Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Málfrelsi í öllum sínum myndum virðist fara illa fyrir brjóstið á þeim Moggamönnum þessa dagana. Það tók þá ekki langan tíma að rjúfa tengingu við fréttir hjá mér og frænda mínum Jakobi J. Jónssyni, www.jakob.blog.is . Báðar færslurnar snerust um virðingu fyrir réttinum til að tjá sig, mannréttindum sem fólk hefur látið líf sitt fyrir til að öðlast. En nei. Moggamönnum er alveg sama. Og nú krefst ég þess að fá að vita hve margir þurfa að kvarta yfir færslu til að Moggamenn sjái sig tilneydda til að loka á hana, eru það 3, 30 eða 300? Mér finnst lágmarkskrafa að bloggarar fái að vita hve háu verði  mannréttindi eru seld hérna?

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Ætla að ákæra Musharraf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Það er rétt, þeir firra sig allri ábyrgð, telja meira að segja að síðuskrifarar beri ábyrgð á athugasemdum. Sem reyndar stenst vart lög, sjá www.jakob.blog.is. En ef síðuskrifarar bera alla ábyrgð, hvers vegna í fjáranum eru Moggamenn þá að loka fyrir skrif þeirra og athugasemdir? Og til hvers er þá þessi möguleiki á að tilkynna einhverjum, sem hvort eð er ber enga ábyrgð, um óviðeigandi tengingar við fréttir? Ég skil þetta ekki, en kannski gerir einhver það.

Markús frá Djúpalæk, 7.8.2008 kl. 11:04

2 identicon

Heilir og sælir; Markús og Hrafnkell, sem aðrir skrifarar !

Jú; líkast til, sleppur fyrir horn, að birta hugleiðingar um náttúrufar, s.s., veðurlag og gróðurfar, sem; kannski, fuglalífið, úti í náttúrunni.

Hádegis móa menn; flestir, væru fullsæmdir liðsmenn Xhinhua fréttastofunnar kínversku, eða þá Fox, þeirra Bush, vestra. Enda; mega Heimdellingar, og SUS arar vatni haldi, í ýmsum lofrullum sínum, þessi misserin, yfir stjórnarfari frjálshyggju skítbuxanna, hér heima, og óheftu aðgengi þeirra sjálfra, að Mbl. vefnum. Bendi ykkur á; að lokum,, sóðaskrif Gísla Freys Valdórssonar, á síðu sinni, í garð Ásmundar Jóhannssonar sægarps, í Sandgerði.

Þar er; Hádegis móa mönnum vel skemmt, þekki ég þá rétt, piltar.

Með beztu kveðjum, sem fyrr /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 11:22

3 identicon

vart vatni halda, átti að vera. Helvítis klaufaskapur, Markús minn.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 11:25

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Já, það er ekki sama hverjir eru gagnrýndir í skrifum og auðvitað verða menn að gæta að sér og vega hvergi að æru eða virðingu manna. En undarlegt er að mega ekki halda fram skoðunum sínum eða vitna í tölfræði án þess að vera þurrkaðir snarlega út. Ef menn aftur á móti brjóta af sér í orðum þurfa þeir auðvitað að standa reikningskap þess á grundvelli stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, mér finnst það ekki vera Moggamanna að setjast í dómarasæti þar.

Markús frá Djúpalæk, 7.8.2008 kl. 11:35

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Dittóa framsagt & meðvirknazt í kóinu með ofanGreindum.

Steingrímur Helgason, 7.8.2008 kl. 13:06

6 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Ég er búinn að kvarta 14 sinnum yfir þessari færslu, hún er enn hér!

Þórður Helgi Þórðarson, 7.8.2008 kl. 13:49

7 Smámynd: Jakob Jörunds Jónsson

Jakob Jörunds Jónsson, 7.8.2008 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband