Nýjasta ógn heimsbyggðarinnar

 

Sérfræðingar halda því fram að mesta ógnin sem stafar að heimsbyggðinni á næstu árum sé hópur öfgasinnaðra Bristolbúa sem ætla sér með öllum ráðum að breyta veröldinni allri í eina stóra Bristol.

Fólk er beðið að hafa vara á sér og láta yfirvöld og lögreglu vita ef það kemst á snoðir um dularfullar mannaferðir sem gætu verið Bristolbúar í leit að heimsyfirráðum.


mbl.is Sprengingar í Bristol
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Öfgasinnaðir múslimar eru ógn við vestræn gildi, og það á ekki að grínast um þau mál, þessir menn eru bara með eitt viðhorf og það er að eyða vestrænni menningu. 

Lárus Baldursson (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 14:13

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Minn ágæti Lárus, það er kosturinn við málfrelsið, að það má grínast með flest ef ekki allt. Þannig að ég ætla ekki að byrja á því núna að spyrja þig leyfis um hvað ég grínast með og hvað ekki. Takk fyrir innlitið.

Markús frá Djúpalæk, 19.4.2008 kl. 14:28

3 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Ef satt skal segja er þetta brilliant gott grín hjá þér, Lárus.  Og miðað við ofurviðkvæmi ónefndra trúarsamfélaga og svo blogglokanir undanfarna daga, er þetta mjög "rökrétt grín".

  Ég mun fylgjast grannt með "Bristolbúum", í framtíðinni.

Sigríður Sigurðardóttir, 19.4.2008 kl. 18:55

4 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Sorry, Markús, ætlaði ég að segja, nafnið fyrir ofan kommentið mitt "límdist" illilega inn á heilabúið mitt.

Sigríður Sigurðardóttir, 19.4.2008 kl. 18:57

5 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Mér fannst nú Lárus frekar fyndinn líka....

Markús frá Djúpalæk, 19.4.2008 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband