Mig vantar nýjan frakka

Mér finnst voða gaman að landi okkar Arnaldur sé orðinn svona vinsæll glæpasagnahöfundur út um víða veröld. Samt eru að mínu mati margir íslenskir glæpasagnahöfundar jafngóðir ef ekki betri en Arnaldur með fullri virðingu fyrir honum. Þar má nefna fólk eins og Yrsu Sigurðardóttur, Ævar Örn Jósepsson og Árna Þórarinsson. Stíll Arnaldar er miklu þurrari og tilþrifaminni en þessarra höfunda, en kannski er það þunglyndið í Erlendi sem fólki finnst svona heilandi. Ég veit það ekki. Sögur Arnaldar eru samt fín afþreying og ljómandi áhugaverðar oft.                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
mbl.is Frakkar vilja Arnald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ólafsson

Það er útbreiddur skilningur að allar glæpasögur séu álíkar. Í framhaldi af því kemur næsta vitleysa, sem er að það sé enginn vandi að skrifa góða glæpasögu. Vittu til, það eru hundruð af wannabe Arnöldum að reyna. Það bara gengur ekki. Þetta verður ekki hrist fram úr erminni.

Ævar Örn er ekki fléttumeistari eins og Arnaldur, en nokkuð góður. Hann skrifar þó of mikið af sjónarhóli athugandans, blaðamanns sem segir frá því sem fyrir augu ber.

Yrsa skrifar sögur sem hafa góðar fléttur. Þær eru ekki nógu trúverðugar, þar sem henni þykir ekki vænt um persónurnar. Í nýjustu bókinni hennar eru til dæmis allar karlpersónur raktir anskotar, nema tveir. Annar þeirra er ekki orðinn ársgamall og hinn er þúsund mílur í burtu. Konurnar eru ekki mikið betri.

Árni hefur náð góðum tökum á sínu sögusviði og sínum persónum síðan hann lét Einar þurrka sig upp og flytja til Akureyrar, en glæpirnir hjá honum heltaka mann ekki eins og hjá Arnaldi af því að þeir eru bara viðfangsefni hjá blaðamanni. Það er eins og að sjá fréttir af fjöldamorði.

Arnaldur fer inn í kviku á atburðarás og persónum. Síðan fer hann í kvikuna á lesanda. Hann skrifar góða fléttu og hefur samúð með persónum, maður vill heyra meira um þær. Þegar vel gengur hjá honum, er þetta eins og að lesa Sjöwall & Wahlöö. Allir aðrir eru deild neðar, að minnsta kosti enn þá. 

Sveinn Ólafsson, 17.2.2008 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband