Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Virðing

Þeir Salman Tamimi formaður félags múslíma á Íslandi og Bjarni Randver Sigurvinsson guðfræðingur voru í viðtali hjá mér í síðdegisútvarpinu á Sögu í dag. Þeir ræddu fram og til baka um þessar myndbirtingar og voru báðir þeirrar skoðunar að grín sem ekki væri fyndið og eingöngu til þess gert að særa verðmætustu tilfinningar þeirra sem grínið beindist að væri í raun og veru ekkert grín.

Það var einnig greinilegt á máli þeirra að þeir voru mjög á móti ofbeldishótunum þeirra sem ekki finnst þetta fyndið. Enda er það nú þannig að flestir vilja bara fá að lifa í friði og spekt án mikilla átaka, þannig er mannfólkið bara hvort sem það býr á Íslandi eða í Afganistan.

Þeir sögðu frá samstarfshópi allra trúfélaga á Íslandi sem stefnir að því að auka víðsýni milli þeirra, með ýmsum hætti þar á meðal með því að láta forystumenn félagana kynnast innbyrðis og með því draga úr hugsanlegum erjum þeirra á milli. Einnig reifuðu þeir nokkrar hugmyndir sem uppi eru til að koma skilaboðum út í samfélagið um að trúfélög geti unnið saman og lifað saman en þurfi ekki að standa í erjum sín á milli.

Þeir veltu fyrir sér fjölmenningarsamfélaginu og framtíð þess ásamt mörgu öðru áhugaverðu.

Þessi þáttur verður endurtekinn á Útvarpi Sögu eftir miðnætti og svo aftur um helgina. Þá sem hafa áhuga á þessum málum hvet ég til að reyna að ná endurtekningunni.


mbl.is Endurbirtingu skopmynda mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kallanginn...

0cuffs..ég kunni nú ekki við annað en bjóða manngarminum inn og hella upp á kaffi fyrir hann og bjóða upp á kleinur. Hann bankaði upp á kaldur og hrakinn með snærisspotta um ökklann og sagðist hafa dottið óvart út um glugga og villst í framhaldi af því alla leið upp í Mosfellssveit, greinilega ringlaður eftir höfuðhöggið sem hann fékk við fallið úr glugganum. Hann röflaði eitthvað um afmælið sitt meðan hann maulaði kleinurnar og spurði svo hvort hann mætti ekki bóna bílinn minn. Skrýtið hvað höfuðhögg geta ruglað menn í ríminu.

Ég verð nú samt að viðurkenna að ég mér brá svolítið þegar ég heyrði í þyrlu í bakgarðinum og sírenuvæl framan til, rétt í þann mund að húsið fylltist af reyk og augu mín og gestsins af tárum.

Hvað með það þó maður bjóði upp á kleinur og kaffisopa?


mbl.is Annþór kominn í leitirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá fordómar og örfáar stafsetningarvillur ...

0polverjar

Jahú píanónámskeiðið hafið en...

.....annað hvort er ég lesblindur eða með kynlíf á heilanum. Ég var að byrja á píanónámskeiði og það gengur bara fjandskoti illa, t.d. þurfti ég að spila þetta í gær: 

0piano2


Valentínusardagur - eða hvernig sambandið breytist

Séð frá sjónarhóli konunnar:

Fyrstu sex mánuðirnir í sambandi:
- Nærfataskipti eru það sem lífið snýst um; það er bráðnauðsynlegt að skipta um nærföt a.m.k. kvölds, morgna og miðjan dag. Og alltaf að vera í pínulitlum, gegnsæjum sexý nærfötum. Sexý, gegnsæ náttföt gera líka sitt gagn.
- Sturtur eru möst a.m.k. einu sinni eða tvisvar á dag. Krem með alls konar örvandi lykt eru líka mikilvæg og háreyðing af einhverri sort á ýmsum stöðum líkamans þarf helst að fara fram daglega.
- Þarf að passa mataræðið, svo að ekki komi óæskileg búkhljóð eða lykt frá manni. Að kúka (afsakið óheflað orðbragðið, en þetta er nú eitthvað sem við gerum öll) eða leysa vind er bara eitthvað sem maður neitar sér um þessa mánuði.
- Svefn???? Hann er fyrir aumingja og lík. Það er hægt að sofa eftir dauðann. Næturnar eru fyrir æsilega ástarleiki og ef þú vaknar ekki með blóðhlaupin augu á hverjum morgni þá ertu einfaldlega ekki að stunda nóg kynlíf. Kynlíf - á þessu stigi sambandsins - er líka óbrigðul lækning við höfuðverk.
- Sögur um inngrónar táneglur eða þegar kúplingin bilaði verða allt í einu endalaust skondnar og skemmtilegar. ,,Tíhíhíhí"-hláturinn er líka ómissandi í upphafi sambands.
- Sjálfstæðar skoðanir eru óæskilegar. ,,Æi, gullið mitt, mér er alveg sama hvað við borðum, þhúú bara ræður...Pizza? Jú, það væri dásamlegt...tíhíhíhí"

Næstu sex mánuðir :
- Fjárinn, það hlýtur nú að vera nóg að skipta um brjóstahaldara annan hvern dag. Nærfötin þurfa heldur ekkert endilega að vera samstæð eða sérlega sexý.
- Óhóflegar sturtuferðir fara illa með húð og hár og þessi helvítis krem kosta haus og hönd. Nota þau bara ef eitthvað sérstakt stendur til. Háreyðingarframkvæmdir eru sosem ágætar en ekki fyrr en broddarnir eru farnir að pirra mann eitthvað að ráði.
- Allt í lagi að láta eina og eina vindlosun bara flakka - maður roðnar kannski og skammast sín smá - en þetta er nú bara eðlilegur þáttur í líkamsstarfsemi.
- Svefn er góður. Hvað er líka að því að stunda kynlíf á laugardögum og kannski stundum á þriðjudögum? Svo er ég líka með hausverk...
- Æi, á enn einu sinni að fara að segja leiðindafrægðarsögur af kúplingum og bílaviðgerðarreddingum. ,,Tíhíhíhí"-hláturinn víkur óðum fyrir þreytulegu ,,Haha-i."
- Pizza - enn og aftur?!?!? Ég hef nú kannski líka einhverjar skoðanir sjálf, þakka þér!!!

Eftir árið:
- Hvað varð eiginlega um þægilegu, hvítu bómullarömmunærbuxurnar? Þessar með slitnu teygjunni? Flegnir toppar, sexý nærföt og stutt pils mjakast smám saman aftar í fataskápinn og víkja fyrir ömmufötum, treflum, loðnum inniskóm, lopapeysum og jogginggöllum.
- Sturtur? Ha,jú, jú - en bara ef það er komin lykt. Krem eru alger óþarfi og ilmvötn líka. Bara smásvitalyktareyðir og málinu reddað! Háreyðing ?? Rakstur?? Huh, hvað er eiginlega að því að vera bara eins og maður kom af trjánum??
- Ekki vera fyrir, karlugla, ég þarf að......
- Viltu kynlíf?? Aftur?? Gerðum við það ekki bara hérna um daginn sko? Þarna á laugardaginn fyrir tveimur vikum? Er líka svoldið þreytt, langar eiginlega að lesa bara og fara svo að sofa... Já, í bómullarflannelnáttfötunum mínum!
- Ó, á að fara að tala eitthvað? Heyrðu, ég er eiginlega að lesa og svo er þáttur á eftir í sjónvarpinu... Þekkirðu annars ekki einhvern ofsalega heimskan og minnislausan sem þú getur deilt kúplingarsögunni með???
- PIZZA!!!! Heyrðu, farð þú bara í pizzu með strákunum, ég fæ mér eitthvað annað.... við hittumst svo bara seinna í kvöld...kannski...


Veitir ekki af

En ... oh... pirr.
mbl.is Mikill viðbúnaður á sjúkrahúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erum við ekki aðeins að missa okkur?

0metropolisSíðast þegar ég vissi vorum við um 300.000 talsins, íslendingar. Það er ekkert að því að vera með háleitar hugmyndir, en þær þurfa kannski að vera raunhæfar. Það er verið að byggja risavaxin skrifstofuskrýmsli um allt höfuðborgarsvæðið og mér er satt að segja til efs að það takist að finna fólk og fyrirtæki til að fylla alla þá fermetra sem í boði eru og verða.

Kannski er það hægt, en ojojoj mér finnst þetta tú möts.


mbl.is Smáratorg rifið og háhýsi byggt í staðinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snillingurinn

0BowieImanDavid Robert Jones er fæddur árið 1947, þann 8. janúar nánar tiltekið. Sama dag og Elvis Presley og André Bachmann. Hann hefur verið viðriðinn tónlist jafnlengi og ég hef verið til, og hefur komið víða við í tónlistarsköpun sinni. Hann hefur aldrei verið hræddur við að prófa eitthvað nýtt og yfirleitt verið á undan sinni samtíð í tónlistarsköpun, og aldrei látið segja sér hvernig hann á að gera hlutina.

Hann er kvæntur sómölsku ofurfyrirsætunni Iman, en í upphafi ferilsins og langt fram á 9. áratuginn voru menn eitthvað að velta fyrir sér kynhneigð kappans. Enda gerði hann dálítið út á það að vera ekki eins og fólk er flest (eða var flest á þeim tímum).

Árið 1966 breytti hann nafni sínu því margir rugluðu honum saman við Davy Jones úr The Monkees. Nafnið Bowie varð fyrir valinu í höfuðið á hetjunni Jim Bowie sem barðist í orrustunni um Alamo. 

David Bowie hefur haft gríðarleg áhrif í sköpun sinni og hefur til allrar hamingju mjög sjaldan misst flugið. Snemma á ferlinum var hann á sömu línu og margir ungir menn á hans tíma, samdi beat tónlist og söng blús. Það var svo árið 1969 að hann öðlaðist frægð með laginu um majórinn Tom sem fór í geimferð; Space Oddity. Áttundi áratugur síðustu aldar einkennist af ákveðinni tilraunastarfsemi og hlutverkaleikjum. Þá urðu líka einhverjar bestu plötur tónlistarsögunnar til, eins og glamrokk platan um Ziggy Stardust, Soul platan Young Americans og Berlinarsnilldarverkin Low og Heroes.  Ég gæti auðvitað talið upp allt sem hann gerði á þessum tíma, því að mínu mati ber hvergi skugga á, alveg frá Hunky Dory frá 1971 til Ashes to Ashes frá 1980.  Reyndar er dálítið merkilegt að segja frá því að David Bowie sjálfur segist muna mjög lítið hvað hann var að gera á þessum tíma, sökum eiturlyfjavímu, en honum tókst sem betur fer að koma sér upp úr því.

Sumir hafa haft horn í síðu diskóplötunnar Let´s dance sem út kom 1983 sem Bowie vann að ásamt Nile Rodgers úr diskósveitinni Chic. Þó svo að platan sé kannski ekki með hans bestu verkum seldist hún gríðarlega vel og olli því að miklu fleiri kynntust meistara Bowie en ella hefði kannski orðið. Í kjölfar Let´s dance komu svo Tonight og Never let me down sem út kom 1987. Sumir segja að sú plata sé hans lélegasta en aðrir að þar sé vanmetnasta verk David Bowie á ferð.

Á þeim rúmu tveimur áratugum síðan sú plata kom út hefur hann gert eitt og annað í tónlist, án þess að ná kannski sömu hæðum í vinsældum og á níunda áratugnum, en hann hefur alltaf notið mikillar virðingar, einkum kannski fyrir að þora að prófa alltaf eitthvað nýtt. Það sýnir tildæmis rokkbandið Tin Machine sem starfaði á árunum 1989 til 1991 og sú staðreynd að engin af plötum hans frá 10. áratug síðustu aldar er eins. Þar gælir hann við raftónlist, jungle og drum´n´bass og fleira með ljómandi fínum árangri. Svo má ekki gleyma því að hann fyllti Laugardalshöllina árið 1996 og myndi án efa gera það aftur ef hann kæmi í heimsókn.

Seinasta plata Bowies kom út árið 2003, og heitir Heathen. Í kjölfar útgáfunnar fór hann í tónleikaferð sem varð reyndar styttri en ætlað hafði verið því kappinn þurfti að gangast undir minniháttar hjartaaðgerð um mitt ár 2004. Hann kennir þetta miklum reykingum og löngum ferðalögum. Hann virðist nú hafa náð sér ágætlega eftir þetta en hefur eins og fyrr sagði ekki gefið út stóra plötu síðan árið 2003. Hann hefur unnið með mörgum listamönnum síðan þetta var, tók til dæmis lagið á sviði með hljómsveitinni Arcade fire og með söngkonunni Aliciu Keys svo einhverjir listamenn séu nefndir. Hann söng tvö lög á tónleikum með David Gilmour úr Pink Floyd, og var annað þeirra Arnold Layne gefið út á smáskífu árið 2006.

Nú hefur hann ákveðið að aðstoða sönkonuna Scarlett Johanson og það er óneitanlega áhugavert að sjá og heyra niðurstöðuna úr því, enda verða flest lögin eftir annan snilling, Tom Waits.


mbl.is Bowie hjálpar Scarlett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fljúga menn í París?

0framtidKannski eru þeir komnir með flugbíla, enda 21.öldin upp runnin.
mbl.is Flugi í París aflýst vegna verkfalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nöldur

ÓK ÚT í ELLIÐAÁ 

Ungur ökumaður á leið austur Bústaðaveg í Reykjavík ók fólksbíl þvert yfir Reykjanesbrautina, ók út af veginum og fór beint af augum niður í Elliðarárdalinn og endaði bílferðin ofan í Elliðaá.

Auðvitað er hræðilegt að úti í umferðinni sé fólk sem er svo ölvað að það sér ekki mun á vegi og á. En það er líka pínu hræðilegt að á ritstjórn Morgunblaðsins skuli starfa fólk sem heldur að Elliðaár heiti Elliðaá.

Smá nöldur.


mbl.is Ók út í Elliðaá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband