Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Þórðargleði

Þórðargleði er að hlakka yfir óförum annarra. Uppruni orðsins mun vera úr Ævisögu Árna prófasts Þórarinssonar sem Þórbergur Þórðarson skráði. Séra Árni bjó til þetta orð út frá því að Þórður vinnumaður hans gladdist alltaf þegar rigndi í þurra töðuna á túninu hjá Þórði á Rauðkollstöðum sem var nágranni þeirra.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Sjeik hættir við Alfesca
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tekur því að hafa áhyggjur af þessu ástandi?

Þetta las ég á frábæru bloggi í vikunni. Þvílík sannindi segi ég nú bara. Verzt að ég man ekki slóðina en ég ætla að leyfa mér að vitna í höfund bloggsins:

 Gengur ekki að hafa áhyggjur af organisma sem er jafnstór og sjór eða gengi. Allavega ekki þegar maður er dropi.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Vilja fresta umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífs eða liðinn?

Ekki að það skipti öllu máli varðandi þessi skelfilegu tíðindi en í fréttinni segir:

Byssumaðurinn beindi byssunni að eigin höfði og reyndi að fremja sjálfsmorð án árangurs. Hann var fluttur á sjúkrahúsið í Tammerfors í Tampere til aðhlynningar. Hann mun vera alvarlega slasaður.

Síðar segir:

Slökkviliðsfólki var meinað að fara inn í bygginguna meðan enn stóð ógn af árásarmanninum. Um leið og fréttir bárust af því að hann væri látinn fór slökkviliðið inn í skólann og náði stjórn á eldinum. Lögreglan óttast hins vegar að byssumaðurinn hafi komið fyrir sprengju í skólanum áður en hann svipti sig lífi. 

Þarna er skrifað fullum fetum um að maðurinn sé látinn. Misræmi í sömu fréttinni, ekki satt?

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Margir sagðir látnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þyrnir í augum ráðherrans?

Frétt af dv.is: 

Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir þau skilaboð sem hann fái frá Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra ekki vera mjög hvetjandi. Þetta kom fram í spjalli við Jóhann á Útvarpi Sögu í dag en ráðherra tilkynnti Jóhanni nýlega að starf hans yrði auglýst laust til umsóknar.

Jóhann var maður vikunnar í þættinum Vikulokin hjá þeim Markúsi Þórhallssyni og Halldóri E. á Sögu í dag. Þar sagðist Jóhann ekki hafa áhyggjur af framtíð sinni en öllu meiri áhyggjur af starfsemi embættisins. Jóhann sagði að hann myndi fara að gera “eitthvað skemmtilegt” og að þegar væri búið að leita til hans með áhugavert verkefni.

Markús og Halldór báru frétt dv.is þess efnis að Björn væri að losa sig við óhlýðinn lögreglustjóra undir Jóhann sem kannaðist ekki við að vera óhlýðinn. Hann sagði þó að vel mætti vera að einhverjum fyndist svo. Jóhann sagðist hins vegar vera svolítið þver en hann reyndi að vera sanngjarn þótt hann væri harður. Hann sagði ákveðið andrúmsloft hafa myndast og í því hafi hann ekki verið tilbúinn til að “vera hluti af já-hópi” þannig að vel má vera að hann sé í raun þyrnir í augum ráðherrans.

Jóhann fór ekki leynt með að fari svo að hann missi starfið sé honum talsverð eftirsjá að því. Hann hafi óbilandi áhuga á verkefninu og bætti við að ef auglýsingin á starfi hans eigi að vera fordæmsigefandi þá væri óskandi að fleiri stöður yrðu auglýstar í kjölfarið.

Þegar Jóhann var spurður hvort sú staða gæti mögulega komið upp að hann héldi áfram í embætti sínu sagði hann þessa stöðu svo nýuppkomna að að hann viti í raun ekkert hvað verða vill. Hann gæti því ekkert sagt um það að svo stöddu.

Lögreglan á Suðurnesjum þykir hafa náð ákaflega góðum árangri undanfarið, ekki síst í baráttunni við eiturlyfjasmyglara og Jóhann sagðist þakklátur og auðmjúkur yfir viðbrögðum almennings við starfi sínu og hans fólks. Skilaboðin sem hann hefði fengið frá dómsmálaráðherra væru hins vegar ekki hvetjandi.

 

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, hefur gert grein fyrir ákvörðun sinni um að auglýsa stöðuna á heimasíðu sinni, www.bjorn.is, og segir meðal annars að embættið sé “allt annað nú en fyrir fimm árum og því skýr efnisleg rök fyrir því, að það sé auglýst.“ Björn lætur þess einnig getið að launakjör lögreglustjóra hafi auk þess tekið stakkaskiptum, þegar sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli var aflagt.

“Með vísan til alls þessa þótti mér einsýnt, að auglýsa ætti embættið til að lögreglustjóri væri ekki í neinum vafa um kjör sín og ábyrgð. Lögum samkvæmt var þessi ákvörðun tilkynnt Jóhanni R. Benediktssyni með þeim fyrirvara, sem segir í lögum", skrifar Björn.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Skipt um lögreglustjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvumpinn

Ég held að ég væri nú þegar farinn að leita mér að annarri vinnu, hefði snaróður, útsmoginn þjófur með álklæddan bakboka, reynt að stinga mig með skærum.

Það er að mínu mati með ólíkindum hvað ofbeldi og lítilsvirðing fyrir öðru fólki hefur aukist í þessu pínulitla samfélagi okkar. Árásir af öllu tagi eru orðnar daglegt brauð í fréttum og ætli séu ekki líkindi til þess að aðeins hluti þess sem raunverulega gerist komist í fréttir?

Það væri áhugavert að fá vangaveltur frá fólki hvað það raunverulega er sem veldur öllum þessum óróa. Einhverjar hugmyndir, gott fólk?

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Hnuplað fyrir mörg hundruð þúsund í Smáralind
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimmtán aldir

Held ég að væri nær lagi. Hvers konar óargadýr er það sem getur gert nokkurri manneskju svona, að ég tali nú ekki um sínu eigin barni? Mér til skelfingar rann upp fyrir mér við lestur þessarar fréttar að Fritzl-kjallararnir geta leynst víða!

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Lokaði dóttur sína inni í sex ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg þessu ótengt...

Naustid 

...en þó ekki. Hefur fólk ekki séð skrímslið sem búið er að reisa að baki Naustins? Hreinasti viðbjóður!Ég skil ekki af mínu litla viti, hvernig svona stórslys geta átt sér stað æ ofan í æ í höfuðborginni okkar. Meðferðin á Nausthúsinu og reyndar fleiri húsum er líka sorglegt dæmi.

naustid2 

Og ..meðferðin á starfsfólkinu er auðvitað líka afskaplega dapurleg. Það var eitthvað verið að fjalla um þennan stað fyrir einhverjum mánuðum eða kannski ári, þegar starfsmaður eða -menn komu fram og kvörtuðu undan illri fjárhagslegri meðferð á sér. Hefði það ekki átt að klingja einhverjum bjöllum, og kalla á ríkara eftirlit með þessum stað? Nei, það virðist ekki vera, öll launatengd gjöld skiluðu sér og því sváfu yfirvöld á verðinum.

Er ekki kominn tími til að við verndum raunveruleg verðmæti, og hættum að eltast við vindinn?

Hér er slóð á grein um Naustið, eftir Ingimund Kjarval: http://www.malefnin.com/ib/lofiversion/index.php/t26487.html

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Kínverjarnir farnir úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góða ferð

 Þér leiðist hér ég veit það kæri vinur 
Þú vilt á brott að kanna nýjan stig 
    
en þig skortir kjark þú hikar og hugsar dag og nótt
  
og hræðist að þú munir særa mig 
 
             
           Góða ferð, góða ferð, góða ferð
             
           góða ferð já það er allt og síðan bros 
              
           því ég geymi alltaf vinur það allt er gafstu mér
              
           góða ferð, vertu sæll já góða ferð 
 
Við áttum saman yndislega stund 
við áttum sól og blóm og hvítan sand 
 
og skjól á köldum vetri er vindur napurt söng
 
og von um gullin ský og fagurt lag 
 
           
           Góða ferð, góða ferð, góða ferð
             
           góða ferð já það er allt og síðan bros 
             
           því ég geymi alltaf vinur það allt er gafstu mér
              
           góða ferð, vertu sæll já góða ferð
 
   
 Þó farir þú í fjarlægð kæri vinur 
  
og fætur þínir stígi ókunn skref 
  
Hve draumar ræst hafa’ aftur þú áður sagðir mér
   
þín ást var mín og brosin geymt ég hef 
 
             
           Góða ferð, góða ferð, góða ferð
             
           góða ferð já það er allt og síðan bros 
             
           því ég geymi alltaf vinur það allt er gafstu mér
              
           góða ferð, vertu sæll já góða ferð 
 
              
           Góða ferð, góða ferð, góða ferð
            
           góða ferð já það er allt og síðan bros 
              
           því ég geymi alltaf vinur það allt er gafstu mér
           
           góða ferð, vertu sæll já góða ferð

 

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.

 

mbl.is Geir í heimsókn til Albaníu og Grikklands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóð þykjustuleiksins

„Ástæða þess að Yang litla var ekki valin til að koma fram er sú að við vildum sýna ákveðna ímynd, við vorum að hugsa um hvað væri best fyrir þjóðina.“ 

Kínversk yfirvöld hafa sýnt það og sannað að þau vilja að land þeirra sé leiksvið, þar sem allt virðist slétt og fellt á yfirborðinu. Þykjustuland.  Eiginlega svo gervilegt að það er óhugnanlegt. Það að vilja ekki sýna ofurvenjulega, litla stelpu þó hún sé búlduleit og með skakka tönn er einfaldlega toppur fáránleika-ísjakans. Í Kína er bannað að eiga við þunglyndi að stríða og vei þeim sem burðast með enn þyngri andlegar byrðar. Í Kína er bannað að vera líkamlega veikur, að minnsta kosti eru eyðni og alvarlegir smitsjúkdómar hreinlega bannaðir. Ég veit svosem ekki hvað fleira er óæskilegt þar, en þetta dugar mér alveg.

Ég veit heldur ekki nákvæmlega hvað Kínverjar eru að reyna með þessum sýndarleik; fólk er almennt ekki svo skyni skroppið að það geri sér ekki grein fyrir að skakkar tennur og eyðni eru til í Kína sem annars staðar. Því hlýtur það að vera hlutverk fulltrúa íslenskra stjórnvalda og annara landa sem telja sig boðbera mannréttinda og manngæsku, sem þekkst hafa boð um að vera viðstaddir Ólympíuleikana að benda kínverskum ráðamönnum á þessa undarlegu pólítík, að maður tali ekki um að mótmæla mannréttindabrotum í Tíbet og víðar, þögnin yfir þeim er skelfilegur blettur á mannkyninu. Það má ekki óttast Kínverja þó þeir séu stórir og sterkir. Það var nefnilega oft þannig að mesta hrekkjusvínið í skólanum var með mestu minnimáttarkenndina, kannski þarf bara að hjálpa kínverskum stjórnvöldum að komast yfir minnimáttarkennd... hver veit?

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Allt í plati í Peking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei má maður sleppa Halldóri E úr augsýn

Svakalegt þegar svona tíðindi berast úr miðborg Reykjavíkur, en það er ekki að sökum að spyrja að félagi minn Halldór E lendir í miðri hringiðunni um leið og honum er hleypt út úr stúdíói á Útvarpi Sögu.

http://www.dv.is/frettir/2008/8/9/bin-laden-i-hnifabardaga-hverfisgotu/

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband