Ekki sama Jón eða séra...

"Hefði þetta gerst fyrir 10 árum hefði ég framið morð á honum", segir Ragnar Hauksson sem réðst á Guðmund Jónsson, fyrrverandi forstöðumann Byrgisins fyrir hálfum mánuði. Segir á visi.is í dag.

Nú er búið að dæma Guðmund til fangelsisvistar, í máli sem flestir landsmenn þekkja og þarf ekki að tíunda hér. Það sem slær mig við þessa grein á vísi er hversu þeim virðist vera skemmt yfir árásinni og að hinn dæmdi maður hafi engan rétt til að vera ekki áreittur eða misþyrmt af reiðu fólki.

"Mér finnst ég ekki þurfa að svara fyrir það að löðrunga Guðmund Jónsson í Byrginu. Finnst þér það?" Segir árásarmaðurinn í viðtalinu.

Ég er ekki með þessum skrifum að taka upp hanskann fyrir það sem Guðmundur hefur verið dæmdur fyrir, heldur aðeins að velta hinu fyrir mér, hvort það þyki bara eðlilegt að ráðast á annað fólk og hvort Vísi og Kompási virðist réttlætiskenndin ekki eins dýrmæt og þeir hafa látið í veðri vaka. Eru þessir miðlar kannski bara í því að reyna að búa til hasar?

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Veistu að ég er þér fullkomlega sammála.  Við höfum lög í þessu landi, það dugir mér, þó svo sannarlega mætti endurskoða og breyta mörgum þeirra.

En ein ljót gjörð réttlætir ekki aðra.

Þetta er alls ekki flott eða hetjulegt eins og ég fékk á tilfinninguna þegar ég las "fréttina".

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.5.2008 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband