Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Ha jú, ég!

Ónei mein gott. Ég var að horfa á upptöku - gamlan útdrátt úr lottóinu og þar komu upp tölurnar mínar! Ég hélt í örfáar mínútur að ég hefði unnið allan heila helvítis pottinn....

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins


mbl.is Sexfaldur lottóvinningur gekk ekki út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei má maður sleppa Halldóri E úr augsýn

Svakalegt þegar svona tíðindi berast úr miðborg Reykjavíkur, en það er ekki að sökum að spyrja að félagi minn Halldór E lendir í miðri hringiðunni um leið og honum er hleypt út úr stúdíói á Útvarpi Sögu.

http://www.dv.is/frettir/2008/8/9/bin-laden-i-hnifabardaga-hverfisgotu/

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.

 


Vönduð vinnubrögð

 Clapton

Ég fór nú ekki að sjá Clapton því hann hefur ekki náð að heilla mig kallinn, þó hann hafi átt ágætisspretti inn á milli.  Kannski mistök, ég veit það ekki.

Nýlega kom út ævisaga hans í þýðingu Orra Harðarsonar og mun að sögn vera hin áhugaverðasta lesning. Þýðingin ku víst líka vera nokkuð góð bara en á heimasíðu Dr. Gunna rakst ég þessa mynd af saurblaði bókarinnar sem er víst það eina sem Orri skipti sér ekki af fyrir útgáfuna. Þrjár hroðvirknisvillur á einni síðu, er eitthvað sem bókaútgáfa með snefil af sjálfsvirðingu vill ekki láta sjást.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Um 12.000 hlýða á Clapton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enneinn

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Engin þjóðarsátt um eldsneytisverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott mynd - flinkir ljósmyndarar

ReykjavikVigdis 

Það er gaman að sjá hvað Lára hefur næmt auga fyrir myndbyggingu, andstæðum og litum. Ég er sannfærður um að við eigum eftir að sjá meira til hennar á komandi árum.

Myndina sem fylgir þessarri færslu rakst ég á á www.flickr.com, hún er tekin af ljósmyndara sem kallar sig Dísina og er fyrir minn smekk alveg rosalega flott, dulúðug og töfrandi á sinn dimma hátt. Það er gaman að sjá andstæðurnar, borgina ljósum prýdda, iðandi af lífi undir dimmum og drungalegum himni og í fjarska býr örlagavaldurinn, fjallið sem er margfalt eldra og vitrara en við, þessar örsmáu lífverur, sem lifum og hrærumst í borginni.

Með Dísinni er án efa kominn fram annar ljósmyndari sem við Íslendingar eigum eftir að stæra okkur af í framtíðinni.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.

 


mbl.is Vann verðlaun í ljósmyndakeppni SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Málfrelsi í öllum sínum myndum virðist fara illa fyrir brjóstið á þeim Moggamönnum þessa dagana. Það tók þá ekki langan tíma að rjúfa tengingu við fréttir hjá mér og frænda mínum Jakobi J. Jónssyni, www.jakob.blog.is . Báðar færslurnar snerust um virðingu fyrir réttinum til að tjá sig, mannréttindum sem fólk hefur látið líf sitt fyrir til að öðlast. En nei. Moggamönnum er alveg sama. Og nú krefst ég þess að fá að vita hve margir þurfa að kvarta yfir færslu til að Moggamenn sjái sig tilneydda til að loka á hana, eru það 3, 30 eða 300? Mér finnst lágmarkskrafa að bloggarar fái að vita hve háu verði  mannréttindi eru seld hérna?

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Ætla að ákæra Musharraf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bleikt....?

Ætli flestum myndi ekki bregða ef svona vera kæmi að manni útúr myrkrinu, ég held meira að segja að friðsemdarmaður eins og ég myndi slá frá sér ef svífandi kæmi annarleg vera íklædd gylltum leggingsbuxum, svörtum hermannaklossum, bleiku ballerínupilsi, bleikum bol og með bleika loðhúfu á höfði.  Ég yrði skelfingu lostinn.

En að öllu gamni slepptu vona ég auðvitað að árásarmaðurinn finnist.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Lýst eftir vitnum að líkamsárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trjóna á toppnum?

 

Smá innsláttarvilla sennilega hjá blaðamanni mbl.is um að Spánverjar trjóni á toppnum. En liðið okkar er ekkert arfaslakt eins og þessar svipmyndir sýna.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.

 


mbl.is Ísland upp um eitt sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða tegund er þetta pakk?

Enn ræðst ritskoðunarpúkinn sem býr í iðrum mbl.is af alefli til atlögu, nú verður fyrir bloggvinur minn og frændi Jakobi J. Jónsson www.jakob.blog.is. Að þessu sinni er glæpur bloggarans að kalla reku spaða. Eða eitthvað í þá áttina. Hann var skammaður fyrir og skipað að eyða athugasemdum sem hann hafði fengið og reyndar skrifað sjálfur, um færslu sem hann hafði gert um blökkumenn. Í færslunni sýndist mér hann vera að gera tvennt; að vitna í staðreyndir, tölfræði um hlutfall glæpamanna úr röðum þeldökkra, og á hinn bóginn að lýsa sínum skoðunum og upplifun á lífinu á heimaslóðum sínum í Trinidad & Tobago hvar fyrirfinnst mikill suðupottur ýmissa kynþátta.  Hvorugt á nokkurn hátt glæpsamlegt en hugnast greinilega ekki hreintrúuðum í röðum stjórnenda mbl.is og blog.is.

Ætli Jakob hefði fengið samskonar gúmoren á latínu hefði honum dottið í hug að skrifa um Færeyinga eða Svía? Eða Borgfirðinga. Ekki var honum gert að eyða kersknislegri athugasemd við færsluna, þar sem ýjað var að hann bæri í hjarta verulega hægrisinnaðar stjórnmálaskoðanir, nazisma. Hugsanlega skildist athugasemdin ekki því hún var á ensku. Eða kannski er þetta eins og svo oft áður spurningin um Jón og frænda hans sérann sem fá hreint ekki sömu meðferðina. Hvað veit ég?

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Obama hefur forskot
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

The tide is high

Hér er hljómsveitin Blondie með lagið The tide is high frá árinu 1980. Lagið kom fyrst út með hljómsveitinni The Paragons frá Jamaíka árið 1967 og er samið af John Holt söngvara sveitarinnar. Lagið varð vinsælt meðal ákveðinna hópa innflytjenda á Bretlandi þegar það kom út árið 1971. Fáir aðrir tóku eftir því fyrr en Blondie tók það upp á sína arma árið 1980 eins og fyrr sagði. Í þeirra flutningi varð það gríðarvinsælt og er orðið klassískt popplag í dag.

Aðrir sem hafa gert lagið vinsælt í eigin meðförum eru leikkonan Billie Piper, þekktust úr Dr. Who og þáttunum um glaðbeittu gleðikonuna Belle de Jour, og Atomic Kitten sem komu The tide is high á topp brezka vinsældalistans árið 2002. Minni spámenn sem hafa gefið út þetta ágæta lag eru Sinitta, Top of the poppers og Nydia Rojas sem gaf út spænska útgáfu nefnda La numero uno.

Upprunalega útgáfan með The Paragons verður flutt í laugardagsþætti Útvarps Sögu milli kl. 13 og 16 í dag 2.ágúst.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.

 


mbl.is „Brosin eru óteljandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband