Að falla í vinsældum

NærurÞað eru hræðileg örlög að hafa verið kominn í 18. sætið á þessum undursamlega blogg-vinsældalista og hrapa svo lóðbeint niður í það 28. Ég er gráti næst. Hvað þarf að gera til að verða alveg hrikalega, ægilega, ofsalega vinsæll hér?

Vera með flotta mynd í persónupplýsingunum? Reyndi það í gær og var kallaður Móses. Reyndar ekki leiðum að líkjast. Blogga örstutt um hverja frétt? Nenni því ekki alveg, hef ekki svo víðfemar skoðanir. Og þó. Semja skáldsögu eða örsögur um kynlíf vinafólks míns, nágranna og samstarfsfólks? Gæti virkað. Vera með sætar og krúttlegar lýsingar á atferli konu, barna, páfagauks og hunds? Hugsanlega. Búa mér til gríðarlega ofsafengnar stjórnmálaskoðanir og standa fastar á þeim en gangstétt og vera jafn þver og húsveggur? Já!!!

Eða....

Held samt að ég haldi bara áfram á svipuðum nótum og sjái bara til. Svona vinsældir eru bara aukaatriði hvort eð er.

Takk fyrir að  lesa, þeir sem nenna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ææ

Jóna Á. Gísladóttir, 23.8.2007 kl. 18:45

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Hehe - vonandi var þetta vel meint ææ.

Markús frá Djúpalæk, 23.8.2007 kl. 18:54

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Að sjálfsögðu. Ég fékk engan skammt af kaldhæðni þegar Guð útdeildi

Jóna Á. Gísladóttir, 23.8.2007 kl. 19:52

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ertu nú alveg viss um? Já það er ég.

Markús frá Djúpalæk, 23.8.2007 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband