Tíu litlir....

Ársins 2007 verður sennilega minnst í sögubókum sem ársins þar sem pólitísk rétthugsun náði að festa rætur. Ein birtingamynda þeirrar rétthugsunar kristallaðist í hörðum mótmælum gegn bókinni um hina tíu lánlausu litlu negrastráka sem var endurútgefin á árinu, mörgum til hremmingar, öðrum til ómældrar ánægju. Svo var stór hópur fólks sem var eiginlega alveg sama um bókina og deilurnar um hana.
En hvað sem gæðum kvæðanna um negrastrákanna líður, hvað sem líður neikvæðri merkingu orðsins negri, hvað sem líður skelfilegum örlögum strákanna þá fann ég í eldgamalli bók sem inniheldur jólavísur fyrir börn, kvæði sem er skrifað á Hallgrím Jónsson, sem nefnist Tíu litlir tappar. Maður þarf ekki að vera mjög djúpþenkjandi til að átta sig á hvaðan hugmyndin kemur.

Hér kemur það:

Tíu litlir tappar þvoðu

trog og mjólkursíu.

Einn datt út í elfina

en eftir voru níu.

 

Níu þreyttir naggar fóru

nauðaseint að hátta.

Valt þá einn úr veröldinni,

voru nú eftir átta.

 

Átta heppnir oflátungar

eignuðust skipin tvö.

Fyrir borðstokk fellur einn,

á fleyjunum stóðu sjö.

 

Sjö kátum sendiherrum

sífellt auður vex.

Lagðist einn og lézt úr fári,

lifðu þá eftir sex.

 

Sex ungum seggjum þótti

sumarnóttin dimm.

Týndist einn í ljósaleit,

nú lifðu eftir fimm.

 

Fimm vaska förudrengi

fyllti karlinn Þórir.

Einn úr svefni andaðist,

en eftir voru fjórir.

 

Fjórir kátir ferðalangar

fóru yfir brýr.

Óhapp einum mætti,

en áfram héldu þrír.

 

Þrír brattir þokkapiltar

þrömmuðu yfir leir.

Einn sat þar fastur,

en yfir komust tveir.

 

Tvo hrædda tvífætlinga

tók hann Sterki-Sveinn.

Þrekið þraut hins minna,

og þá var eftir einn.

 

Einn pjakkur yfirgefinn

átti fáar varnir.

Gekk á vist með vikatelpu;

voru nú allir farnir.

 

Greyin létu gifta sig

í grannkirkjunni nýju,

bnuggu eins og bændafólk

og bættu við sig tíu.

 Með kvæðinu fylgja myndir af pjökkunum 10 og allir eru þeir snjakahvítir og klæddir samfestingum. Allt voða sætt og krúttlegt, en nú er spurning hvaða minnihlutahóp er verið að níða með þessum vísum. Óskað er eftir uppástungum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Magnússon

Mér fannst kvæði þeirra félaga á Bagglút, um kátu kynvillingana tíu bara nokkuð flott....

Kynvillingar fóru á krá,
kenndir, allir tíu
einn var tekinn aftanfrá,
og eftir voru níu.

Níu litlir nárakjassar
nutu þess að hátta
einn fékk skæða sárasótt
þá sátu eftir átta.

Átta hýrir hommatittir
hittust klukkan tvö
einn tók fullstórt upp í sig
eftir voru sjö.

Sjö graðir gleðipinnar
gláptu á XXX
einn þeirra sprakk úr spenningi
spólunni skiluðu sex.

Sex blíðir attaníossar
æfðu sig í rimm
einn fékk sig fullsaddan
sáttir voru fimm.

Fimm æstir analistar
urðu flennistórir
einn féll þá í yfirlið
eftir voru fjórir.

Fjórir sætir sykurpúðar
sungu „ég er hýr“
einn var kýldur klessu í
komust undan þrír.

Þrem bústnum bossahossum
bauðst að hnoða leir
einn fékk af því standpínu
eftir sátu tveir.

Tveir baldnir borusnúðar
bögguðu ekki neinn
en öðrum var gert að gifta sig
gekk þá áfram einn.

Einn kenghýr kynvillingur
komst víst aldrei heim
en ekki hafa áhyggjur
það er víst nóg af þeim.

Snorri Magnússon, 23.12.2007 kl. 02:38

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Baggalútsmenn eru náttúrulega tærir snillingar

Markús frá Djúpalæk, 23.12.2007 kl. 03:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband