Tímavélin

Bonnie Tyler kom til Íslands fyrir nokkrum árum. Ég missti af henni en ađ sögn ţeirra sem hlýddu á ţessa hásrödduđu, ljóshćrđu, welsku ţokkadís - ţá mćmađi hún alla söngskrána. Ég veit ekki neitt um hvort ţađ er rétt en hún hefur alltaf átt ákveđinn stađ í tónlistarhjartanu mínu.

Ég hef veriđ ađ hlusta á safndisk međ Bonnie, nýjan, sjóđheitan sem var bara ađ koma út og ţar er hver gullmolinn á fćtur öđrum. Lög sem eiga sér stađ í minningunni og rifja upp ákveđinn tíma, hvert á sinn hátt.  Ţarna eru t.d. hörkurokkararnir hans Jim Steinmans af Total Eclipse plötunni frá 1983 ađ ógleymdu laginu sem kom Bonnie á kortiđ, It´s a heartache ásamt öđru snilldarlagi eftir sömu höfunda, sem ég hafđi aldrei heyrt áđur. Sá opus heitir Lost in France og hefđi ekki getađ veriđ samiđ á neinum öđrum tíma en ofanverđum áttunda áratug tuttugusta aldarinnar.  Ţađ kom út áriđ nítjánhundruđsjötíuogsjö nánar tiltekiđ.

Ţađ ár var pönkiđ ađ taka völdin - sumstađar allavega - en samt urđu til slagarar eins og ţessir og flytjendur eins og Boney M, Donna Summer og Gerry Rafferty gerđu allt vitlaust međ ljómandi fínum popplögum sem enn lifa.  Og svo var ţađ Bonnie Tyler. Í mínum kolli minnir svona tónlist mig á bíltúra í gömlum Skoda, smíđavöll um hásumar, fótbolta á baklóđum í Breiđholtinu og alltaf skín sólin. Í minningunni.

Skyldi eitthvađ af ţeirri tónlist sem heyrist á öldum ljósvakans í dag eiga eftir ađ vekja sömu hugrenningartengsl hjá rúmlega fertugum manni áriđ 2037?  Ţađ vona ég allavega ţví ţetta er svo góđ ađferđ til tímaferđalaga.

Tónlistin er tímavélBonnietyler


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ţađ eru orđ ađ sönnu. Nokkrir tónar geta fćrt mann umsvifalaust aftur í tíma. Í ađstćđur, í augnablik. Stundum veit mađur ekki einu sinni afhverju ţessi laglína fćrđi mann á ţennan tiltekna stađ. Fyrir mér er ţađ eins međ lykt.

Fyndiđ međ gamla skodann... hjá mér var ţađ eins. Minn var rauđur. Hvernig var ţinn á litinn?

Jóna Á. Gísladóttir, 29.7.2007 kl. 23:15

2 Smámynd: Markús frá Djúpalćk

Ćtli ţeir hafi allir veriđ rauđir? :) Minn var ţađ líka.

Markús frá Djúpalćk, 30.7.2007 kl. 08:45

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband