Vönduð vinnubrögð

 Clapton

Ég fór nú ekki að sjá Clapton því hann hefur ekki náð að heilla mig kallinn, þó hann hafi átt ágætisspretti inn á milli.  Kannski mistök, ég veit það ekki.

Nýlega kom út ævisaga hans í þýðingu Orra Harðarsonar og mun að sögn vera hin áhugaverðasta lesning. Þýðingin ku víst líka vera nokkuð góð bara en á heimasíðu Dr. Gunna rakst ég þessa mynd af saurblaði bókarinnar sem er víst það eina sem Orri skipti sér ekki af fyrir útgáfuna. Þrjár hroðvirknisvillur á einni síðu, er eitthvað sem bókaútgáfa með snefil af sjálfsvirðingu vill ekki láta sjást.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Um 12.000 hlýða á Clapton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Orri hefur ekki komið nálægt þessu, svo vel þekki ég hann.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.8.2008 kl. 17:33

2 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Markús nú er ég þónokkuð bit á þér heldur með Val. Samt líkar þér ekki við Eirík Clapton.

Smá FIMM aura(jafnvel bara 3 aura)húmor.

Eiríkur Harðarson, 9.8.2008 kl. 18:00

3 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Jenný. ei það mun vízt rétt vera að Orri á ekkert í þessu saurblaði. Eiríkur, Eric Clapton er svosem ágætur. Seisei, já.

Markús frá Djúpalæk, 9.8.2008 kl. 19:57

4 identicon

Er þetta ekki bara Fjölvabragur einhver? Þeir tóku við Dagskrá vikunnar sem var fyndin en varð skömmu eftir leiðinleg og full af engu nema auglýsingum frá þeim sjálfum.

Hlín (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband