Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Skaðræðistól

Það er ekki nóg að fólk sé orðið háð þessu drasli, heldur getur þetta orðið manni að aldurtila langt fyrir aldur fram.

Á maður ekki bara að hætta að nota farsímann?


mbl.is Lést er farsími sprakk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrr frýs í Helvíti!

Þessi færsla kemur málinu kannski ekkert við - og þó .... 

Tveir gaurar frá Íslandi dóu og vakna upp í helvíti.

Daginn eftir tékkar Djöfullinn sjálfur á þeim og sér að þeir sitja í mestu makindum í úlpunum sínum, með vettlinga og húfur og orna sér við eldinn. Djöfullinn spyr þá hvað þeir séu eiginlega að gera? Er ekki nógu heitt í helvíti fyrir ykkur ?

Gaurarnir svara, "Sko, þú veist, við erum frá Íslandi, landi snjós,íss og kulda. Við erum bara ánægðir að fá smá yl í kroppinn."

Djöfullinn ákveður að þeir séu nú ekki að þjást nóg svo hann skrúfar upp hitann.

Morguninn eftir kíkir hann aftur á gaurana tvo og þarna sitja þeir ennþá í úlpum með húfurnar og vettlingana ennþá á. Það er nú ferlega heitt hérna, finnst ykkur það ekki?

Aftur svara gaurarnir því til að þeir komi jú frá Íslandi, landi snjóa, íss og kulda, við erum bara fegnir að fá smá yl í kroppinn !

Það fór nú að fjúka nett í Kölska og hann ákveður að jafna örlítið um þessa tvo gaura. Hann fer og setur hitann á "Fáránlegt". Fólk fer að veina og væla út um allt helvíti. Hann fer svo og kíkir á gaurana tvo frá Íslandi og sér að þeir eru komnir á skyrtuna með upprúllaðar ermar og eru að grilla pylsur og þamba bjór.

Djöfsi verður steinhissa " Allir hérna inni þjást og veina, en þið virðist bara njóta ykkar?"

Já sko, það er svo hrikalega sjaldan að við fáum svona gott veður heima á Íslandi, að við urðum bara að grípa tækifærið og grilla aðeins og súpa á öli.

Alveg óður af bræði, strunsar Djöfsi í burtu og hugsar málið. Að lokum kemst hann að þeirri niðurstöðu að þessir gaurar hafi verið að krókna allt sitt auma líf á Íslandi, þess vegna eru þeir svona kátir yfir öllum hitanum. Djöfullinn ákveður að skrúfa fyrir allan hitann í öllu Helvíti.

Daginn eftir er orðið ískalt í Helvíti og héla og grýlukerti allsstaðar. Fólki orðið svo kalt að það gat varla gert neitt annað en veinað og aumkað sér yfir kuldanum. Tannaglamur yfirgnæði samt að mestu veinin. Djöfullinn glotti með sjálfum sér og fór að kíkja á gaurana frá Íslandi.


Þar eru þeir komnir í úlpuna, húfuna og með vettlingana á sér...en Djöfsa til mikillar furðu, eru þeir að hoppa og öskra Ole ole af mikilli gleði !?

Ég skil ekki, sagði Djöfsi, ég skrúfaði hitann upp úr öllu valdi og þið voruð bara ánægðir og núna er bullandi frost hérna og þið bara öskrandi af gleði?? Hvað í fjárnaum er að ykkur tveim?

Íslendingarnir líta á Djöfsa með spurn í augum, " Ha, veistu það ekki? Ef það frýs í helvíti, þýðir það bara að Íslendingar hafa unnið Dani loksins á Parken!"


mbl.is Pabbar í pössun í Hagkaupum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Charles Thomasson, take II.

David_BowieÆtla að hafa þetta auðvelt, vegna þess hversu áliðið er. Ég hugsa mér mannveru.

Kalli Tomm

0JuneCarterCashÞá er komið að því. Ég hugsa mér manneskju.

Á leið í veislu drottningar

markÉg er viðkvæmur, sköllóttur maður og með staurfót. Ég fékk boð fyrir nokkrum vikum um að mæta í partýið í kvöld hjá drottningunni. Þar sem öll partý hljóta að vera grímuböll ákvað ég að mæta þannig tilhafður en...mér datt enginn grímubúningur í hug, svo ég ákvað að skrifa bréf til búningaleigu einnar og fá hjá þeim tillögur að búningi sem gæti falið á mér skallann og staurfótinn.
Nokkrum dögum seinna fékk ég tölvupóst:

Kæri herra,
Við leggjum til að þú farir sem sjóræningi. Sjóræningjahatturinn kemur til
með að fela á þér skallann og með staurfótinn lítur þú alveg út eins og
sjóræningi.

Mér fannst þetta satt að segja hræðileg móðgun, þar sem þeir höfðu talað um að nýta fötlun mína í búninginn. Þess vegna settist ég niðurog skrifaði frekar harðort kvörtunarbréf til búningaleigunnar. Viku seinna fékk ég svar, annan tölvupóst:

Kæri herra,
Afsakaðu þetta með staurfótinn. Ef við hefðum vitað að þetta væri svona
viðkvæmt, þá hefðum við strax lagt til að þú færir sem munkur. Munka kufl
er svo síður að hann felur staurfótinn og með skallann, þá lítur þú alveg
úteins og alvöru munkur.

Núna varð ég alveg brjálaður. Skítt með staurfótinn, en að ætlast til
að ég myndi nota skallann á mér sem hluta af búningi tók alveg steininn
úr. Því skrifaði ég núna virkilega harðort kvörtunarbréf til bölvaðrar
búningaleigunnar.

Daginn eftir kom einn tölvupósturinn frá þeim:

Herra,

Finndu stóra fötu af karamellu. Helltu karamellunni yfir sköllóttan hausinn
á þér, stingdu staurfótnum upp í rassgatið á þér og farðu sem sleikipinni!


mbl.is Demantsbrúðkaup drottningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf að hafa fleiri orð um það?

0FullMoonb    Two blondes living in Oklahoma were sitting on a bench talking, and one blonde says to the other, 'Which do you think is farther away... Florida or the  moon?' 
    Th e other blonde turns and says 'Helloooooooooo, can you see Florida ?????' 

Betra seint en aldrei!

00JolÉg er búinn að vera í jólaskapi síðan í byrjun október og hélt að aðrir ætluðu aldrei að ná mér. Núna hefur það loksins gerst og ég get ekki beðið að fara í bæinn að horfa eins og heillað barn á jólaljósin glitra. Ég vona að þau verði ekkert tekin niður þetta árið.
mbl.is Jólaljósin sett upp í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Suðræn sveifla

...eins gott að þeir voru ekki með byssur frændurnir, þá er aldrei að vita hvernig hefði farið.
mbl.is Spánarkonungur sagði Chaves að þegja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausnin er fundin!

Eða fyndin 

NASA var að taka viðtöl við fók sem átti að senda til Mars. 
Aðeins mögulegt var að senda einn einstakling en sá hængur var á að 
hann gæti ekki snúið aftur til jarðar.

Fyrsti viðmælandinn var Geir H Haarde. Aðspurður hvað hann myndi vilja fá 
borgað fyrir að fara í þessa ferð svaraði hann ,,Eina milljón dollara” og bætti við: ,,ég mun láta féð renna til Háskólanna á Íslandi”. Svo brosti hann eins og Geir einum er lagið.

Næsti viðmælandi,Ingibjörg Sólrún, var spurð sömu spurningar. Hún bað um 
tvær milljónir dollara. ,,Ég vil láta fjölskyldu mína fá eina milljón og gefa 
hina til framþróunar í kvennafræðum”.

Síðasti viðmælandinn var Guðni Ágústsson. Þegar hann var spurður hversu 
mikið hann vildi fyrir viðvikið, hvíslaði hann í eyra 
viðmælandans: ,,Þrjár milljónir dollara”.  ,,Hvers vegna viltu miklu meira en 
hinir???”, spurði viðmælandinn.

Guðni svaraði svaraði um hæl: ,,Ef þú lætur mig fá 3 milljónir, mun 
ég láta þig fá eina milljón, ég held einni sjálfur og við sendum 
Geir.”


mbl.is Guðni: Forsætisráðherra er daufur og sinnulaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt er nú til...

Farsimi..en varla hefur hann getað notað órekjanlegan farsíma í 12 ár. Eða hvað? Er svona langt síðan farsímavæðingin hófst?  En talandi um farsíma, þá er ég að rembast við að reyna að komast í gegnum bók eftir Stephen King sem fjallar um það þegar allir þeir sem eru að tala í farsíma á ákveðnum tíma verða allt í einu snarvitlausir og breytast í einhvers konar geðveik, snarbrjáluð, zombísk óargardýr.

Mögnuð hugmynd, og í sögunni er okkur sýnt hvað við erum raunverulega orðin háð þessum græjum.

En annað hvort er ég að verða gamall, eða Konungurinn, því mér gengur voða illa að festa mig við söguna. Hugmyndin er samt góð, en það vantar eitthvað lím í frásögnina.

En maður spyr sig hvort þetta farsímafár sé eitthvað gott fyrir okkur, því mér finnst fólk oft vera orðið þjónn símans en ekki öfugt. Það er aldrei hægt að sleppa því að svara, hvort sem fólk er í röð í bankanum, á klósettinu eða úti að aka. Hvergi friður. Og til að forðast misskilning vil ég taka fram að ég er ekki barnanna bestur í þessu.

Vonandi lærum við smám saman að lifa með þessum tækjum og hættum að láta þau ráða ferðinni.


mbl.is Nærfatadóni fangelsaður í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband