Færsluflokkur: Bloggar
Sveiattann
2.1.2008 | 18:03
Vonandi verður þetta víti til varnaðar þeim sem ætla að ganga um og eyðileggja eigur okkar vopnaðir spreybrúsum og öðrum krotáhöldum.
Krotuðu á 80 hús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Góðan bata
2.1.2008 | 15:12
Paul McCartney í hjartaaðgerð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ár bloggsins
2.1.2008 | 14:25
Það má með sanni segja að árið 2007 hafi verið árið sem bloggið blómstraði á Íslandi. Með sínum kostum og göllum að sjálfsögðu, og bloggið var tekið sömu tökum og allt sem við íslendingar tökum okkur fyrir hendur, það var bloggað af fítonskrafti í sveit og í borg. Stundum meira af kappi en forsjá, en oft svo vel og skemmtilega að unun er að.
Tveir bloggarar sem vakið hafa eftirtekt og umtal verða í viðtali hjá mér í síðdegisútvarpinu á Útvarpi Sögu á eftir, Jens Guð og Jóna Á Gísladóttir. Ég hlakka til að hitta þau og fara með þeim yfir atburði liðins árs og ég veit að þar kem ég ekki að tómum kofunum, það verður líka gaman að heyra hvað þeim finnst almennt um bloggið og hver framtíð þess er í þeirra augum.
Ég hvet fólk til að stilla á Sögu milli klukkan 16 og 17 og hlusta á þetta skemmtilega fólk.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Litið um öxl
31.12.2007 | 20:58
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Viðbjóður
31.12.2007 | 09:52
Stormviðvörun í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tíu litlir....
22.12.2007 | 15:05
Ársins 2007 verður sennilega minnst í sögubókum sem ársins þar sem pólitísk rétthugsun náði að festa rætur. Ein birtingamynda þeirrar rétthugsunar kristallaðist í hörðum mótmælum gegn bókinni um hina tíu lánlausu litlu negrastráka sem var endurútgefin á árinu, mörgum til hremmingar, öðrum til ómældrar ánægju. Svo var stór hópur fólks sem var eiginlega alveg sama um bókina og deilurnar um hana.
En hvað sem gæðum kvæðanna um negrastrákanna líður, hvað sem líður neikvæðri merkingu orðsins negri, hvað sem líður skelfilegum örlögum strákanna þá fann ég í eldgamalli bók sem inniheldur jólavísur fyrir börn, kvæði sem er skrifað á Hallgrím Jónsson, sem nefnist Tíu litlir tappar. Maður þarf ekki að vera mjög djúpþenkjandi til að átta sig á hvaðan hugmyndin kemur.
Hér kemur það:
Tíu litlir tappar þvoðu
trog og mjólkursíu.
Einn datt út í elfina
en eftir voru níu.
Níu þreyttir naggar fóru
nauðaseint að hátta.
Valt þá einn úr veröldinni,
voru nú eftir átta.
Átta heppnir oflátungar
eignuðust skipin tvö.
Fyrir borðstokk fellur einn,
á fleyjunum stóðu sjö.
Sjö kátum sendiherrum
sífellt auður vex.
Lagðist einn og lézt úr fári,
lifðu þá eftir sex.
Sex ungum seggjum þótti
sumarnóttin dimm.
Týndist einn í ljósaleit,
nú lifðu eftir fimm.
Fimm vaska förudrengi
fyllti karlinn Þórir.
Einn úr svefni andaðist,
en eftir voru fjórir.
Fjórir kátir ferðalangar
fóru yfir brýr.
Óhapp einum mætti,
en áfram héldu þrír.
Þrír brattir þokkapiltar
þrömmuðu yfir leir.
Einn sat þar fastur,
en yfir komust tveir.
Tvo hrædda tvífætlinga
tók hann Sterki-Sveinn.
Þrekið þraut hins minna,
og þá var eftir einn.
Einn pjakkur yfirgefinn
átti fáar varnir.
Gekk á vist með vikatelpu;
voru nú allir farnir.
Greyin létu gifta sig
í grannkirkjunni nýju,
bnuggu eins og bændafólk
og bættu við sig tíu.
Með kvæðinu fylgja myndir af pjökkunum 10 og allir eru þeir snjakahvítir og klæddir samfestingum. Allt voða sætt og krúttlegt, en nú er spurning hvaða minnihlutahóp er verið að níða með þessum vísum. Óskað er eftir uppástungum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gæti þetta hafa gerst með þessum hætti?
22.12.2007 | 13:32
við einkaritara klerksins: Ég vil ganga í þessa helvítis kirkju.
Einkaritarinn sem er kona er bæði forviða og hneyksluð á orðbragði
mannsins: Fyrirgefðu herra, ég hlýt að hafa misskilið þig. Hvað
sagðirðu?
Hlustaðu á mig andskotinn hafi það, gólar karlinn. Ég sagði að ég
vildi ganga í þessa helvítis kirkju.
Mér þykir það leitt maður minn, en svona orðbragð verður ekki liðið
hér í þessari kirkju. Og einkaritarinn stormar inn á skrifstofu
klerksins til að láta hann vita af ástandinu.
Klerkurinn er hjartanlega sammála einkaritaranum sínum. Hún á alls
ekki að þurfa að sitja undir svona hræðilegu orðbragði. Þau ganga
saman fram aftur og presturinn spyr gamla karlfauskinn:
Herra minn, hvert er vandamálið?
Það er ekkert fjandans vandamál, segir karlinn, sýnu skapverri en
áður. Ég bara vann 200 milljónir í helvítis lottóinu og ég vil ganga í
þessa helvítis kirkju til að losna við eitthvað af þessum helvítis
peningum.
Ég skil sagði klerkur rólega. Og er þessi kerlingartík hér að valda
þér vandræðum?
Blair tekur kaþólska trú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Er kvenremban svo heilög á Íslandi að ekki megi skopast með hana?
11.12.2007 | 15:33
Þessa grein rakst ég á, á dv.is:
Smásaga eftir skáldin Megas og Þórunni Erlu-Valdimarsdóttur, þar sem skopast er að kvennafrídeginum, fæst hvergi útgefin. Í viðtali við Menningu, fylgirit Fréttablaðsins, í dag segir Þórunn að enn sé kvenremban svo heilög á Íslandi að ekki megi skopast með hana.
Orðrétt segir Þórunn: Þessar konur ofsóttu á sínum tíma gamla ídealið, venjulegt fólk, fallegar ofurkvenlegar lítilþægar, ofurskreyttar og þjónustusamar konur og ofurkarlmenn sem voru svona Clint Eastwood týpur og ferlega frekir alfaapar ... svo má ekki skopast með þær. Það er eitthvað að þegar má einu sinni gera grín. Það á að gera grín að öllu, það er eina leiðin til að þola álagið sem fylgir mannlífinu og menningunni.
Við erum öll að verða svo há-heilög, er það ekki?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Kvíðinn óþarfur...
11.12.2007 | 11:51
...það voru margir sem töldu það vera mistök hjá Led Zeppelin að halda endurkomutónleika. En ef marka má ummæli Ólafs Páls, sem aldrei lýgur voru það óþarfa áhyggjur. Ég vona bara að þeir fari á túr og gefi öllum þeim aragrúa fólks sem reyndu en fengu ekki miða á þessa tónleika möguleika á að sjá þá einu sinni enn.
Þá er aldrei að vita nema maður mæti.
Flottasti söngvari rokksögunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)