Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
Eftirlýstur
10.7.2008 | 14:49
Doktor Dauði (einn af mörgum) fæddur 28.júní 1914 og heitir réttu nafni Aribert Heim. Hann er Austurríkismaður, lærði til læknis og notaði kunnáttuna í heldur betur vafasömum tilgangi í Mauthausen búðunum í Austurríki á tímum Síðari Heimsstyrjaldarinnar. Það er talið að hann búi í Chile en ef einhver rekst á hann á Laugaveginum eða í Kringlunni er sá hinn sami vinsamlegast beðinn um að reyna ekki að nálgast hann því hann á það til að sprauta í fólk bensíni eða appelsínulímonaði. Öruggara er að hringja í Símon Wiesenthal stofnunina og láta vita af þessum landafjanda á ferð.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Himinlifandi...
9.7.2008 | 18:06
...það er svo æðislegt að eitthvað almennilegt fólk skuli vera að koma sér fyrir á Þingvöllum. Fólk með þyrlur, fjórhjól og glæsijeppa. Og fólk sem getur byggt sér almennileg hús í þjóðgarðinum í staðinn fyrir þessa endemiskofa sem þarna hefur verið dritað út um allt. Ég er loksins orðinn stoltur af því að vera Íslendingur.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Þyrlur sveima yfir þjóðgarði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Abu Dhabi
9.7.2008 | 17:51
Er höfuðborg Sameinuðu Arabísku furstadæmanna og er á eyju í Persaflóa. Þar búa um milljón manns og lifa á olíuauði landsins og borgarinna þó borgarbúar hafi á síðustu árum byggt afkomu sína æ meira á ferðamannaiðnaði og svo auðvitað fjárfestingum um víða veröld.
Borgin er ævagömul en auðvitað orðin einhver sú nýtízkulegasta í heiminum eins og meðfylgjandi mynd sýnir.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Chrysler byggingin seld á 60,7 milljarða króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þetta gerist stundum hjá mér...
9.7.2008 | 13:56
Sporðdreki: Þú munt eiga í hrókasamræðum, m.a. við fólk sem þú þekkir ekki neitt. Þú beislar þinn persónulega styrk með því að pæla í hvað þú vilt fá út úr samtölunum.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.
9.7.2008 | 11:28
Þessi athugasemd er fyrir neðan síðustu færslu.
Einhverjir hafa ekki haft húmor fyrir því að blanda saman frétt um uppgerð á gamalli brú og brandara um uppgerð á konu. Nema að þeim hafi mislíkað að Guði almáttugum væri blandað í skensið. Ég skal svosem ekkert um það segja og get alveg þolað hvað sem er í því efni. Það væri aftur á móti rosalega gaman að vita hversu margir þurfa að benda á óviðeigandi tengingu við frétt, til að mbl.is loki á tenginguna og líka hvort lokunin verði sjálfkrafa eftir ákveðinn fjölda fýlubomba eða hvort mbl.is skoði hverju sinni, hvort réttlætanlegt sé að loka á tenginguna. Það væri líka forvitnilegt að vita hvort hægt sé að fýlupokast oft úr sömu tölvu eða hvort menn hafi bara tækifæri til að vera fúlir einu sinni, hver úr sinni vél.
Annars er ég bara kátur, enda skín sólin og andvarinn leikur um það sem eftir er af hárinu...
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Of miklar viðgerðir geta verið stórhættulegar
7.7.2008 | 20:54
45 ára gömul kona fékk hjartaáfall og var flutt á sjúkrahús.
Þegar hún var á skurðarborðinu sá hún ljósið
Þegar hún hitti Guð, spurði hún: Er minn tími kominn?
Guð svaraði: Nei, elskan mín góða, þú átt ennþá eftir 43 ár, 2 mánuði og 8 daga ólifaða
Á vöknun eftir aðgerðina ákvað konan að vera lengur á sjúkrahúsinu og láta gera á sér andlitslyftingu, fitusog, brjóstastækkun og svuntuaðgerð.
Hún meira að segja lét kalla eftir fólki til að lita á sér hárið og hvítta tennurnar.
Fyrst hún átti svona langt eftir ólifað var alveg eins gott að gera sem mest úr því.
Eftir síðustu aðgerðina var hún útskrifuð og mátti fara heim.
Þegar hún var að fara yfir götuna á leið heim, varð vesalings konan fyrir rútu og steindó.
Þegar hún hitti Guð aftur varð hún fojj og hnussaði: Ég hélt þú hefðir sagt að ég ætti rúmlega 43 ár eftir ólifuð ..af hverju vísaðiru mér ekki veginn frá sjúkrabílnum?!
Guð svaraði: Já en ég þekkti þig bara ekki aftur "
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Örnólfsdalsbrú gerð upp | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Merkilegt réttarfar.
6.7.2008 | 12:03
Svo virðist sem fimm útlendir karlmenn hafi ráðist inn á Íslending sem býr í einu af leiguherbergjum í húsnæðinu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Hann varðist árásinni með hnífum og særði einn. Sá var fluttur á slysadeild með áverka á brjósti. Hnífamaðurinn íslenski var handtekinn og gistir fangageymslur.
En ég spyr, voru árásarmennirnir sendir heim í te og skonsur á meðan sá sem fyrir árásinni varð var settur í járn og stungið í steininn? Þetta er auðvitað fáránlegt, en hefur þó skírskotun í lög.
Til eru lög um neyðarvörn sem oft er kölluð sjálfsvörn í daglegu tali. Í 12.gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 segir svo:
12. gr. Það verk er refsilaust, sem menn vinna af neyðarvörn, að því leyti sem það hefur verið nauðsynlegt til þess að verjast eða afstýra ólögmætri árás, sem byrjuð er eða vofir yfir, enda hafi ekki verið beitt vörnum, sem séu augsýnilega hættulegri en árásin og tjón það, sem af henni mátti vænta, gaf ástæðu til.
Hafi maður farið út fyrir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar, og ástæðan til þess er sú, að hann hefur orðið svo skelfdur eða forviða, að hann gat ekki fullkomlega gætt sín, skal honum ekki refsað.
Samkvæmt 12. grein er neyðarvörn lögmæt réttarvörsluathöfn manns, sem felur í sér nauðsynlega beina valdbeitingu gegn öðrum manni eða mönnum, til þess að verjast eða afstýra ólögmætri árás á þann, sem neyðarvörninni beitir, eða einhvern annan. Í 2. málsgreininni felst þó greinilega að handtaka má þann sem beitir meira afli sem er hættulegra en árásin getur talist. Í þessu tilfelli átti maðurinn sem ráðist var á af fjölda manns sem sagt að spyrja þá kurteislega hvort þeir væru með hnífa áður en hann tók sinn upp og fór að reyna að verjast með honum. Það hefur greinilega gleymst þegar lagagreinin var samin í rólegheitunum á Alþingi, að fólki bregður hroðalega við árás og býst til varnar af miklum krafti og án þess að velta sérstaklega fyrir sér hvort varnirnar séu "hættulegri" en árásin. Svo má heldur ekki gleyma því að oft þarf vörnin að vera hættulegri en árásin til að henni ljúki.
Dæmi ef karlmaður ræðst að konu og dregur hana með sér í húsasund og heldur henni fastri meðan hann reynir að koma fram vilja sínum við hana, og konan sparkar af alefli í punginn á manninum, er þá vörn konunnar orðin hættulegri en árásin? Það mætti halda því fram með þeim rökum að það sé hættulegra að sparka en að halda manneskju fastri með handafli, en afleiðingar árásarinnar hefðu orðið mun alvarlegri fyrir konuna hefði hún ekki beitt þessu afli. Því þyrfti að sjálfsögðu að horfa til hugsanlegra afleiðinga, niðurstöðu árásarinnar þegar metið er hvort varnaraflið teljist of mikið ekki. Árás hóps manna á einn mann getur orðið skelfileg fyrir hann, ef hann grípur ekki til annars fulltingis, eins og t.d. að draga upp hníf. Með þessu er ég ekki að hvetja til hnífanotkunar almennt til annars en að matast með og kannski tálga einstaka spýtukall, en hvað í ósköpunum átti maðurinn annað að gera? Hvað hefðum við öll gert? Varist með offorsi eða boðið upp á appelsín?
Mig langar bara að vita hvort það sé rétt eins og skín í gegn í fréttinni, að þeir sem réðust að hinum handtekna hafi ekki verið teknir höndum og ef svo er, hvers vegna í ósköpunum það var ekki gert?
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Líkamsárásir og eftirför | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ljóð dagsins
5.7.2008 | 18:45
Bell bottomed tear - The Beautiful South
http://www.youtube.com/watch?v=E9G2LQ31Cnw&NR=1
This is the dinner prepared
This is the dress that I made
This is the child I brought up
And this is the woman you laid
This is the woman you laid
This is the perfume I wore
This is the hotel we stayed
This is the way that I lay
And this is the woman you laid
This is the woman you laid
We promise ourselves this is no one-night stand
Let us draw all the curtains and strike up the band
And Im thrilled by gentlest touch of your hand we pretend
Theres a tear, theres a tear
Not through confusion through fear, through fear
This is the smile that I wore
This is the song that we played
This is the way that I lay
And this is the woman you laid, this is the woman you laid
Next morning our eyes filled with sleepy regret
A kiss and goodbye and a long cigarette
But the pillow I lay on is cold and its wet
Cant pretend
Its a tear, its a tear
Not through confusion, through fear, through fear
And knowing at least that love came so near
Just adds to the weight of this bell bottomed tear
Roll out the red carpets and unplug the phone
Root out the photos youve already shown
Cos this is one night you wont sleep alone
Just one night
Theres a tear theres a tear
Not through confusion through fear, through fear
And knowing at least that love came so near
Just adds to the weight of this bell bottomed tear
Theres a tear, theres a tear
Not through confusion, through fear
Not through confusion, through fear.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ljóð dagsins
4.7.2008 | 09:27
Manchester - The Beautiful South
http://www.youtube.com/watch?v=fTj6O8WXhAU
From Northenden to Partington its rain
From Altrincham to Chadderton its rain
From Moss Side to Swinton hardly Spain
Its a picture postcard of wish they never came
And whilst that deckchair in the garden it makes no sense
It doesnt spoil the view or cause offence
Those Floridas, Bavarias and Kents
Make gentlemen wear shorts but dont make gents
So convertible stay garage-bound
Save after-sun for later
If rain makes Britain great
Then Manchester is greater
As you dry your clothes once again
Upon the radiator
What makes Britain great
Makes Manchester yet greater
From Cheetham Hill to Wythenshawe its rain
Gorton, Salford, Sale pretty much the same
As Im caught up without my jacket once again
The raindrops on my face play a sweet refrain
And as winter turns reluctantly to spring
For the clouds above the city theres one last fling
Swallows build their nests, chaffinch sing
And the sun strolls into town like long lost king
And the mood of this whole sodden place is melancholy
Like the sun came out to play, shone through the clouds
But dropped its lolly
And everyone looks so disappointed, so, so sorry
Like the rain blew into town, kidnapped the sun
And stole its brolly
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ætli mál Paul Ramses rati í erlenda fjölmiðla?
3.7.2008 | 17:23
Paul Ramses fékk ekki að sjá bréf um synjun á beiðni um hæli fyrr en í gærkvöldi. Bréfin hefðu átt að berast honum í apríl. Eiginkonu Paul finnst þetta ótrúleg vinnubrögð.
Ég skil þetta bara ekki," segir Atieno Othiembo, eiginkona Pauls. Ég hef ekkert heyrt frá honum síðan í morgun á flugvellinum, ég veit ekkert hvort hann sé kominn til Ítalíu eða hvort hann hafi millilent einhvers staðar."
Paul var greint frá því í gær að umókn hans um stöðu flóttamanns á Íslandi yrði ekki afgreidd heldur yrði hann sendur með flugi næsta morgun til Ítalíu. Gisti hann fangageymslur lögreglunnar í nótt.
Þetta hefði hann átt að fá að vita í þremur bréfum sem hefðu átt að berast honum í apríl. Eiginkona Pauls og Þórunn Helgadóttir hjá ABC barnahjálp, vinkona þeirra hjóna, fullyrða báðar að bréfin hafi ekki borist.
(af visi.is)
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Ísbjarnarmálið í Le Monde | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |