Kemur kannski ekki á óvart

Það er orðið svo mikið af kvikmyndahátíðum út um allt sem eru jafnvel áhugverðari og nær fólki en þessi Óskarsverðlaunahátíð, þeir sem sitja heima í stofu eru búnir að sjá þetta allt 32 sinnum áður með mismunandi leikurum. Svo hefur verkfall handritshöfunda örugglega sett strik í reikninginn, því menn gerðu því allt eins skóna að engin hátíð yrði haldin þetta árið. Af þeim sökum var fólk og fjölmiðlar ekki eins mikið að velta fyrir sér vali Kvikmyndaakademíunnar. En niðurstaða liggur fyrir, en það eru breyttir tímar. Áður voru myndir sem unnu til verðlauna á þessarri hátíð auglýstar í hástert sem Óskarsverðlaunamyndir, en það virðist skipta minna máli nú um stundir.

Kannski er það bara ég sem er orðinn gamall. En kannski ekki.

Vonandi verður meira stuð í kringum Óskarinn að ári, Eyjólfur þarf að hressast!


mbl.is Áhorf á Óskarsverðlaun í lágmarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: The Jackal

Almenningur hefur bara einfaldlega ekki séð þessar myndir, held ég. Sjálfur er ég mikill kvikmyndaáhugamaður og ég hafði bara séð um fimm myndir þarna sem tilnefndar voru til einhverra verðlauna. Bý náttúrulega á Íslandi en...

The Jackal, 26.2.2008 kl. 12:14

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Það er málið - húllumhæið er horfið

Markús frá Djúpalæk, 26.2.2008 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband