Sver í Mark laugardaginn 17.maí

Það var gestkvæmt í þættinum Sver í Mark í dag, laugardaginn 17.maí. Jakob Frímann Magnússon kíkti til okkar og spjallaði um daginn og veginn, starfið í miðborginni og Stuðmenn. Félagarnir Stefán og Davíð, dúett.is, mættu og sögðu skemmtisögur af ferlinum. Pétur Jensen úr hinni ungu og efnilegu hljómsveit Óðs manns æði, besti bassaleikari landsins, kom til okkar og leyfði hlustendum að heyra nýja lagið sitt Sverrir var með uppskrift dagsins, fylltar kjúklingabringur. Við gáfum þremur heppnum hlustendum hnallþórur miklar frá Þórsbakaríi, og má búast við mikilli kökuveislu á þeirra heimilum. Við kíktum aðeins á fótboltann, og glöddumst yfir því að loksins hefði íslendingur orðið Englandsbikarmeistari í fótbolta. Sver í Mark á hverjum laugardegi kl. 13-16 á Útvarpi Sögu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ertu alltaf svona töff í tauinu? Flott mynd.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.5.2008 kl. 14:08

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Takk. Enda flinkur ljósmyndari  Ég er alltaf svona á laugardögum, annars eins og durtur.

Markús frá Djúpalæk, 18.5.2008 kl. 14:21

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þú ert amk sérstaklega glæsilegur á laugardögum, hvað sem líður durtshætti annarra daga.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.5.2008 kl. 14:38

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ástarþakkir ...

Markús frá Djúpalæk, 18.5.2008 kl. 14:44

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Welcome, mæ dýr.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.5.2008 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband