Sveiattann

Vonandi verður þetta víti til varnaðar þeim sem ætla að ganga um og eyðileggja eigur okkar vopnaðir spreybrúsum og öðrum krotáhöldum.


mbl.is Krotuðu á 80 hús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Min lausn å thessu måli er hin sama og å øllum vandamålum - stilla kvikindunum upp vid vegg og bang ! :)

Gledilegt år og takk fyrir hid gamla.

Þórarinn Jóhann Jónsson (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 20:22

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Og skjóta þeim skelk í bringu meinarðu?  Gleðilegt nýtt ár frændi og takk fyrir öll þau gömlu.

Markús frá Djúpalæk, 2.1.2008 kl. 20:30

3 identicon

 Við hvern segir þú Sveiattann ég bara spyr þig eru það foreldrar eða börnin sjálf.

Hvar er uppeldið ég fó í gegnum svona eitt sinn.

Og framkoman hjá löggunnu .... já þeir meiga sko meira en skammast sín það get ég sagt þér.

 

Eitt sinn var sonur minn sem er 24 ára tekin fyrir veggjakrot sem hann ekki gerði.....þegar hann var 15-16 ára.  Og var það sannað að hann hefði ekki gert það. Löggan var dóni að vestu gerð því ég sótti drenginn á stöðina og þeir sýndu enda afsökun við drenginn sem ég var að ala upp. Enga kurteisi eða neitt.   Hann hefur alið á því í mög  ár hvað löggan var mikill dóni. Og kom ekk fram við hann sem manneskju og var sekt hans ekki sönnuð. Ótrúlegir þessir anskotar margir hverjir sem eru í löggunni ef þetta er ekki leitanid á smá stelpur þá er þetta að misþyrma börnunum okkar.

 Drengurinn átti enda þennan dýrlega vegg í herberginu sínu... sem karkkarnir í hverfinu voru mjög sáttir við og fengu að krota á alveg eins og þeim listi.

Verkin urðu mörg og falleg og ég trúi og ég veit að ég hef sparað slatta fyrir borgarana þar.

Leifum börnunum okkar að njóta sín og gerum svæði þar sem þau mega krota á ti bara í svefnherbergi mömmu og pabba.

Kveðja frá Danmörku Dóra

Dóra (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 02:07

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Dóra, auðvitað eiga allir að teljast saklausir uns sekt þeirra sannast, það er grundvöllur réttarríkisins. Eins eiga allir rétt á fullri kurteisi, alltaf. Og í þeim anda vona að þú gerir þér grein fyrir hve þungum sökum þú ert að bera lögregluna með orðum þínum.

En að upphaflegu spurningunni þinn: Ég er að eiginlega að segja sveiattan við alla þá sem af óvirðingu og tómu hugsunarleysi ganga um og eyðileggja eigur mínar og annarra, og auðvitað eiga foreldrar sök þegar börnin þeirra bera ekki meiri virðingu fyrir öðrum en hér greinir. Ég vona að þér finnist þær myndir sem fylgja þessarri frétt ekki sýna "dýrðlega veggi". Á hinn bóginn er frábært þegar fólk fær listrænni þörf sinni framfylgt með einhverjum hætti - og mér skilst að einhvers staðar vestur í bæ sé til aðstaða þar sem leyfilegt er að veggjakrota af list.

En....
Þessi skemmdarverkastarfsemi er ekki list!

Markús frá Djúpalæk, 3.1.2008 kl. 09:31

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

En hvað finnst ykkur um þegar menn á vegum borgaryfirvalda eru með hótanir í garð konurnar sem selur spreybrúsanna og það er brotnar rúður í fyrirtæki hennar ? Hún verður fyrir aðkasti frá gömlum manni og lögreglan kemur í heimsókn til hennar og hvetur hana til þess að hætta að selja þessa brúsa ?

Ég legg höfuð mitt að veði fyrir það að þessi hópur af skemmdarvörgum teljast fingrum beggja handa. Þetta eru ómótaðir og óþroskaðir unglingar sem þarf að taka á en ég mótmæli MEÐ öllu að ráðist sé að konu í LÖGLEGUM FYRIRTÆKJAREKSTRI og hún sé lögð í einelti. 

Brynjar Jóhannsson, 5.1.2008 kl. 11:21

6 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Það er alveg satt, að engan á að ráðast á til að ná fram sínum markmiðum. Fyrir um tveimur áratugum man ég eftir að því var beint til aðila sem seldu lím, bensín og annan slíkan varning að selja hann ekki unglingum. Þá hafði ungur maður nýlega breytt sér í kálhaus með einhverju sniffi og lifir víst enn. Það gerðu allir viti bornir menn sér grein fyrir þeim vanda sem þar var á ferðum og menn lögðust á eitt að halda þessu frá unglingum. Kannski þyrfti slíkar aðferðir með úðabrúsana og málninguna.

Markús frá Djúpalæk, 5.1.2008 kl. 12:47

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Gott... að þú minnist á þetta með sniffið á bensíni og lími.. Ég er nefnilega orðin langpirraður að fólk á mínum aldri er margt hvert staðfast á þeirri skoðun að ungt fólk í dag sé miklu verra en það var fyrir 10 eða tuttugu árum síðan...

Ég lít sem svo að unglingarvandi er og mun alltaf verða til taðar. Það er eðli æskunar að reka sig á og það er hlutverk hinna eldri að bregðast við því. Ef við ætlum að gera það.. verður að taka rétt á þessu og það er ekki með því að ráðast á búðareigendur heldur með því að tala við þessa krakka og koma þeim í skilning um þann skaða sem þeir valda.. ég er sannfærður um að ef það væri gert þetta vandamál úr sögunni..

Brynjar Jóhannsson, 5.1.2008 kl. 15:15

8 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Þegar ég var unglingur - fyrir einu og hálfu ári, kannski tveimur - var búið til nýtt hugtak, foreldravandi. Kannski er sá vandi hálfu verri nú en í þá daga því foreldrar eru oft of uppteknir til að sinna börnunum sínum af þeirri alúð sem þau þurfa. En skynsamt fólk tekur rökum, alveg sama á hvaða aldri það er.

Markús frá Djúpalæk, 5.1.2008 kl. 16:31

9 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Eru lögreglumenn káfandi á smástelpum? Hver er staðreyndin á bakvið þá fullyrðingu?

Brynja Hjaltadóttir, 5.1.2008 kl. 21:59

10 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Einmitt - spurðu Dóru.

Markús frá Djúpalæk, 6.1.2008 kl. 01:27

11 Smámynd: Beturvitringur

Það má búast við "perrum" og misyndismönnum í lögreglunni eins og annars staðar. Það gerir samt ekki stéttina að barnaníðingum. Gætum okkar í alhæfingum, við erum öll eitthvað smáskrýtin að einhverju leyti.

Beturvitringur, 12.1.2008 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband