Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Hvert verður framlag Íslendinga í Eurovision 2008?

0palli0sverrirFramlag íslendinga í Eurovision verður valið í Laugardagslögunum næstkomandi laugardagskvöld. Eins og vanalega hafa allir skoðun á keppninni, og hvaða lag er best til þess fallið að keppa í þessarri söngvakeppni allra söngvakeppna.

En hver sem verður fyrir valinu verðum við öll meira og minna spennt fyrir keppninni.

Til að ræða málin fæ ég Sverri Stormsker og Pál Óskar til að spjalla, í síðdegisútvarpinu á Sögu milli kl. 16 og 18 á m orgun. Þeir verða hressir!


Tilhlökkunarefni

Það verður gaman að geta flogið til annarar hvorrar borgarinnar og skotist til hinnar á tveimur og hálfri klukkustund... hlakka til!


mbl.is Háhraðalest frá Madríd til Barcelona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmenning - fjörmenning!

0fasturÞessi er alveg í anda fjölmenningarsamfélagsins sem er að verða til á Íslandi:

Tveir íslendingar eru úti í sveit að aka og sjá bíl fastan úti í kanti. Þeir ákveða að hjálpa og fara út úr bílnum.
Í fasta bílnum sitja tveir útlendingar en íslendingarnir kunna lítið í ensku en tekst að spyrja: Dú jú vant help? Útlendingarnir svara No no this is ok.
Íslendingarnir vilja samt ólmir hjálpa, gefa sig ekki og segja: Jes ví help jú. Útlendingarnir: No no this is ok. Íslendingarnir: Jes jes nó vesen - ví help jú. Þeir ná í reipi í bílinn sinn til að freista þess að draga bílinn - í versta falli að ýta honum upp á vegkantinn aftur.
Útlendingarnir: What are you gonna do?
Íslendingarnir: First ví reip jú - Þen ví ít jú.


Ekki ...

0peepingtom...frétt. Hvað kemur okkur þetta við? Mér finnst það bara vera persónulegt einkamál þessa fólks hvað það var að gera saman inni á einhverju hótelherbergi. Vildi einhver í alvöru vera undir svona smásjá?
mbl.is Diaz ekki lengur á lausu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig er með birgðir??

0bensinlausYfirleitt hefur reyndin verið sú að þegar olía lækkar á mörkuðum eru allt í einu til svo ógurlega miklar birgðir eldsneytis í landinu að ekkert svigrúm er til lækkana. Nú hækkar eldsneyti á mörkuðum og íslensku olíufélögin dansa með, á hverjum degi í takt við hækkunina. Eru þá engar birgðir í landinu og nýjar sendingar að koma á hverjum degi, eða eru olíufélögin að borga af síðustu sendingum á hverjum degi á nývirði hvers dags? Ég bara spyr, því ég get engan veginn skilið þessar endalausu hækkanir hérna heima.

Og hvenær ætlar ríkisstjórnin að lækka álögur sínar á þessa nauðsynlegu dropa? Eða er kominn tími til að við tökum höndum saman og hættum að nota ökutækin okkar? Mér var að detta eitt í hug sem gæti reyndar valdið þeim sem það framkvæma ákveðnum vandræðum og útgjöldum. Það væri að keyra þangað til bíllinn verður eldsneytislaus og skilja hann bara eftir þar sem hann stendur. Þetta gæti hundvirkað ef nógu margir þora að taka þátt í þessu. En eins og ég sagði - þá getur þetta kostað vesen.

En kannski viljum við bara vera laus við vesen og láta allt yfir okkur ganga...


mbl.is Bensínverð aldrei verið jafnhátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rammfalskt...

0ABBAWaterloo...samt skemmtilegt. Ég hef nú lúmskan grun um að þjóðarsálin, hvaða fyrirbæri það svosem er, sé búin að ákveða að þetta lag beri sigur úr býtum á laugardaginn kemur. Og ef ekki Hey hey hey þá gæti hugsanlega sjómannalag þeirrar Doktoranna, Spock og Gunna unnið. Þriðja lagið sem virðist vera í uppáhaldi er svo lagið með Júróbandinu. Þessi þrjú eru sennilega líka þau lög sem eru nógu skrýtin, eða nógu 21.aldar-eurovision-leg til að ná athygli þeirra sem greiða að lokum atkvæði í stóru keppnunum. Svo má auðvitað lengi deila um það hvort það séu betri lög í keppninni, sem eigi frekar skilið að hafa sigur. Það skiptir bara ekkert alltaf máli.

Næstkomandi föstudag 22.febrúar mun ég verða með Eurovision upphitun í síðdegisútvarpi Útvarps Sögu. Þangað koma góðir gestir og spá í niðurstöðurnar á laugardaginn, við stiklum á stóru í þátttökusögu okkar Íslendinga sem hófst 1986 með Gleðibankanum, og síðar með lögum eins og Sókrates, Eitt lag enn, Nínu, Núna, Minn hinn hinsti dans, All out of luck, Congratulations og Valentine's lost. Við ætlum líka að spá í möguleika okkar í keppninni og ef tími vinnst til fá hlustendur að greiða atkvæði um hvaða lag þeir vilja sjá áfram fyrir Íslands hönd.

Megi sigurstranglegasta lagið vinna!


mbl.is Hey Hey Hey heillar útgáfurisann EMI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Röggsöm...

..ábyggilega, en stendur eitthvað til að hún verði borgarstjóri?
mbl.is Flestir vilja Hönnu Birnu sem borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beltin geta bjargað

0BMWÉg hef ekki haft mikla lyst á að blogga um umferðina, en stundum brestur mann þolinmæðina. Það sem hér um ræðir er hræðilegt slys sem við öll ættum að láta kenna okkur ákveðna lexíu. 

Þannig var að bíl var ekið á miklum hraða á hús við Vesturgötu á Akranesi rétt fyrir klukkan þrjú í gær. Tveir ungir menn, á átjánda aldursári voru í bílnum. Þeir voru báðir fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi en að sögn lögreglu voru þeir báðir meðvitundarlausir þegar að var komið og meiðsl þeirra talin alvarleg.

Annar mannanna var fluttur til Reykjavíkur og liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landsspítala háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Hinn var fluttur á sjúkrahús á Akranes, er með meðvitund og líðan hans er ágæt eftir atvikum. Í Skessuhorni kemur fram að bílnum hafi verið ekið á miklum hraða upp Vesturgötu en þar hafi ökumaður misst stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún hafnaði á húsvegg. Höggið var svo þungt að hluti veggjar og gluggi á jarðhæð hússins þeyttust inn. Enginn var í þessum hluta hússins þegar ákeyrslan var, en þar er svefnherbergi. Bíllinn er gjörónýtur. Vitni sem Skessuhorn ræddi við og statt var í nærliggjandi götu sagði að höggið hafi verið svo mikið að hann hélt að sprenging hafi orðið í húsinu.

Samkvæmt því sem sagt var í fréttum Bylgjunnar í morgun voru ungu mennirnir ekki í öryggisbeltum. Á mynd af bílnum sem fylgdi fréttinni víða sést greinilega að loftpúðar sprungu út, sem þýðir að hefðu piltarnir verið í öryggisbeltum hefðu þeir ekki slasast eins alvarlega og raun ber vitni. Loftpúðarnir einir og sér bjarga engu, þeir eru hugsaðir til að vinna með öryggisbeltum bifreiða til þess að minnka líkamstjón.

Ungu fólki nú, eins og oft áður virðist finnast það töff að vera ekki í öryggisbeltum. Nú er lag að reyna að koma því inn að það sé töff að nota þau! Allavega miklu meira töff en að vera örkumla eða andaður!


Þriðji fóturinn...

... nema að risa-þúsundfætla hafi drepist einhvers staðar á þessum slóðum og fæturna sé að reka á land....


mbl.is Þriðja fótinn rekur á land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur farið fé betra?

0castroogcoFidel Alejandro Castro Ruz  forseti Kúbu og einræðisherra fæddist 13. ágúst 1926 og er því á 82. aldursári. Hann gerði byltingu á eynni Kúbu í Karíbahafi, ásamt Che Guevara og fleirum, sem lauk í janúar árið 1959. Hann var gerður að forsætisráðherra Kúbu 18. febrúar sama ár. Eftir að stjórn Kúbu tók ýmis fyrirtæki eignarnámi varð strax kalt milli Kúbu og Bandaríkjunum.  Kúba hallaði sér  þá að Sovétríkjunum og undirritaði olíukaupasamning við þau 1960. Smám saman varð til mikið flokksræði á Kúbu þar sem komið var á samyrkjubúum í landbúnaði, land tekið eignarnámi og iðnaður var þjóðnýttur.

Viðskiptabann Bandaríkjanna á Kúbu hefur gilt frá 1962 í kjölfar þess að Castró lýsti eyna sósíalískt ríki, afnam kosningar og fleiri lýðréttindi. Það ákvað hann í kjölfar tilraunar Bandaríkjamanna til innrásar á Svínaflóa, sem mistókst gjörsamlega. Viðskiptabannið hefur verið fordæmt á alþjóðavettvangi, en er samt enn við lýði.

Strax eftir að Castro tók við völdum  lét hann taka helstu stuðningsmenn forvera síns, einræðisherrans Batista,af lífi. Talið er að um sé að ræða allt að  600 manns. Á sjöunda áratugnum þúsundir manna teknir af lífi af stjórnmálaástæðum á Kúbu og um 30 þúsund fangelsaðir fyrir stjórnmálaskoðanir sínar. Fljótlega eftir valdatöku Castros voru settar upp vinnubúðir, þar sem þrjú þúsund stjórnmálafangar voru vistaðir. Talið er, að samtals hafi í stjórnartíð Castros um 100 þúsund Kúbverjar setið í fangelsi eða vinnubúðum og milli 15 og 17 þúsund manns verið teknir af lífi vegna stjórnmálaskoðana sinna. Fyrsta stjórnarár Castros flýðu um 50 þúsund manns land, aðallega menntamenn, læknar, lögfræðingar og kennarar. Samtals er talið, að um tvær milljónir Kúbverja (af ellefu) séu landflótta erlendis, aðallega í Bandaríkjunum. Á Kúbu varð til stjórnmálalögregla til að hafa gætur á hugsanlegum andstæðingum sósíalistastjórnarinnar, sem stundum var kölluð „Rauða Gestapó“. Útsendarar Castro myrtu ýmsa andstæðinga hans erlendis sem höfðu þó barist með Castro gegn Batista á sínum tíma.

Castro þrengdi frá upphafi mjög að kaþólsku kirkjunni. Í maí 1959 lokaði hann öllum háskólum hennar, og í september sama ár rak hann á annað hundrað presta úr landi. Enn er mjög lítið trúfrelsi á Kúbu. Einnig hafa stjórnvöld verið mjög fjandsamleg samkynhneigðu fólki. Ritskoðun stjórnvalda bitnaði einnig á rithöfundum og skáldum.

Í júlí árið 2006 veiktist Castro alvarlega og lá veikur til 2. desember. Bróðir hans hélt um stjórnartaumana á meðan en í desember tilkynnti Castro að hann væri á ný tekinn við sem forseti. Lítið hefur sést til hans eftir að hann veiktist og oft hafa vaknað spurningar hvort hann væri lífs eða liðinn.

Í dag, 19.febrúar 2008 ákvað hann að segja af sér, eftir að hafa setið í tæp 50 ár á valdastóli. Nú velta menn fyrir sér hvort það verði Raul bróðir hans eða Carlos Large varaforseti sem taki við embættinu af Fidel Castro. Nú er líka spurning hvernig lífsgæði þegnanna verða í kjölfar breytinganna.

Meðfylgjandi mynd sýnir Fidel og Raul Castro ásamt Che Guevara

(byggt m.a. á Wikipediu)


mbl.is Kastró segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband