Hver ræður á Íslandi?

Framan af degi kannaðist Geir Haarde ekki við 200 milljón dollara lán frá Pólverjum sem hann tilkynnti þjóðinni síðan um á blaðamannafundi klukkan 16. Annað hvort er hann orðinn ruglaður af stressi eða einhverjir aðrir en hin svokallaða ríkisstjórn Íslands annast viðræður um lán til landsins.

En kannski höfum við bara ekki gott af því að vita neitt, fyrr en Geir hentar.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Geir staðfestir pólska aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verður nú að átta þig á því að svona samningar eru ekki gerðir með 2ja mínutna samtalií gegnum síma og samþykktir. Eins og Bjarne sagði "Slæmt að vera seinn, en verra að flýta sér"

Sigurjon St. (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 03:16

2 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég held í alvörunni að þessir menn séu bara orðnir steiktir af álagi. Er nú samt ekki að mæla þeim bót.

Sporðdrekinn, 8.11.2008 kl. 06:58

3 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Strákar mínir. Nákvæmlega það sem ég er að segja, svona samningar eru ekki gerðir með tveggja mínútna símtali í gegnum síma. Hefði forsætisráðherra vor þá ekki átt að hafa glóru um málið þegar flestir aðrir virtust vita allt um það? Hugsa aðeins.

Markús frá Djúpalæk, 8.11.2008 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband