Ástæða heimkomu dómsmálaráðherra

AchmedFyrir skömmu velti ég fyrir mér hvers vegna í ósköpunum Björn Bjarnason væri yfirhöfuð að koma heim frá Chile. Nú veit ég ástæðuna.

Dómsmálaráðherra hefur nefnilega lagt fram frumvarp um að trúfélögum verði veitt heimild til þess að staðfesta samvist samkynhneigðra. Í athugasemdum þess segir að þetta sé í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

Á kirkjuþingi 2007 var samþykkt ályktun þess efnis að yrði lögum um staðfesta samvist breytt þannig að trúfélög fengju heimild til að staðfesta samvist þá styddi kirkjuþing það að prestum þjóðkirkjunnar, sem eru vígslumenn að lögum, yrði það heimilt.

Samkvæmt frumvarpinu er vígslumönnum sem hafa heimild til hjónavígslu fengin heimild til að staðfesta samvist tveggja einstaklinga af sama kyni. Þarna er einkum um að ræða presta þjóðkirkjunnar og presta og forstöðumenn skráðra trúfélaga. Ekki sé hins vegar verið að skylda menn til athafnanna heldur verði að virða frelsi presta og forstöðumanna skráðra trúfélaga til að ákveða hvort þeir staðfesti samvist samkynhneigðra

Lagt er til að lögin taki gildi 27. júní. Sá dagur er alþjóðlegur mannréttindabaráttudagur samkynhneigðra.

Og hana nú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband