Færsluflokkur: Dægurmál

Ótrúleg tilviljun!

Ég sá mynd af Guðbrandi Steingrímssyni sem vinnur í Amaro á Akureyri í einhverju blaði. Og hann var líka í jakka frá sextíuogsexgráðumnorður. Ótrúleg tilviljun, svo ég segi ekki annað.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Jake Gyllenhaal í jakka frá 66°Norður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tökum pólverjana

Pólverji nokkur þurfti að endurnýja ökuskírteinið sitt, þar sem það gamla var útrunnið.

En fyrst þurfti hann að gangast undir augnskoðun hjá augnlækni, áður en sýslumannsembættið léti Pólverjanum í té nýtt ökuskírteini.

Augnlæknirinn lét hann lesa á spjald með stöfunum

'C Z W I X N O S T A C Z'.

"Getur þú lesið þetta?' Spurði augnlæknirinn.

"Lesið þetta?' Endurtók Pólverjinn. "Ég þekki manninn!"

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Gott að vera búnir með þetta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástin er heit...

... en mikið skelfing hefur verið kalt í kælinum.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Skreið inn í líkkæli til kærustu sinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn aldur

En hvað veldur því að fólki dettur til hugar að tala við rígfullorðna konu eins og hún sé frekar illa gefið smábarn? Ég heyrði viðtal við Torfhildi í útvarpsfréttum og stúlkan sem tók það talaði eins og hlandauli við gömlu konuna... "Mér er sagt að þú sért dugleg að spila..?" var ein snilldarspurningin... Guð minn góður, það væri nú hægt að spyrja konu sem hefur lifað alla 20. öldina, í basli og velgengni, komið upp nokkrum börnum og séð á eftir vinum og ættingjum í gröfina, skárri spurningar en þú myndir spyrja sæmilega talandi þriggja ári barn.

En aumingja spyrillinn var náttúrulega sennilega meira en 80 árum yngri en viðfangsefnið... Við hverju er að búast?

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is 104 ára í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Charlotte ekki brúða?

Mér hefur sýnst hún vera úr plasti. Kannski misskilningur.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is „Fegin að Dustin datt út"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki byrja á þessu....

...eina ferðina enn. Plís.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Evróvisjón á vellinum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Club... ?

"Maturinn hérna er fínn. Við höfum farið í nokkur skipti niður í bæ að borða og fengið frábæran mat. Við höfum samt þurft að borða frekar oft hérna á hótelinu og þá neyðst til að grípa í klúbbsamlokuna," segir Örlygur Smári lagahöfundur framlags Íslands til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva This Is My Life þegar Visir forvitnaðist um mataræði íslenska hópsins snemma í morgun.

"Klúbbsamlokan þótti ágæt í byrjun en eftir 10 daga. Já ég segi ekki meir. Annars þykir manni orðið bara heimilislegt að heyra þjónana segja í hvert skipti með nettum Borathreim: Club sandwich, very good!" segir Örlygur.

Ég hélt þau hefðu fengið nóg af Club, Merzedez Club, strax í upphafi ...

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Norræn veisla í Belgrad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alger bomba!

B O B A!

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is 50 kg flugvélasprengja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli

Ég var staddur fyrir hönd Útvarps Sögu á Austurvelli í morgun. Þar var lítill hópur fólks sem varð aldrei mikið fjölmennari en kannski rúmlega 200 manns. Þegar ákvörðun var tekin um að fara á þingpalla fylgdi ég hópnum sem var stöðvaður af þingverði sem sagði að eingöngu 25 mættu fara á pallana. Svo mikil takmörkun aðgengis að þingpöllum er að sögn fróðra manna í raun ekki réttlætanleg en var samt viðhöfð við þetta tækifæri.

Á þingpöllum var fólk rólegt og spakt og engin ólæti höfð uppi. Þegar einn þinggesta hengdi á handrið er snýr að þingsal lítið gult blað með áletruninni GASGAS fjarlægði þingvörður blaðið með þjósti við hlátrasköll og klapp viðstaddra. Eftir svar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur við fyrirspurn þingmanns um mögulega aðstoð íslendinga við Kínverja og Pakistani reis Sturla Jónsson á fætur og kallaði yfir þingheim að menn ættu að skammast sín og huga að ástandinu heima fyrir og bætti við að hann hvetti þingmenn og ráðherra til afsagnar. Að því búnu var haldið út á Austurvöll aftur og mótmælunum þar lauk eftir að stórir vörubílar höfðu ekið hjá og þeytt lúðra sína með mikilli háreysti.

Sturla og félagar hans segjast ekki hættir, en þátttaka almennings er nú ekki mikil í þessum aðgerðum. Sturla taldi ástæður þess að ekki væri meiri þátttöku þá að fólk þyrði ekki að yfirgefa vinnustaði sína í þessum tilgangi og hann hvatti fólk til að gerast ein þjóð og taka þátt í að leiðrétta það sem miður fer á Íslandi

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Mótmælt á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eymingja Lindsay

Margan hendir manninn hér,

meðan lífs er taflið þreytt,

að hampa því sem ekkert er

og aldrei hefur verið neitt. (Þorsteinn Magnússon)

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Lohan rekin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband