Gætið ykkar

Úr frumvarpi til laga um meðferð sakamála.
XIII. KAFLI
Handtaka.
90. gr.

    Lögreglu er rétt að handtaka mann ef rökstuddur grunur leikur á að hann hafi framið brot sem sætt getur ákæru, enda sé handtaka nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot, til að tryggja návist hans eða öryggi hans eða annarra ellegar til að koma í veg fyrir að hann spilli sönnunargögnum.
    Nú verður uppþot eða fjölmennar óeirðir brjótast út sem hafa haft eða gætu haft í för með sér líkamsmeiðingar eða stórfelld eignaspjöll og ekki verður með vissu bent á hinn seka eða hina seku og er þá lögreglu heimilt að handtaka hvern þann sem nærstaddur er og ástæða er til að gruna um refsiverða háttsemi.
    Auk þess sem kveðið er á um í öðrum lögum er lögreglu enn fremur heimilt að handtaka mann:
    a.      ef hann neitar að segja til nafns og deili á sér að öðru leyti, enda sé það nauðsynlegt í þágu rannsóknar,
    b.      ef hann hefur verið kvaddur til að gefa skýrslu hjá lögreglu sem sakborningur en ekki sinnt kvaðningu,
    c.      ef hann hefur ekki að forfallalausu sinnt fyrirkalli eða mætt til að gefa skýrslu í sakamáli,
    d.      ef hann hefur leyfislaust horfið úr gæsluvarðhaldi eða rofið bann skv. 1. mgr. 100. gr.


Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Mótmæli gegn eldsneytisverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Markús,mig langar svo að vita við hvað Eiríkur Stefánsson vinnur?

anna (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 14:48

2 Smámynd: Beturvitringur

"ekki að forfallalausu"

Ég hef klórað mig frammúr rithönd ýmissa presta (allt frá 18.öld) og lækna (frá síðustu öld) og fyrir mig og aðra prjónað upp torskiljanlegt málfar.... en stundum skil ég ekki ra......  !

Það er verulega slæmt þar sem þetta er lagatexti (allavega lagafrumvarps-)

Ég er ekki að grínast, hvað þýðir þetta nákvæmlega.   Það eina sem ég fæ séð er að þetta er "þrefalt neikvætt". Af samhengi og einstakri rökhyggju minni giska ég á þetta, en... tell mí mor, tell mí mor

Beturvitringur, 10.6.2008 kl. 17:56

3 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Beturvitringur, lagatextar eru nú iðulega illskiljanlegir, hvort sem það er til að gera lögin "merkilegri" í augum leikmanna eða hvað það er. En þetta feitletraða þýðir að mínu viti að það megi í rauninni handtaka hvern sem er, gruni lögreglu að hann hafi eitthvað óhreint í pokahorninu. Kannski skilja aðrir þetta öðruvísi.  Anna, ég veit því miður ekki hvar Eiríkur vinnur.

Markús frá Djúpalæk, 11.6.2008 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband