Munið þið eftir Lech Walesa?

Nú hefur sá orðrómur komist á kreik að verið sé að hóta atvinnubílstjórunum eða forvígismönnum aðgerða þeirra með fangelsisvist, allt að sex árum fyrir hin alvarlegu brot þeirra gegn almannahagsmunum og allmennri reglu í landinu. Slíkt hefur gerst áður út um allan heim og ekki alltaf dugað til.

Eitt gott dæmi um mótmælaaðgerðir sem breyttu heilu landi eru aðgerðir Lech Walesa og hans manna í Póllandi.

Lech Walesa starfaði í skipasmíðastöð í Gdansk í Póllandi og var leiðtogi Solidarnosk, eða Samstöðu, ólöglegu verkalýðsfélagi. Lech var dæmdur fyrir andfélagslega hegðun, vegna verkfalls sem hann efndi til árið 1970 og sat í eitt ár í fangelsi. Lech var handsamaður nokkrum sinnum 1979  fyrir að skipuleggja samtök fjandsamleg ríkinu. Í águst 1980 gerðist Lech leiðtoga verkfallsmanna í Gdansk og fylgdu verkamenn víðar um Pólland í kjölfar verkfallsmanna í Gdansk með ólöglegum verkföllum. Í september heimilaði stjórn komúnista lögleg félagssamtök. Verkfallsmenn gerðu Samstöðu að löglegum samtökum og var Lech kjörinn formaður Samstöðu. Þann 11.desember 1981 var Lech auk ríflega 1.000 félagsmanna í Samstöðu handsamaður. Þremur dögum síðar lýsti Jarúselskí forseti  því yfir að herlög giltu í landinu. Lech losnaði ekki úr haldi fyrr en í nóvember 1982. Þó hann væri formlega titlaður verkamaður í skipasmíðastöðinni var hann í raun í stofufangelsi til 1987. Danuta kona Lechs tók við Friðarverðlaunum Nóbels að honum fjarstöddum, andvirði verðlaunanna ánafnaði hann Samstöðu.Árið 1988 efndi Lech enn á ný til verkfalls, að þessu sinni með það fyrir augum að Samstaða yrði viðurkennd á ný og fengi á ný sinn áður unna lögmæta sess sem verkalýðsfélag. Að átta dögum liðnum féllust stjórnvöld á að ræða við Samstöðu, viðræðurnar leiddu til þess að Samstaða varð viðurkennd sem verkalýðsfélag og efnt yrði til hálffrjálsra þingkosninga. Samstaða var sigurvegari þingkosninganna 1989. Fyrir árslok 1989 hafði Lech náð að mynda fyrstu ríkisstjórn í Varsjárbandalagslandi án þátttöku kommúnista. Í desember 1990 sigraði Lech í pólsku forsetakosningunum. Hann var gagnrýndur í forsetatíð sinni og tapaði forsetakosningunum árið 1995. Þrátt fyrir að hafa breytt Póllandi úr kommúnísku ríki með þvingandi stjórn og veikan efnahag í sjálfstætt lýðræðisríki með hagvexti. Í forsetakosningunum árið 2000 hlaut Lech um 1% atkvæða. Alþjóðlegi flugvöllurinn í Gdańsk er nefndur eftir Lech Walesa; Gdańsk Lech Wałęsa flugvöllur.

Svona getur sá sem ógnar valdstjórn og góðu meðalhófi náð að breyta miklu, ef málstaðurinn er nógu góður.


mbl.is Mikill hiti í bílstjórum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Kanntu bara þennan brandara?

Sveinn Ingi Lýðsson, 3.4.2008 kl. 13:14

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Er hann ekki ágætur?

Markús frá Djúpalæk, 3.4.2008 kl. 13:15

3 identicon

Já, ef málstaðurinn er góður. Hann er það varla í þessu tilviki þegar um er að ræða að lækka eða fella niður sérstakt gjald á kolefnaeldsneyti. Gjald sem flestir eru sáttir við.

Ari (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 13:16

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gleymi ekki Solidaritet og Lech.  Aldrei.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.4.2008 kl. 13:25

5 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ari. Það hangir fleira á spýtunni hjá þeim og ég hef nú ekki heyrt að flestir séu sáttir við að ríkið breyti ekki skattlagningu sinni á eldsneyti til að það setji fólk ekki á hausinn að fara á bensínstöðina til að fylla bílinn sinn. Ef þú býrð ekki á Melrakkasléttu hefurðu sennilega tekið eftir því að flestir nota bíl til að koma sér á milli staða....

Markús frá Djúpalæk, 3.4.2008 kl. 13:29

6 identicon

Markús. Já góð hugmynd að fella niður gjald á eldsneyti og hætta vegagerð. Það mun sjálfsagt koma þessum bílstjórum til góða? Ætli sé ekki umtalsverður fjöldi þeirra sem hafi atvinnu af vegagerð.

Ari (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 13:33

7 Smámynd: Anton Þór Harðarson

Finnst engum skrýtið þegar álögur ríkisins á eldsneyti eru einna lægstar í evrópu hér á íslandi, er samt verðið einna hæst?´Eru ekki mómælin gegn röngum aðila, eru það ekki olíufélögin sem  gætu lækkað sína álagningu, gæti sem best trúað að þeir leggji áhveðna % tölu ofan á innkaupsverð þannig að, hærra innkaupsverð, vaxandi gróði. Kanski væri athugandi að skoða frekar þann kost að álagning olíufélagana verði föst krónutala eins og hjá ríkinu.

Anton Þór Harðarson, 3.4.2008 kl. 13:35

8 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ari, það er ekki verið að tala um að fella niður álögur ríkisins á eldsneyti, heldur að lækka þær. Ríkið fær líka fé til vegamála í gegnum bifreiðagjöld og fleiri skattpósta þannig að það þarf ekki miklu að kvíða í því sambandi. En mótmæli bílstjóranna eru líka til komin vegna evrópureglna um akstur stórra tækja sem passa ekki við íslenzkar aðstæður að þeirra mati.

Markús frá Djúpalæk, 3.4.2008 kl. 13:44

9 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Markús:  Ríkið fær ekki fé til vegamála gegnum bifreiðagjöld og "fleiri skattpósta".  Vegagerð eru tryggðir lögbundir tekjustofnar af olíugjaldi og bensíngjaldi.  Skattar á eldsneyti eru einhverjir þeir lægstu í Evrópu og ef á að lækka framlög til vegamála hverju mótmæla bílstjórar þá og hvar?

Loks þegar íslendingar taka sig til og fara í alvöru mótmæli þá þurfa þau að vera byggð á ranghugmyndum og misskilningi.

Sveinn Ingi Lýðsson, 3.4.2008 kl. 14:45

10 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Það kann að vera Sveinn, en í upphafi var bifreiðagjald einnig hugsað til vegagerðar, og átti að vera krónugjald, tímabundið. Svo má ekki gleyma því að það hefur ekki nema brot af olíugjaldinu sem hefur skilað sér til vegagerðar þannig að við þurfum ekki að kvíða því að vegagerð fari til andskotans þó olíu- og bensíngjaldið lækki. Mér finnst býsna hrokafullt af þér að halda fram að það sem bílstjórarnir eru að gera sé byggt á ranghugmyndum og misskilningi.

Markús frá Djúpalæk, 3.4.2008 kl. 15:20

11 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

En ég er ekki flutningabílstjóri og ætla ekki að gerast sérstakur málsvari þeirra, þeir geta alveg svarað fyrir sig sjálfa og ástæður mótmæla sinna.

Markús frá Djúpalæk, 3.4.2008 kl. 15:31

12 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Atvinnubílstjórar eru að sýna að með samstöðu má ná eyrum stjórnvalda og knýja fram breytingar. Það eru ekki einungis eldsneytisskattar sem málið snýst um. Væri reykvískur almenningur umburðarlyndari núna ef það væru aðrir skattar sem verið væri að mótmæla?

Íslenskur almenningur er þægur. Hingað til hefur hann rúllað sér niður eins og rauðum dregli og snúið við vösum sínum með þögn og umburðarlyndi í hvert sinn sem ríkinu hefur vantað viðbótaraur með því að skattleggja allt sem hægt er að skattleggja upp í topp. Borgað þegjandi, vegna þess að honum hefur verið talið trú um að þetta fé þyrfti til samneyslunnar til að hægt sér að halda uppi þeim standard sem nauðsynlegur sé til að halda úti lágmarksþjónustu við borgarana.

Landsmenn hafa lagt sitt að mörkum. Lengi og mikið. En nú er svo komið að vasar margra eru orðnir svo galtómir að fullt af fólki á varla til hnífs og skeiðar. Þegar þetta fólk, sem margt hvert þarf orðið að leita á náðir Fjölskylduhjálparinnar og annarra góðgerðarsamtaka til að eiga mat fyrir börnin sín, sér að það er til nægilegur peningur á "þjóðarheimilinu" til að borga fyrir einkaþotur undir stjórnargæðingana, er þá nema von að einhverjir segi stopp, hingað og ekki lengra!?

Vondandi eru þessi mótmæli núna bara byrjunin á andspyrnu almennings gegn óráðdeild, spillingu og skattpíningu stjórnvalda. Neytendur hafa mikið vald og fullt af úrræðum. En bara ef þeir standa saman.

Eins og Markús benti réttilega á, þá hét flokkur Lech Walesa Samstaða. Það nafn var örugglega ekkert valið af handahófi útí loftið. Og nú reynir á samstöðu Íslendinga.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.4.2008 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband