Færsluflokkur: Bloggar

Sumir verða sárir

Þau tíðindi urðu í gær eða fyrradag að einhver apaði upp síðu Stefáns Friðriks ofurbloggara, kallaði sig Friðrik Stefán, síðan leit út eins og síða Stefáns, spegilmynd af kappanum í höfundarmynd og efnistök svipuð að mér skilst. Þó sá ég aldrei þessa paródíu útgáfu af síðu Stefáns. Eitthvað mislíkaði Stefáni Friðriki þetta grín sem nú er ekki lengur til, en greinilegt er á kommentum hans hjá Jennýju Önnu Baldursdóttur að honum var mjög brugðið og sárindin mikil.

Ég hygg að ef þetta hefði verið gert við mína síðu hefði mér bara fundist það fyndið. Ég vona að það beri ekki vott um lágt sjálfsmat, en í þessu tilfelli hefði þetta í mínum huga bara verið merki um að einhver hefði tekið eftir því sem ég væri að segja og gera og þótt það þess virði að gera grín úr.

Þetta er svona eins  og að komast í Spaugstofuna eða láta Jóa og Simma gera að manni grín. Ef einhver nennir að gera gys að þér þar ertu orðinn áberandi í þjóðfélaginu - þannig er það bara. Það eru margir stjórnmálamenn og framámenn í þjóðfélaginu sem eru fúlir yfir að ekki sé gert grín að þeim, og gleðjast ógurlega um leið og grínið byrjar.

Kannski hefði Stefán Friðrik átt að taka þessu gríni með sama hætti og grínast með það sjálfur í stað þess að fá hjartastopp af bræði yfir húmornum.

 


Ertu skarpari en blómapottur?

Sumir eru það greinilega - aðrir ekki ....
mbl.is Stal Porsche með aðstoð blómapotts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru jólasveinar virkilega til?

0JolasveinnVegna þess að ég kem til með að sjá um morgunútvarpið á Sögu fram að jólum í það minnsta langar mig að fá uppástungur frá ykkur um hvað ykkur finnst eigi að vera í útvarpinu frá kl. 7-9 á morgnana þessar síðustu tvær vikur fyrir jól. Eigum við bara að halda okkur við þetta venjulega tuð eða eiga jólin að vera aðalmálið? Eða bara eitthvað allt annað?

Allar uppástungur eru vel þegnar.... Takk fyrir mig.


Reykspúandi olíubrennari

..eða umhverfisvæn vetnisrúta? Það hlýtur nú að vera mikilvægt fyrir mann eins og Al vin okkar að rútan sé nú þokkalega umhverfisvæn sjálf. Mér finnst líka skemmtilega alþýðlegt af honum að taka rútuna, sitja á hörðum bekkjum alla leið frá flugvellinum inn í borg, dröslandi handfarangrinum inn og reyna að tala norsku við bílstjórann. Það eru nú ekki allir stjórnmálamenn sem eiga þó að vera fulltrúar fólksins sem gera slíkt. Al Gore er bara ágætlega að þessum verðlaunum kominn, kallinn.
mbl.is Gore tók lestina til Ósló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snillingar...

..eintómir snillingar í brezku lögreglunni ef marka má frétt mbl.is:

Lögregla segir augljóst að einhversstaðar hafi maðurinn verið undanfarin fimm ár og að fjöldi spurninga hafi vaknað, sem krefjist svara.

Það skyldi þó aldrei vera einmitt að maðurinn hafi verið einhvers staðar.


mbl.is Birtist eftir fimm ár, eiginkonan horfin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skaðræðistól

Það er ekki nóg að fólk sé orðið háð þessu drasli, heldur getur þetta orðið manni að aldurtila langt fyrir aldur fram.

Á maður ekki bara að hætta að nota farsímann?


mbl.is Lést er farsími sprakk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrr frýs í Helvíti!

Þessi færsla kemur málinu kannski ekkert við - og þó .... 

Tveir gaurar frá Íslandi dóu og vakna upp í helvíti.

Daginn eftir tékkar Djöfullinn sjálfur á þeim og sér að þeir sitja í mestu makindum í úlpunum sínum, með vettlinga og húfur og orna sér við eldinn. Djöfullinn spyr þá hvað þeir séu eiginlega að gera? Er ekki nógu heitt í helvíti fyrir ykkur ?

Gaurarnir svara, "Sko, þú veist, við erum frá Íslandi, landi snjós,íss og kulda. Við erum bara ánægðir að fá smá yl í kroppinn."

Djöfullinn ákveður að þeir séu nú ekki að þjást nóg svo hann skrúfar upp hitann.

Morguninn eftir kíkir hann aftur á gaurana tvo og þarna sitja þeir ennþá í úlpum með húfurnar og vettlingana ennþá á. Það er nú ferlega heitt hérna, finnst ykkur það ekki?

Aftur svara gaurarnir því til að þeir komi jú frá Íslandi, landi snjóa, íss og kulda, við erum bara fegnir að fá smá yl í kroppinn !

Það fór nú að fjúka nett í Kölska og hann ákveður að jafna örlítið um þessa tvo gaura. Hann fer og setur hitann á "Fáránlegt". Fólk fer að veina og væla út um allt helvíti. Hann fer svo og kíkir á gaurana tvo frá Íslandi og sér að þeir eru komnir á skyrtuna með upprúllaðar ermar og eru að grilla pylsur og þamba bjór.

Djöfsi verður steinhissa " Allir hérna inni þjást og veina, en þið virðist bara njóta ykkar?"

Já sko, það er svo hrikalega sjaldan að við fáum svona gott veður heima á Íslandi, að við urðum bara að grípa tækifærið og grilla aðeins og súpa á öli.

Alveg óður af bræði, strunsar Djöfsi í burtu og hugsar málið. Að lokum kemst hann að þeirri niðurstöðu að þessir gaurar hafi verið að krókna allt sitt auma líf á Íslandi, þess vegna eru þeir svona kátir yfir öllum hitanum. Djöfullinn ákveður að skrúfa fyrir allan hitann í öllu Helvíti.

Daginn eftir er orðið ískalt í Helvíti og héla og grýlukerti allsstaðar. Fólki orðið svo kalt að það gat varla gert neitt annað en veinað og aumkað sér yfir kuldanum. Tannaglamur yfirgnæði samt að mestu veinin. Djöfullinn glotti með sjálfum sér og fór að kíkja á gaurana frá Íslandi.


Þar eru þeir komnir í úlpuna, húfuna og með vettlingana á sér...en Djöfsa til mikillar furðu, eru þeir að hoppa og öskra Ole ole af mikilli gleði !?

Ég skil ekki, sagði Djöfsi, ég skrúfaði hitann upp úr öllu valdi og þið voruð bara ánægðir og núna er bullandi frost hérna og þið bara öskrandi af gleði?? Hvað í fjárnaum er að ykkur tveim?

Íslendingarnir líta á Djöfsa með spurn í augum, " Ha, veistu það ekki? Ef það frýs í helvíti, þýðir það bara að Íslendingar hafa unnið Dani loksins á Parken!"


mbl.is Pabbar í pössun í Hagkaupum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Charles Thomasson, take II.

David_BowieÆtla að hafa þetta auðvelt, vegna þess hversu áliðið er. Ég hugsa mér mannveru.

Kalli Tomm

0JuneCarterCashÞá er komið að því. Ég hugsa mér manneskju.

Á leið í veislu drottningar

markÉg er viðkvæmur, sköllóttur maður og með staurfót. Ég fékk boð fyrir nokkrum vikum um að mæta í partýið í kvöld hjá drottningunni. Þar sem öll partý hljóta að vera grímuböll ákvað ég að mæta þannig tilhafður en...mér datt enginn grímubúningur í hug, svo ég ákvað að skrifa bréf til búningaleigu einnar og fá hjá þeim tillögur að búningi sem gæti falið á mér skallann og staurfótinn.
Nokkrum dögum seinna fékk ég tölvupóst:

Kæri herra,
Við leggjum til að þú farir sem sjóræningi. Sjóræningjahatturinn kemur til
með að fela á þér skallann og með staurfótinn lítur þú alveg út eins og
sjóræningi.

Mér fannst þetta satt að segja hræðileg móðgun, þar sem þeir höfðu talað um að nýta fötlun mína í búninginn. Þess vegna settist ég niðurog skrifaði frekar harðort kvörtunarbréf til búningaleigunnar. Viku seinna fékk ég svar, annan tölvupóst:

Kæri herra,
Afsakaðu þetta með staurfótinn. Ef við hefðum vitað að þetta væri svona
viðkvæmt, þá hefðum við strax lagt til að þú færir sem munkur. Munka kufl
er svo síður að hann felur staurfótinn og með skallann, þá lítur þú alveg
úteins og alvöru munkur.

Núna varð ég alveg brjálaður. Skítt með staurfótinn, en að ætlast til
að ég myndi nota skallann á mér sem hluta af búningi tók alveg steininn
úr. Því skrifaði ég núna virkilega harðort kvörtunarbréf til bölvaðrar
búningaleigunnar.

Daginn eftir kom einn tölvupósturinn frá þeim:

Herra,

Finndu stóra fötu af karamellu. Helltu karamellunni yfir sköllóttan hausinn
á þér, stingdu staurfótnum upp í rassgatið á þér og farðu sem sleikipinni!


mbl.is Demantsbrúðkaup drottningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband