Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Ljóð dagsins

stebbi_og_eyvi 

Draumur um Nínu

stebbi_ogeyvi
Núna ertu hjá mér, Nína 
Strýkur mér um vangann, Nína 
Ó... haltu í höndina á mér, Nína 
Því þú veist að ég mun aldrei aftur 
Ég mun aldrei, aldrei aftur 
Aldrei aftur eiga stund með þér 
  
Það er sárt að sakna, einhvers 
Lífið heldur áfram, til hvers? 
Ég vil ekki vakna, frá þér 
Því ég veit að þú munt aldrei aftur 
Þú munt aldrei, aldrei aftur 
Aldrei aftur strjúka vanga minn 
  
Þegar þú í draumum mínum birtist allt er ljúft og gott 
Og ég vildi ég gæti sofið heila öld 
Því að nóttin veitir aðeins skamma stund með þér 
  
Er ég vakna, Nína – þú ert ekki lengur hér 
Opna augun – engin strýkur blítt um vanga mér 
  
Dagurinn er eilífð, án þín 
Kvöldið kalt og tómlegt, án þín 
Er nóttin kemur fer ég, til þín 
  
Þegar þú í draumum mínum birtist allt er ljúft og gott 
Og ég vildi ég gæti sofið heila öld 
Því að nóttin veitir aðeins skamma stund með þér 
  
Er ég vakna – Nína, þú ert ekki lengur hér 
Opna augun – engin strýkur blítt um vanga mér 
  
Er ég vakna – ó... Nína, þú ert ekki lengur hér 
Opna augun – engin strýkur blítt um vanga mér

Lífið verður aldrei eins aftur

KojakEftir að hafa fengið þessi tíðindi. Nú neyðist ég víst til að tilkynna öllum að mér finnst hárvöxtur minn hafa minnkað, meira að segja verulega. Ég lenti svona ykkur að segja í því í röðinni í Bónus um daginn að ég heyrði sagt fyrir aftan mig... "hvað bara Kojak mættur". Samt var ég ekki með sleikjó.

Gaui á neðri hæðinni sagði svo við mig um daginn að ég væri eins og Mini me. Samt var ég ekki í gráum fötum. Þegar manni er líkt við Mini Me og Kojak verður maður að spila með og hegða sér eins og þeir. Ekki satt?

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Hárvöxtur Hauks Holm eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skelfing hlýtur gamli maðurinn að vera leiðinlegur...

cowshit 

...úr því að það þarf að fá menn á launum til að fylgja honum út að skemmta sér. Ég hef grun um að ég verði einmitt svona leiðindafretur þegar ég verð gamall sem enginn nennir að umgangast nema fá borgað fyrir. Eins gott bara að byrja að leggja til hliðar til gömlu og mögru áranna, svo ég fái einhvern til að fara með mér í Bónus og kannski á benzínstöðina. Svo gæti verið að ég þyrfti á einhverjum að halda til að fara með mér endrum og sinnum á Thorvaldsen og Rex. Sem verða örugglega til þegar ég verð orðinn gamall, enda stutt í það.

Fæ ég umsóknir?

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.

 


mbl.is Á launum við sumblið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gallinn fer honum vel...

..flottur Ólafur!

ísbjörn

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Hreinsunarátak í höfuðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beztu bólstellingarnar

Bolstelling1 Bolstelling2Bolstelling3 Á hverju áttuð þið von?

Eins gott...

ísskápur

...að enginn var að laumast í skápinn til að fá sér nætursnarl. Ég segi nú ekki annað.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Ísskápurinn sprakk í tætlur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljóð dagsins

VEÐURVÍSUR  - Jónas Hallgrímsson

Hart vor

 

Hóla bítur hörkubál,
hrafnar éta gorið,
tittlingarnir týna sál.
Tarna er ljóta vorið!


Vornæðingur

 

Út um móinn enn er hér
engin gróin hola.
Fífiltóin fölnuð er -
farðu í sjóinn, gola!


Sunnanvindur

 

Sunnanvindur sólu frá
sveipar linda skýja.
Fannatinda, björgin blá,
björk og rinda ljómar á.


Sumarhret

 

Nú er sumar í Köldukinn, -
kveð ég á millum vita.
Fyrr má nú vera, faðir minn,
en flugurnar springi af hita!


Molla

 

Veðrið er hvorki vont né gott,
varla kalt og ekki heitt.
Það er hvorki þurrt né vott,
það er svo sem ekki neitt.


Niðaþoka

 

Búðarloka úti ein
er að gera á ferðum stanz, -
úðaþoka, hvergi hrein,
hún er úr nösum rækallans.


Rigning

 

Skuggabaldur úti einn
öli daufu rennir.
Skrugguvaldur, hvergi hreinn,
himinraufar glennir.


Útsynningur

 

Útsynningur yglir sig,
eilífa veðrið skekur mig.
Ég skjögra eins og skorinn kálfur, -
skyldi ég vera þetta sjálfur!

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


 

Eat your heart out...

...politicians!

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Hættir sem fréttamaður á Stöð 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt sem slær mann

Í morgunfréttum Bylgjunnar var árásarmaðurinn nafngreindur. Þó brotið geti talist alvarlegt út frá skilgreiningu hegningarlaga eru mjög mörg alvarleg brot framin gagnvart þegnum landsins, starfsfólki í verslunum, söluturnum og bensínstöðvum án þess að árásarmennirnir í þeim glæpum séu sérstaklega nafngreindir. Þó eru þeir sennilega hættulegri almenningi en sá sem hér braut af sér.

Hvað finnst fólki um það?

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Líklega ákærður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtileg skilaboð

Ég ók á eftir stórum flutningabíl frá Flytjanda sem bar svolítið merkilega áletrun á skutnum, hún var eitthvað á þessa leið: Þeir sem aka á löglegum hraða eru einfaldlega greindari en aðrir.

Á það ekki líka við þá sem stunda það að gefa stefnuljós? Og jafnvel þá sem kunna að stilla skap sitt?

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Sleppt úr haldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband