessari síðu Helga G.E. ætli Markús hafi þessi áhrif á okkur

Sporðdrekinn, 3.8.2008 kl. 03:45

8 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Sennilega. Sagði svo ekki máltækið: Enginn veit hvað misst hefur fyrr en átt hefur.. eða eitthvað þessháttar..? Það á örugglega við um íslenskuna líka.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.8.2008 kl. 05:40

9 Smámynd: Sporðdrekinn

Jú mikið rétt, maður þarf að passa sig á að missa hana ekki. Íslenskan er jú ein af elstu málum heims sem enn er í notkun og hefur haldið sér svo til óbreyttri.

Sporðdrekinn, 3.8.2008 kl. 18:03

10 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Markús alveg er ég STÓRhneykslaður á þér að vera að blanda einhverri gleðikonu í þessa færslu, passaðu þig á því að feministaþurrkunturnar fari nú ekki að leggja þig í einelti. Þó forsagan segi að textinn sé vafinn inní einhverja mynd um glaðbeitta GLEÐIKONU, þá mun þetta eflaust kalla yfir þig ævarandi fordæmingu hjá áðurnefnum femmaþurrkum.

Annars er þetta fínt lag takk æðislega fyrir þetta blogg.

Eiríkur Harðarson, 4.8.2008 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband