Eitt sem slær mann

Í morgunfréttum Bylgjunnar var árásarmaðurinn nafngreindur. Þó brotið geti talist alvarlegt út frá skilgreiningu hegningarlaga eru mjög mörg alvarleg brot framin gagnvart þegnum landsins, starfsfólki í verslunum, söluturnum og bensínstöðvum án þess að árásarmennirnir í þeim glæpum séu sérstaklega nafngreindir. Þó eru þeir sennilega hættulegri almenningi en sá sem hér braut af sér.

Hvað finnst fólki um það?

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Líklega ákærður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög mikið til í þessu hjá þér.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 13:37

2 identicon

Þegar einstaklingur, sem komið hefur margsinnis fram í  fjölmiðlum undir nafni og titlað sig talsmann bílstjóra, ákveður að gefa lögreglumanni á kjaftinn í beinni útsendingu, væru það furðuleg vinnubrögð að nafngreina hann ekki og tala í staðinn um "óskilgreindan aðila."

Við skulum til gamans velta því fyrir okkur ef einhverjir aðrir, sem hafa verið áberandi varðandi mótmælin, hegðuðu sér svona. Ef að Sturla, Geir Jón, Lára Ómars eða jafnvel hr. Haarde, færu að "lagfæra" nef og kjálka mótherja sinna í beinni útsendingu, væri það ekki út í hött að krefjast nafnleysis?

Kv, GG.

GG (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband