Enn enn töffarinn fallinn

lydiaogcharltonJohn Charles Carter sem síðar tók sér nafnið Charlton Heston fæddist 4.október 1924. Hann hafði mikinn áhuga leiklist frá unga aldri og setti á fót, ásamt eiginkonu sinni, Lydiu, nokkurs konar einkarekið leiklistarhús í bænum Asheville í Norður Karólínu.

Fyrsta kvikmyndahlutverkið var í myndinni Dark City frá 1950 og eftir það varð ekki aftur snúið. Hann lék í mörgum af mestu stórmyndum þess tíma þar á meðal Ben Húr og Boðorðunum 10 þar sem hann lék sjálfan Móse. Síðar lék Charlton Heston í frægum kvikmyndum eins og Apaplánetunni, Soylent Green og stórslysamyndinni Earthquake frá 1974. Kvikmyndahlutverkin minnkuðu upp úr miðjum áttunda áratugnum, sennilega að eigin ósk leikarans sem lagði æ ríkari áherslu á hugðarefni sín í pólítík.

Hann var stuðningsmaður Johns F. Kennedy í kosningabaráttu hans árið 1960 og hafði stutt Adlai Stevenson fjórum árum áður.  

Hann barðist hart fyrir mannréttindum, jafnrétti og bræðralagi, hann var mjög á móti McCarthy nefndinni á sínum tíma, barðist fyrir réttindum blökkumanna, barðist gegn Víetnam stríðinu, hann var mikill andstæðingur fóstureyðinga en varð þó illu heilli mest áberandi sem formaður NRA, National Rifle Assocation sem leggur áherslu á rétt manna til vopnaeignar og -burðar. Þó var hann aðeins í forsvari þar í fimm ár af þeim 83 sem hann lifði. Hann sagði eitt sinn á fundi samtakanna að ef andstæðingar byssueignar vildu taka af honum byssuna yrðu þeir að losa hana úr köldum, dauðum krumlum sínum. En reyndar var hann mjög áberandi og umdeildur talsmaður NRA, og hafði um árabil áður en hann varð formaður stutt byssueign með kjafti og klóm.

Charlton Heston hafði gerst æ íhaldssamari með aldrinum og snerist á sveif með Rebúblikönum og frá Demókrataflokknum í kringum 1980.

Það eru um það bil 10 ár frá því að heilsu Hestons fór að hraka, hann greindist með krabbamein árið 1998 og fjórum árum síðar tilkynnti hann að hann væri farinn að sýna merki Alzheimer sjúkdómsins. Heilsu Charltons Hestons hrakaði mjög síðastliðin tvö ár og hann lést í gær á heimili sínu með Lydiu eiginkonu sína til 64 ára sér við hlið.


mbl.is Charlton Heston látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Blessuð sé minning hans :)

Guðborg Eyjólfsdóttir, 6.4.2008 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband