Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Að eiga fyrir salti í grautinn

Það er ábygglega fínt að hafa um tvær milljónir fyrir utan skatta hvern einasta dag ársins. Hér er listi yfir 10 tekjuhæstu bankamenn landsins.

Hafa skal í huga að tekjur þessara manna eru ekki eingöngu launagreiðslur heldur einnig skattskyldur hagnaður af kaupréttum sem þeir hafa fengið hjá sínum bönkum.

1. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings 741,6 milljónir
2. Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis 516 milljónir
3. Friðrik Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Straums-Burðaráss 373,2 milljónir
4. Steinþór Gunnarsson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans 354 milljónir
5. Lárus Welding, forstjóri Glitnis 318 milljónir
6. Jón Diðrik Jónsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis á Íslandi 296,4 milljónir
7. Baldvin Valtýsson, Landsbanknum í London
8. Guðmundur Örn Þórðarson, framkvæmdastjóri Property Group í Danmörku 268,8 milljónir
9. Jón Kristinn Oddleifsson, Landsbankanum 258 milljónir
10. Tómas Kristjánsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis 256,8 milljónir

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.



mbl.is Með 62 milljónir á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími til kominn

 Kofi

Það má búast við að hún komi og myndi húsið mitt. Ég hygg ég muni taka vel á móti henni, bjóða henni inn og leyfa henni að mynda stássstofuna og bókastofuna. Jafnvel eldhúsið og marmaralögð salernin.  Að ógleymdri sundlauginni og sánunni.

Ég læt fylgja með mynd sem ég tók sjálfur svo fólk geri sér grein fyrir hve mikilvægt er að mynda hús eins og mitt í þessu samhengi, muninum á ríkum og fátækum á Íslandi.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Hús ríkra og fátækra á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband