Sumardagskráin hefst á Sögu

Eins og dyggir hlustendur Útvarps Sögu hafa tekið eftir höfum við Sverrir Júlíusson verið með léttan þátt á stöðinni frídagana 1.maí og sumardaginn fyrsta. Þetta þótti heppnast svo ljómandi vel að sú ákvörðun hefur verið tekin að við verðum með svipaðan þátt vikulega í sumar, á laugardögum. Við ætlum að gera okkar besta til að skemmta landsmönnum og fá þá til að skemmta sér með okkur. Það verður opið gestaboð þannig að fólk getur hringt inn, eða jafnvel komið í heimsókn ef svo liggur á. Við ætlum að fá landsfræga gesti og rándýra skemmtikrafta að sunnan til að halda uppi fjörinu með okkur, auk þess sem við verðum á þeytingi út um allar koppagrundir.

Fyrsti þátturinn verður á morgun kl. 13-16 á Útvarpi Sögu. Okkur langar til að þetta verði þáttur fyrir hlustendur þannig að við tökum öllum uppástungum um efni fegins hendi. Verið ófeimin að hringja á Sögu eða senda okkur tölvupóst á studio@utvarpsaga.is eða markusth@internet.is .

Við hlökkum til að vera með ykkur í sumar!

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Framkvæmdastjóri Brøndby í stjórn Nyhedsavisen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Til hamingju með nýja þáttinn, hlakka til að hlusta á ykkur félagana.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 2.5.2008 kl. 15:07

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Takk Ásgerður, gott að vita af amk 1 hlustanda

Markús frá Djúpalæk, 2.5.2008 kl. 15:20

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Hæ frá hinni hlustöndinni í útlöndunum stóru ljótu. Það er flott kemistrí milli ykkar Sverris og þetta verður pottþétt æðislega skemmtilegt hjá ykkur gröllurunum. Hlakka til að hlusta og til hamingju elskurnar!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 2.5.2008 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband