Stefnuljósin og hálfkákið

StefnuljosÉg verð bara að fá að vera með smá nöldur um stefnuljós, þessi ótrúlega þægilegu og einföldu tæki sem með réttri notkun gera umferðina svo miklu þægilegri og skemmtilegri. Mér dettur nú helst til hugar að sumum hafi aldrei verið kenndur tilgangur þessarra ágætu appelsínugulu ljósa sem eru á hverju horni allra bíla. Ótrúlega margir nota þau aldrei, heldur beygja bara í allar áttir án þess að nokkur viti hvað þeir ætla sér, þessum einstaklingum flestum virðist þykja það fremur hallærislegt að brúka þessi ljós. Enn aðrir nota þau EFTIR að þeir hafa tekið beygjuna, og kemur þar hin ríka sagnahefð íslendinga heldur betur í ljós. Svo eru þeir sem nota þessi ágætu viðvörunartæki í miðri beygju, eftir að þeir eru hvort eð búnir að skipta um akrein eða byrjaðir að taka beygjuna inn í næstu götu. Ég skil ekki hugmyndafræðina að baki þeirri notkun, hún tengist örugglega hvorki sagnahefðinni né þeirri algeru leti að nenna aldrei að nota stefnuljósin. Ætli þetta sé hið heimsfræga íslenska hálfkák?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband