Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.
7.8.2008 | 10:30
Málfrelsi í öllum sínum myndum virðist fara illa fyrir brjóstið á þeim Moggamönnum þessa dagana. Það tók þá ekki langan tíma að rjúfa tengingu við fréttir hjá mér og frænda mínum Jakobi J. Jónssyni, www.jakob.blog.is . Báðar færslurnar snerust um virðingu fyrir réttinum til að tjá sig, mannréttindum sem fólk hefur látið líf sitt fyrir til að öðlast. En nei. Moggamönnum er alveg sama. Og nú krefst ég þess að fá að vita hve margir þurfa að kvarta yfir færslu til að Moggamenn sjái sig tilneydda til að loka á hana, eru það 3, 30 eða 300? Mér finnst lágmarkskrafa að bloggarar fái að vita hve háu verði mannréttindi eru seld hérna?
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Ætla að ákæra Musharraf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvaða tegund er þetta pakk?
5.8.2008 | 21:31
Enn ræðst ritskoðunarpúkinn sem býr í iðrum mbl.is af alefli til atlögu, nú verður fyrir bloggvinur minn og frændi Jakobi J. Jónsson www.jakob.blog.is. Að þessu sinni er glæpur bloggarans að kalla reku spaða. Eða eitthvað í þá áttina. Hann var skammaður fyrir og skipað að eyða athugasemdum sem hann hafði fengið og reyndar skrifað sjálfur, um færslu sem hann hafði gert um blökkumenn. Í færslunni sýndist mér hann vera að gera tvennt; að vitna í staðreyndir, tölfræði um hlutfall glæpamanna úr röðum þeldökkra, og á hinn bóginn að lýsa sínum skoðunum og upplifun á lífinu á heimaslóðum sínum í Trinidad & Tobago hvar fyrirfinnst mikill suðupottur ýmissa kynþátta. Hvorugt á nokkurn hátt glæpsamlegt en hugnast greinilega ekki hreintrúuðum í röðum stjórnenda mbl.is og blog.is.
Ætli Jakob hefði fengið samskonar gúmoren á latínu hefði honum dottið í hug að skrifa um Færeyinga eða Svía? Eða Borgfirðinga. Ekki var honum gert að eyða kersknislegri athugasemd við færsluna, þar sem ýjað var að hann bæri í hjarta verulega hægrisinnaðar stjórnmálaskoðanir, nazisma. Hugsanlega skildist athugasemdin ekki því hún var á ensku. Eða kannski er þetta eins og svo oft áður spurningin um Jón og frænda hans sérann sem fá hreint ekki sömu meðferðina. Hvað veit ég?
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Obama hefur forskot | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fréttaskýring; hvers vegna þetta gerðist
31.7.2008 | 18:20
Kory McFarren kemur inn á bar í heimabæ sínum í Kansas og pantar einn tvöfaldan Viskí. Hann klárar hann, kíkir í vasann og pantar annan. Hann drekkur hann í einum teig og lítur í vasann aftur, og svona heldur þetta áfram. Þegar hann er búinn með 6 drykki spyr barþjónninn hvað hann sé eiginlega að gera. "Ég er með mynd af eiginkonunni í vasanum, þegar mér finnst hún vera orðin sæt er kominn tími til að hætta að drekka og fara heim."
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Vanrækti konuna á klósettinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Greinilega menntaskólakrakkar
25.7.2008 | 12:56
Menntaskólakennari hafði nýlokið við að útskýra mjög mikilvægt rannsóknarverkefni fyrir bekknum. Hann lagði sérstaklega áherslu á að enginn gæti útskrifast úr faginu nema kunna skil á verkefninu. Hann bætti svo við að hann myndi fara ítarlega í verkefnið degi síðar og einu afsakanirnar fyrir því að mæta of seint væri ef dauðsfall hefði orðið í fjölskyldunni eða illvígur sjúkdómur myndi leggja einhvern í rúmið.
Mesti gæinn í bekknum rétti upp höndina og spurði:,,En hvað ef maður er gjörsamlega búinn eftir geggjað kynlíf, kennari?"
Bekkurinn sprakk úr hlátri og gæinn var montinn með að hafa valtað yfir kennarann.
Þegar nemendurnir höfðu jafnað sig eftir hláturinn , leit kennarinn á gæjann og sagði:
"Ég býst við að þú þurfir þá bara að læra að skrifa með hinni hendinni."
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Settu brunaboða í gang | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég minni á skoðanakönnun á heimasíðu Útvarps Sögu
18.7.2008 | 12:14
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Uppljóstranir á Útvarpi Sögu
17.7.2008 | 09:51
Litlir tölvupóstar hafa aldeilis getað breytt gangi sögunnar, mörg lítil og stór ævintýri hafa byrjað með tölvupósti, og eitt stærsta dómsmál íslandssögunnar átti að hluta til upphaf sitt með tölvupóstsendingum milli tveggja einstaklinga.
Ég heyrði ekki betur en að Jónína Benediksdóttir upplýsti það í þætti Sverris Stormskers, Miðjunni, á Útvarpi Sögu í gær að hæstvirtur fyrrverandi forsætisráðherra Davíð Oddsson hafi átt mun meiri hlut að upphafi Baugsmála þeirra er hlutu lúkningu sína fyrir skemmstu, en hingað til hefur verið viðurkennt, þrátt fyrir að um það hafi verið pískrað árum saman. Fjöldi tölvupósta gekk milli Styrmis Gunnarssonar og Jónínu Benediktsdóttur, þar sem þau veltu fyrir sér möguleikunum á að klekkja á Baugi, þar sem nafngreindir voru nokkrir traustir, innvígðir og innmúraðir menn sem gætu orðið haukar í horni við það verk. Þar á meðal eru nefndir fjármálaráðherra (á þeim tíma Geir H. Haarde), Kjartan Gunnarsson þáverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og einhver Davíð, sem Jónína sagði berum orðum í viðtalinu í gær að væri enginn annar en Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra.
Nú hlýtur fólk að spyrja sig hvert var hlutverk Davíðs Oddsonar í þessu máli, þarf hann ekki að fara að koma fram og skýra sinn þátt í upphafi þessa viðamesta dómsmáls Íslandssögunnar. Dómsmáli gegn mönnum sem Davíð Oddson hafði óhikað kallað götustráka í fjölmiðlum, gegn mönnum sem hann, sem forsætisráðherra, hafði sakað um að hafa reynt að bera á sig fé. Þarf almenningur í landinu ekki að fá svör við þessum orðum Jónínu Benediktsdóttur um fyrrverandi forsætisráðherra, núverandi seðlabankastjóra og einhvern valdamesta mann landsins?
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Varhugaverðir tölvupóstar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Eftirlýstur
10.7.2008 | 14:49
Doktor Dauði (einn af mörgum) fæddur 28.júní 1914 og heitir réttu nafni Aribert Heim. Hann er Austurríkismaður, lærði til læknis og notaði kunnáttuna í heldur betur vafasömum tilgangi í Mauthausen búðunum í Austurríki á tímum Síðari Heimsstyrjaldarinnar. Það er talið að hann búi í Chile en ef einhver rekst á hann á Laugaveginum eða í Kringlunni er sá hinn sami vinsamlegast beðinn um að reyna ekki að nálgast hann því hann á það til að sprauta í fólk bensíni eða appelsínulímonaði. Öruggara er að hringja í Símon Wiesenthal stofnunina og láta vita af þessum landafjanda á ferð.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Merkilegt réttarfar.
6.7.2008 | 12:03
Svo virðist sem fimm útlendir karlmenn hafi ráðist inn á Íslending sem býr í einu af leiguherbergjum í húsnæðinu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Hann varðist árásinni með hnífum og særði einn. Sá var fluttur á slysadeild með áverka á brjósti. Hnífamaðurinn íslenski var handtekinn og gistir fangageymslur.
En ég spyr, voru árásarmennirnir sendir heim í te og skonsur á meðan sá sem fyrir árásinni varð var settur í járn og stungið í steininn? Þetta er auðvitað fáránlegt, en hefur þó skírskotun í lög.
Til eru lög um neyðarvörn sem oft er kölluð sjálfsvörn í daglegu tali. Í 12.gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 segir svo:
12. gr. Það verk er refsilaust, sem menn vinna af neyðarvörn, að því leyti sem það hefur verið nauðsynlegt til þess að verjast eða afstýra ólögmætri árás, sem byrjuð er eða vofir yfir, enda hafi ekki verið beitt vörnum, sem séu augsýnilega hættulegri en árásin og tjón það, sem af henni mátti vænta, gaf ástæðu til.
Hafi maður farið út fyrir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar, og ástæðan til þess er sú, að hann hefur orðið svo skelfdur eða forviða, að hann gat ekki fullkomlega gætt sín, skal honum ekki refsað.
Samkvæmt 12. grein er neyðarvörn lögmæt réttarvörsluathöfn manns, sem felur í sér nauðsynlega beina valdbeitingu gegn öðrum manni eða mönnum, til þess að verjast eða afstýra ólögmætri árás á þann, sem neyðarvörninni beitir, eða einhvern annan. Í 2. málsgreininni felst þó greinilega að handtaka má þann sem beitir meira afli sem er hættulegra en árásin getur talist. Í þessu tilfelli átti maðurinn sem ráðist var á af fjölda manns sem sagt að spyrja þá kurteislega hvort þeir væru með hnífa áður en hann tók sinn upp og fór að reyna að verjast með honum. Það hefur greinilega gleymst þegar lagagreinin var samin í rólegheitunum á Alþingi, að fólki bregður hroðalega við árás og býst til varnar af miklum krafti og án þess að velta sérstaklega fyrir sér hvort varnirnar séu "hættulegri" en árásin. Svo má heldur ekki gleyma því að oft þarf vörnin að vera hættulegri en árásin til að henni ljúki.
Dæmi ef karlmaður ræðst að konu og dregur hana með sér í húsasund og heldur henni fastri meðan hann reynir að koma fram vilja sínum við hana, og konan sparkar af alefli í punginn á manninum, er þá vörn konunnar orðin hættulegri en árásin? Það mætti halda því fram með þeim rökum að það sé hættulegra að sparka en að halda manneskju fastri með handafli, en afleiðingar árásarinnar hefðu orðið mun alvarlegri fyrir konuna hefði hún ekki beitt þessu afli. Því þyrfti að sjálfsögðu að horfa til hugsanlegra afleiðinga, niðurstöðu árásarinnar þegar metið er hvort varnaraflið teljist of mikið ekki. Árás hóps manna á einn mann getur orðið skelfileg fyrir hann, ef hann grípur ekki til annars fulltingis, eins og t.d. að draga upp hníf. Með þessu er ég ekki að hvetja til hnífanotkunar almennt til annars en að matast með og kannski tálga einstaka spýtukall, en hvað í ósköpunum átti maðurinn annað að gera? Hvað hefðum við öll gert? Varist með offorsi eða boðið upp á appelsín?
Mig langar bara að vita hvort það sé rétt eins og skín í gegn í fréttinni, að þeir sem réðust að hinum handtekna hafi ekki verið teknir höndum og ef svo er, hvers vegna í ósköpunum það var ekki gert?
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Líkamsárásir og eftirför | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ætli mál Paul Ramses rati í erlenda fjölmiðla?
3.7.2008 | 17:23
Paul Ramses fékk ekki að sjá bréf um synjun á beiðni um hæli fyrr en í gærkvöldi. Bréfin hefðu átt að berast honum í apríl. Eiginkonu Paul finnst þetta ótrúleg vinnubrögð.
Ég skil þetta bara ekki," segir Atieno Othiembo, eiginkona Pauls. Ég hef ekkert heyrt frá honum síðan í morgun á flugvellinum, ég veit ekkert hvort hann sé kominn til Ítalíu eða hvort hann hafi millilent einhvers staðar."
Paul var greint frá því í gær að umókn hans um stöðu flóttamanns á Íslandi yrði ekki afgreidd heldur yrði hann sendur með flugi næsta morgun til Ítalíu. Gisti hann fangageymslur lögreglunnar í nótt.
Þetta hefði hann átt að fá að vita í þremur bréfum sem hefðu átt að berast honum í apríl. Eiginkona Pauls og Þórunn Helgadóttir hjá ABC barnahjálp, vinkona þeirra hjóna, fullyrða báðar að bréfin hafi ekki borist.
(af visi.is)
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Ísbjarnarmálið í Le Monde | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eigum við að brjálast?
3.7.2008 | 13:42
Mikið er langlundargeð þessarar þjóðar! Æðstu ráðamenn hennar, fólkið sem við veljum yfir okkur til að halda hér öllu í lagi gerist uppvíst að mannréttindabrotum, óráðsíu, valdhroka, vingulshætti og kunnáttuleysi í stjórnun svo eitthvað sé nefnt. Og hvað gerum við? Tuðum á blogginu, í kaffistofunum og í heitu pottunum. En ekkert breytist. Hvers vegna? Jú, við sem réðum þetta fólk til starfa þorum ekki að segja því upp. Er ekki kominn tími til að senda öllum æðstu ráðamönnum þjóðarinnar uppsagnarbréf, rétt eins og gert væri við vanhæfa starfsmenn og stjórnendur í hvaða fyrirtæki sem er. Við getum ekki horft upp á þetta lengur.
Fjandakornið!
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Stýrivaxtalækkun frestast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |