Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Sex prósent???

LíkamsleitÞað  er magnað og eiginlega ógnvekjandi að 6% þeirra sem leitað var á skuli hafa haft á sér fíkniefni og ekki síður merkilegt að 2% báru sveðjur með sér á djammið. Verður ekki að gera því skóna að eingöngu hafið verið leitað á þeim sem lögreglan taldi grunsamlega, hvernig sem hún fer nú að því að sigta það út. Það er allavega ekki spennandi tilhugsun að geta átt von á því í sárasakleysi sínu við skemmtanahald í miðbænum, að fá yfir sig her lögreglumanna í leitarham. En svona er borgin okkar nú barasta orðin og ef til vill er skárra að leita á 92 saklausum og finna 8 grunaða, en leita á engum. Eða hvað? Úff hvað þetta er orðið erfitt.


mbl.is Sérsveitin og fíkniefnadeildin gerðu átak í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnuljósin og hálfkákið

StefnuljosÉg verð bara að fá að vera með smá nöldur um stefnuljós, þessi ótrúlega þægilegu og einföldu tæki sem með réttri notkun gera umferðina svo miklu þægilegri og skemmtilegri. Mér dettur nú helst til hugar að sumum hafi aldrei verið kenndur tilgangur þessarra ágætu appelsínugulu ljósa sem eru á hverju horni allra bíla. Ótrúlega margir nota þau aldrei, heldur beygja bara í allar áttir án þess að nokkur viti hvað þeir ætla sér, þessum einstaklingum flestum virðist þykja það fremur hallærislegt að brúka þessi ljós. Enn aðrir nota þau EFTIR að þeir hafa tekið beygjuna, og kemur þar hin ríka sagnahefð íslendinga heldur betur í ljós. Svo eru þeir sem nota þessi ágætu viðvörunartæki í miðri beygju, eftir að þeir eru hvort eð búnir að skipta um akrein eða byrjaðir að taka beygjuna inn í næstu götu. Ég skil ekki hugmyndafræðina að baki þeirri notkun, hún tengist örugglega hvorki sagnahefðinni né þeirri algeru leti að nenna aldrei að nota stefnuljósin. Ætli þetta sé hið heimsfræga íslenska hálfkák?

Önnur hönd á titli

..og hin... Ég ætla að vona að Valsstelpur klári málið endanlega í næstu umferð og færi Völsurum heim sanninn um að stelpnaboltinn þarf að fá alla þá athygli sem hann á skilið. Það er ekki ofsögum sagt að stelpurnar hafa staðið sig rosalega vel í sumar og eiga titilinn auðvitað algerlega skilinn. En spyrjum að leikslokum, það er ein umferð eftir og aldrei neitt öruggt fyrr en að öllum leikjum loknum. Þangað til fögnum við þessum flotta sigri í kvöld.
mbl.is ÍR féll úr Landsbankadeild kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neikvæðar auglýsingar

Ekki langar mig til að fara að versla við SPRON. Nú eru þeir að keyra á auglýsingum sem eru svo neikvæðar að þær eru hættar að vera fyndnar og eru komnar í vandræðalega flokkinn. Í þessum auglýsingum er fólk skilið útundan með ýmsa hluti vegna þess að það er ekki í einhverri söfnun hjá Spron. Þvílík endemis vitleysa, þetta er ekki eitthvað sem vekur áhuga á að fara í viðskipti. Hin aðferðin að vera jákvæður eykur auðvitað áhugann viðskiptum, en ekki þessi. Sorry.

Loksins, loksins

Getur maður ekið um á tæki sem er betur gefið en maður sjálfur. Vonandi setja þeir líka búnað sem gefur stefnuljós á réttum tíma og leyfir mönnum ekki að aka þegar þeir hafa fengið sér of marga gráa. Kannski verður líka búnaður sem sendir bílinn í þrif og á benzínstöðina ÁÐUR en hann verður benzínlaus. Að ég tali ekki um búnað sem sér til þess að löglegum hraða sé haldið, ekki sé ekið of nærri næsta bíl og jafnvel búnað sem sér til þess að allir séu með öryggisbeltin spennt. Svo er aldrei að vita að í bílnum verði búnaður sem lætur vita hvenær sé kominn tími til að kaupa sér nýjan bíl. Þá þarf maður ekkert orðið að hugsa um þetta dót. Mikið verður það gaman.
mbl.is Volvo-bílar hafa vit fyrir ökumönnum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af ólinni selur göfug nunna - ann, ungu fögru, les inni lófa

Það má með sanni segja að ástin í nútímanum lætur ekki að sér hæða. Hana má finna út um víðan völl og heimsálfa á milli. Þökk sé internetinu og mjólkurfernum. Það verður spennandi að fylgjast með þessarri óvenjulegu ástarsögu, að ég tali ekki um bíómyndinni sem gerð verður eftir henni.
mbl.is Ástarsaga í kjölfar auglýsingar á mjólkurfernu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er bara eitt til ráða

Að Íslendingar kaupi DR og reddi efnahagnum. Það er líka sérstaklega vel við hæfi að safnast saman á Íslandsbryggju! 
mbl.is Engir fréttatímar á DR vegna verkfalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli verðið hækki?

Ætli íslenzka fánanum verði komið fyrir á mæninum? Ætli danir séu ekki að verða uppgefnir á þessu uppkaupi Íslendinga á öllum merkilegustu stofnunum gamla heimsveldisins?

Ætli sé ekki gaman að eiga svona hótel?


mbl.is Íslendingar kaupa dönsk hótel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af einhverri ástæðu fæ ég bara senda kvenrembubrandara

Hér koma tveir, frekar fyndnir:

A couple is lying in bed. The man says,
"I am going to make you the happiest woman in the world."
The woman replies, "I'll miss you..."

"It's just too hot to wear clothes today," Jack says as he stepped out of the shower, "honey, what do you think the neighbors would think if I mowed the lawn like this?"
"Probably that I married you for your money," she replied.

Og einn í lokin:

Q: What do you call an intelligent, good looking, sensitive man?
A: A rumor




Heyrt í réttarsalnum....

ATTORNEY: Do you recall the time that you examined the body?
WITNESS: The autopsy started around 8:30 p.m.
ATTORNEY: And Mr. Denton was dead at the time?
WITNESS: No, he was sitting on the table wondering why I was doing an autopsy on him!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband