Færsluflokkur: Bloggar
Níu milljónir á mánuði...
31.1.2008 | 10:53
Ha, nei ég var ekki að fá kauphækkun, skárra væri það nú. Ég heyrði bara í fréttunum áðan að Hreiðar Már hjá bankanum, held hann heiti KB núna, væri með þetta í laun. Þetta er örugglega bara fínt þó að margt fólk sem er ekki með eins mikla ábyrgð og mætir sennilega bara í vinnuna til að fá launin sín um hver mánaðamót sé þrjú ár eða jafnvel lengur að vinna sér inn mánaðarlaun forstjórans. En við megum ekki öfundast. Það er ljótt. Svona laun fær enginn nema hann vinni fyrir þeim, hann áorkar ábyggilega margfalt á við okkur, dauðlega fólkið; hver klukkustund hjá honum er á við 1000 hjá mér geri ég ráð fyrir. Það hlýtur bara að vera.
Kannski er þjóðsöngurinn um Hreiðar...
En eigum við kannski að reikna aðeins? Ef við gefum okkur að Hreiðar fái 65% launannana útborguð, gæti verið meira, gæti verið minna - ég geri mér ekki alveg grein fyrir því. En keisarinn hlýtur að fá eitthvað frá honum líkt og mér og þér. Ef við reiknum útfrá níu milljónum sléttum standa því eftir fimmmilljóniráttahundruðogfimmtíuþúsund um hver mánaðamót. Mér skilst að einstaklingur þurfi að meðaltali 170.000 kr. til að framfleyta sér á mánuði þannig að Hreiðar á 5680.000 umfram það um hver mánaðamót. Ekki slæmt. Í hverri viku á hann því 1420.000 krónur afgangs. Það gerir 202.857 krónur og einhverja aura á dag. Sumir eru með það í mánaðarlaun og eru bara hressir með. Ef við ímyndum okkur að Hreiðar sofi 8 tíma á sólarhring á hann 16 klukkustundir eftir til að gera eitthvað skemmtilegt með launin sín. Eða eigum við að snúa þessu við og ímynda okkur að hann vinni 16 klukkutíma á sólarhring, jú gerum það! Þá er hann Hreiðar okkar með 12.678 krónur í laun á tímann.
Iss ekki ætla ég að öfunda hann. Þetta er ekki neitt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er frí í skólunum?
24.1.2008 | 12:29
Hávær mótmæli í Ráðhúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Gotnesk...hundaól?
24.1.2008 | 12:06
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Suðurlandsvegur
23.1.2008 | 18:07
Þessi grein birtist á bloggi góðvinar míns Vignis Arnarsonar og ég gerðist svo djarfur að kippa henni hér inn í von um að hún verði lesin af enn fleirum. Ég er að miklu leyti sammála Vigni, ekki öllu, en umræðan er mikilvæg.
Tvöföldun Suðurlandsvegar hefur mikið verið til umræðu undanfarin ár. Umferð um veginn hefur aukist jafnt og þétt og því miður hefur slysum einnig fjölgað, bæði dauðaslysum og alvarlegum bílslysum. Það skynjar það hver maður sem keyrir þarna um hve mikil nauðsyn það er að tvöfalda veginn.
Helst hefur verið bitist um það hvort skuli leggja svokallaðan 2+2 veg sem er með tvær akreinar í báðar áttir eða 2+1 veg, sem hefur tvær akreinar og eina akrein til skiptis. En lítum aðeins nánar á þá kosti sem 2+2 vegur hefur umfram 2+1 veg.Það fyrsta sem kemur upp í hugann er eflaust akstur neyðarbifreiða um einfaldan veg. Þegar neyðarbifreiðar aka um einfaldan veg þarf ökumaður bifreiðar á sama vegi að hægja á sér og aka út í kant, á meðan ökumaður á tvíbreiðum vegi getur einfaldlega skipt um akrein og því tekur þessi framúrakstur mun skemmri tíma og í miklum snjó og illviðri gæti þetta skipt sköpun fyrir báða ökumenn. Aðrir augljósir kostir er að umferð gengur greiðlegar og þarf ekki endilega að koma upp sú staða að þurfa að loka t.d. Hellisheiði ef umferðarslys verður, hugsanlega væri þá hægt að beina umferðinni um hina akreinina á meðan. Verði vegurinn lagður þannig að vegrið verði á milli akreina úr gagnstæðri átt minnkar verulega sú hætta að bílar úr gagnstæðum áttum skelli saman, t.d. við framúrakstur. Vörubílar keyra þarna um oft á dag og menn taka fram úr þeim og taka oft mjög mikla áhættu, þar er strax komin ein ástæða fyrir að leggja 2+2 veg.
Banaslys á Suðurlandsvegi í fyrra voru fjögur og af þeim fimmtán banaslysum sem urðu þetta ár, létust því 26.7% á Suðurlandsvegi. Meðaltal þeirra sem látast ár hvert í umferðarslysum á Suðurlandsvegi hefur hingað til verið 1.2 á ári. Þrjú af þeim banaslysum sem urðu árið 2007 á veginum komu til þar sem bifreið lenti framan á annari bifreið eða keyrði yfir á öfugan vegarhelming. Með tilkomu 2+2 vegar og vegriðs á milli eða gryfju er búið að koma í veg fyrir það vandamál að mestu ef ekki öllu leyti og þannig búið að stórauka öryggi vegfarenda. Þá má koma fram að ekki hefur orðið banaslys á Reykjanesbraut frá því að hún var tvöfölduð í báðar áttir og gryfja sett á milli gagnstæðra akreina.
Þannig getur tvöföldun vegarins komið í veg fyrir fjölmörg slys sem kosta tryggingafélög og samfélagið gífurlegar fjárhæðir ár hvert, svo ekki sé talað um þann andlega skaða sem banaslysin valda.
Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvá Almennra, hefur lýst því yfir að tryggingafélagið sé tilbúið að tvöfalda Suðurlandsveg, í báðar áttir og ljúka verkinu á fjórum árum í samvinnu við Ístak og fleiri verktaka. Gróf kostnaðaráætlun þeirra sýndi fram á verulega lækkun á kostnaði, frá því að Vegagerðin kom fram í fjölmiðlum og setti fram sína áætlun. Þannig segir Þór að tvöfalda megi veginn í báðar áttir fyrir aðeins um 7.5- 8 milljarða í stað þeirra 12 milljarða sem Vegamálastjóri nefndi í fjölmiðlum. Frá því að þessi umræða kom fyrst upp og farið var að kanna kostnað hafa heyrst tölur allt frá 6 milljörðum og upp í 12 milljarða. Samgönguráðherra talaði um 6-8 milljarða en alþingismenn segja 8-12 og jafnvel meira. Það ber reyndar að hafa í huga að kostnaður rokkar upp og niður eftir því hvort verið er að tala um að hafa mislæg gatnamót eða hringtorg á veginum. Áætlaður kostnaður 2+2 vegar er talinn vera um 40-50% hærri en á 2+1 vegi. En er virkilega hægt að verðleggja þau mannslíf sem tvöföldun mun koma til með að bjarga? Þannig hafa menn kastað þessu á milli sín í langan tíma.
Hinsvegar er einnig á dagskrá mun stærri vegaframkvæmd, Sundabrautin, sem kostar mun hærri fjárhæðir en Suðurlandsvegur gæti nokkurn tíma kostað. Talið er að kostnaðurinn við Sundabraut nemi allt að 26 milljörðum, sem er þá allt að þrefalt meira en tvöföldun Suðurlandsvegar í báðar áttir. Markmiðið með Sundabrautinni er að gera fólki kleyft að komast á mun skemmri tíma að Kjalarnesi og þaðan hvert sem það vill fara, hvort sem það er norður í land eða sunnudagsbíltúr í Hvalfirðinum. Þetta finnst ráðamönnum okkar þjóðar vera í fínu lagi, þetta gæti stytt þann tíma sem þeir eru að keyra í fína sumarbústaðinn sinn á rándýru jörðinni sinni norður í landi, um allt að hálftíma, og því verður að klára þessa framkvæmd sem allra fyrst. Það vakna upp ýmsar spurningar með Sundabrautinni, t.d. hversu mörg alvarleg bílslys verða á þessum vegarkafla á hverju ári sem er í þokkabót innan Reykjavíkursvæðisins og því er hámarkshraði ýmist frá 50-80km/klst en ekki 90km/klst einsog á Suðurlandsvegi, þar sem fólk hinsvegar keyrir oft langt yfir leyfilegum hámarkshraða og gefur auga leið að þar skapast mun meiri slysahætta.
Á sumrin skapast oft umferðateppur á einföldum köflum á Suðurlandsvegi sem mætti bjarga með tilkomu tvöföldunar, á meðan leiðin að Kjalarnesi frá miðbæ Reykjvaíkur er tvöfölduð og jafnvel þrefölduð mest alla leið. Það þarf ekki að taka það fram að slíkar umferðarteppur sem myndast, jafnvel um hverja helgi á sumrin, geti haft alvarlega afleiðingar á einföldum vegi. Hvað ætla menn að gera þegar sjúkrabíll með slasaðan mann þarf að komast til Reykjavíkur frá Selfossi en leiðin er teppt vegna þess að vegurinn er löngu hættur að bera alla þá umferð sem um hann fer? Með einfaldri reikningsaðferð má komast að þeirri niðurstöðu að ríkið er að fá tugi milljarða í kassann á ári frá bifreiðaeigendum og má þar nefna bifreiðargjöld og álögur af bensíni.
Líklega mætti því tvöfalda Suðurlandsveg fyrir aðeins brot af þeirri upphæð sem ríkið fær á ári hverju og á einu ári ætti meira að segja Sundabraut nokkurnveginn að borga sig. Þó skal taka fram að þessar tölur eru ekki að fullu staðfestar, þannig að þegar talað er um peningaleysi, þá spyr ég, í hvað fara peningar bifreiðaeiganda, ef ekki í vegakerfið?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessar lagaflækjur!
16.1.2008 | 14:48
ATTORNEY: Doctor, before you performed the autopsy, did you check for a pulse?
WITNESS: No.
ATTORNEY: Did you check for blood pressure?
WITNESS: No.
ATTORNEY Did you check for breathing?
WITNESS: No.
ATTORNEY: So, then it is possible that the patient was alive when you began the autopsy?
WITNESS: No.
ATTORNEY: How can you be so sure, Doctor?
WITNESS: Because his brain was sitting on my desk in a jar.
ATTORNEY: But could the patient have still been alive, nevertheless?
WITNESS: Yes, it is possible that he could have been alive and practicing law.
Ósammála ráðherra um mat á umsækjendum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Siðlítill brandari
11.1.2008 | 10:31
kringum mig tók ég eftir því að allt starfsfólkið var með skeiðar í vösunum sínum.
Þegar þjónninn kom aftur með súpuna til okkar spurði ég hann:
"Hvað er með skeiðina?"
"Sko...", útskýrði hann, "eigendur veitingastaðarins réðu ráðgjafafyrirtækið Greiningavinnsluna, sem eru sérfræðingar í skilvirkni og afköstum, til að endurskipuleggja alla verkferlana okkar.
Eftir margra mánaða greiningu og tölfræðilegar rannsóknir komust þeir að þeirri niðurstöðu að skeiðin væri það áhald sem oftast dettur í gólfið. Gera má ráð fyrir að tíðnin sé 3 skeiðar á hvert borð á klukkustund. Ef starfsólkið okkar er tilbúið til að mæta þessu vandamáli, þá getum við fækkað óþarfa ferðum í eldhúsið og sparað sem varar 15 mannstundum á hverri vakt."
Eins og örlögin kusu þá misst ég skeiðina í gólfið og hann gat skipt henni út fyrir þá sem hann hafði í vasanum. "Ég næ í aðra skeið næst þegar ég fer inn í eldhús í stað þess að gera mér auka ferð þangað núna."
Ég var nú frekar "impressed" af þessu öllu saman. Ég tók eftir því að það var lítill spotti hangandi út úr buxnaklaufinni hjá þjóninum. Þegar ég leit betur í kringum mig tók ég eftir að allir þjónarnir höfðu svona bönd hangandi út úr buxnaklaufunum. Þetta vakti forvitni mína á ný og áður en hann komst í burtu spurði ég þjóninn: "Afsakið, en geturðu sagt mér af hverju þið hafið þessa spotta hangandi þarna...".
"Já, það...", sagði hann vandræðalega og lækkaði röddina "það eru ekki allir eins athugulir og þú. Þeir hjá ráðgjafafyrirtækinu sem ég nefndi áðan, fundu einnig út að við gætum sparað tíma sem eytt er á klósettinu."
"Hvernig þá?"
"Sko", hélt hann áfram, "með því að binda þennan spotta á þú veist ..., getum við togað hann út án þess að snerta hann og með því móti eytt þörfinni fyrir að þvo okkur um hendurnar og þar með stytt tímann á klósettinu um 76.39%."
"En eftir að þú nærð honum út, hvernig seturðu hann þá inn aftur?"
"Ja...", hvíslaði hann jafnvel enn lægra, "ég veit ekki um hina, en ég nota nú bara skeiðina."
Viðurkenna ólöglegt samráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Reykjavík fyrri tíma
10.1.2008 | 00:40
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Yfirgefið frekar plötubransann alveg
7.1.2008 | 19:59
Orðrómur um að Coldplay ætli að yfirgefa EMI | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Óverður?
5.1.2008 | 17:28
Óverður geisar í Kaliforníu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Finnst fólki fegurð í þessu fólgin?
5.1.2008 | 16:28
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)