Færsluflokkur: Tónlist

Hér er meðal annars sungið um Diggeridoo

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Didgeridoo er ekki fyrir stelpur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góða ferð

 Þér leiðist hér ég veit það kæri vinur 
Þú vilt á brott að kanna nýjan stig 
    
en þig skortir kjark þú hikar og hugsar dag og nótt
  
og hræðist að þú munir særa mig 
 
             
           Góða ferð, góða ferð, góða ferð
             
           góða ferð já það er allt og síðan bros 
              
           því ég geymi alltaf vinur það allt er gafstu mér
              
           góða ferð, vertu sæll já góða ferð 
 
Við áttum saman yndislega stund 
við áttum sól og blóm og hvítan sand 
 
og skjól á köldum vetri er vindur napurt söng
 
og von um gullin ský og fagurt lag 
 
           
           Góða ferð, góða ferð, góða ferð
             
           góða ferð já það er allt og síðan bros 
             
           því ég geymi alltaf vinur það allt er gafstu mér
              
           góða ferð, vertu sæll já góða ferð
 
   
 Þó farir þú í fjarlægð kæri vinur 
  
og fætur þínir stígi ókunn skref 
  
Hve draumar ræst hafa’ aftur þú áður sagðir mér
   
þín ást var mín og brosin geymt ég hef 
 
             
           Góða ferð, góða ferð, góða ferð
             
           góða ferð já það er allt og síðan bros 
             
           því ég geymi alltaf vinur það allt er gafstu mér
              
           góða ferð, vertu sæll já góða ferð 
 
              
           Góða ferð, góða ferð, góða ferð
            
           góða ferð já það er allt og síðan bros 
              
           því ég geymi alltaf vinur það allt er gafstu mér
           
           góða ferð, vertu sæll já góða ferð

 

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.

 

mbl.is Geir í heimsókn til Albaníu og Grikklands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjörnustríð á fimm mínútum og þrjátíuogfimm sekúndum

Alfred Matthew Yankovic, betur þekktur sem Weird Al flytur hér sína útgáfu af Stjörnustríði við hugljúfa tóna sem Don MacLean samdi á sínum tíma og kallaði American Pie. Alfred Matthew Yankovic er búinn að fíflast með tónlist annarra höfunda í næstum þrjátíu ár, yfirleitt með frábærum árangri. Hann hefur selt haug af plötum og hlotið ýmis verðlaun, en hefur stundum lent í smávægilegum vandræðum, stundum vegna höfundaréttar og stundum fyrir að stíga á viðkvæmar tær. Ég er búinn að fylgjast með honum síðan ég keypti "Like a surgeon" árið 1984... glöggir lesendur eða minnugir vita sennilega hvaða lagi Al sneri þar yfir á skurðlækna.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


Vönduð vinnubrögð

 Clapton

Ég fór nú ekki að sjá Clapton því hann hefur ekki náð að heilla mig kallinn, þó hann hafi átt ágætisspretti inn á milli.  Kannski mistök, ég veit það ekki.

Nýlega kom út ævisaga hans í þýðingu Orra Harðarsonar og mun að sögn vera hin áhugaverðasta lesning. Þýðingin ku víst líka vera nokkuð góð bara en á heimasíðu Dr. Gunna rakst ég þessa mynd af saurblaði bókarinnar sem er víst það eina sem Orri skipti sér ekki af fyrir útgáfuna. Þrjár hroðvirknisvillur á einni síðu, er eitthvað sem bókaútgáfa með snefil af sjálfsvirðingu vill ekki láta sjást.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Um 12.000 hlýða á Clapton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The tide is high

Hér er hljómsveitin Blondie með lagið The tide is high frá árinu 1980. Lagið kom fyrst út með hljómsveitinni The Paragons frá Jamaíka árið 1967 og er samið af John Holt söngvara sveitarinnar. Lagið varð vinsælt meðal ákveðinna hópa innflytjenda á Bretlandi þegar það kom út árið 1971. Fáir aðrir tóku eftir því fyrr en Blondie tók það upp á sína arma árið 1980 eins og fyrr sagði. Í þeirra flutningi varð það gríðarvinsælt og er orðið klassískt popplag í dag.

Aðrir sem hafa gert lagið vinsælt í eigin meðförum eru leikkonan Billie Piper, þekktust úr Dr. Who og þáttunum um glaðbeittu gleðikonuna Belle de Jour, og Atomic Kitten sem komu The tide is high á topp brezka vinsældalistans árið 2002. Minni spámenn sem hafa gefið út þetta ágæta lag eru Sinitta, Top of the poppers og Nydia Rojas sem gaf út spænska útgáfu nefnda La numero uno.

Upprunalega útgáfan með The Paragons verður flutt í laugardagsþætti Útvarps Sögu milli kl. 13 og 16 í dag 2.ágúst.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.

 


mbl.is „Brosin eru óteljandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég varð að smella þessu á eftir

Hér er það Robbie Wiliams sem leikur sér með lag Stephens TinTin Duffy, Kiss me. Bráðskemmtilegt.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


Munið þið eftir þessu - Stephen "Tin Tin" Duffy

Stephen Anthony James Duffy er fæddur í Birmingham á Englandi 30.maí árið 1960. Hann stofnaði hljómsveit ásamt félaga sínum John Taylor og vini hans Nick Rhodes seint á áttunda áratugnum. Árið eftir að Duffy yfirgaf sveitina sló hún rækilega í gegn, hún heitir Duran Duran.

Þetta lag gaf hann út árið 1985, og það eru ábyggilega margir sem muna eftir því. Það heitir Icing on the cake og var gríðarlega mikið spilað það sumarið. Lagið kom út í kjölfar hins vinsæla Kiss me og endaði í 14. sæti breska vinsældalistans í júní þetta ágæta sumar. Næsta smáskífulag TinTins á var svo Unkiss that kiss sem rifjar örugglega upp góðar minningar hjá mörgum.

Hann hefur stússað heilmikið í tónlist síðan þetta var, hefur meðal annars skrifað slatta af lögum fyrir hin ofurvinsæla Robin Williams, meðal annars lagið Radio.

En hoppum rúm 20 ár aftur í tímann, látum okkur vaxa sítt að aftan og smellum risastórum herðapúðum í jakkana okkar.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


Uppáhaldslag Heiðdísar Hörpu

Hún er nýorðin sjö ára og kyrjar þetta daginn út og inn. Hún fer merkilega rétt með textann meira að segja.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


Lagið um hana Júlíu

Myndbandið er byggt á klippum úr kvikmyndinni The man who fell to Earth sem David Bowie lék í við góðar undirtektir árið 1976. Í myndinni léku á móti Bowie meðal annarra Rip Torn sem við þekkjum úr myndunum um Svartklæddu mennina og Candy Clark sem margir muna eftir úr American Graffiti og The Blob (ekki The Blog) frá árinu 1988. Lagið er b-hlið lagsins Day-in-day-out af plötunni Never Let me Down, sem spekingar segja að sé allra versta plata Bowies. Mér fannst þetta fínt lag á sínum tíma og skildi ekkert í af hverju það var ekki á stóru plötunni, en maður skilur ekki alltaf hvað annað fólk er að hugsa. Sem betur fer.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


Mexíkanska snót - Smokie

Þetta er eitthvað svo skelfilega krúttlegt. Eða bara fallegt. Nostalgískt. Njótið bara út í æsar. En mikið er Chris Norman líkur Martin Short. Ég bara var að taka eftir þessu ...

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband