Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Styttist í 100.000

Þó ég sé nú ekki meðal þeirra allra vinsælustu styttist í að hundraðþúsundasti gesturinn kíki í kaffi. Nú sýnir teljarinn 86096 .. þannig að ef ég verð duglegur að blogga og þið dugleg að kíkja við gæti 100.000 gesturinn verið hér í byrjun júní.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


Ljóð dagsins

Tár í tómið
Lag: Tom Paxton. Ljóð: Jónas Friðrik


Bárur þér fleygja um bölsins haf
brotið hvert skip sem þér lífið gaf.
Uns eiturbylgjan við auðnaland
að endingu grefur þitt lík í sand.

Við áttum drauma um ást og trú
en eitthvað brast og þú reikar nú
um villustræti í voðans borg
það er verra en dauðinn og þyngra en sorg.

Og öll mín tár – til einskis þau í tómið renna,
mín ör og sár – til einskis svíða þau og brenna.
:,:En verst er þó að vita ei hverju er um að kenna:,:

Þú grætur oft en ég get svo fátt
ég gaf þér allt það var samt of smátt.
Eitrið þig bindur í báða skó
og blóð þitt hrópar – fær aldrei nóg.

Þeir hirða þig stundum og hringja í mig
og heimta að ég komi að sækja þig
þú ert örvita af kvölum og allt þitt þor
þín orka og líf fer í þessi spor.

Og öll mín tár….

Á sjúkrahús fórst og er send varst heim
þeir sögðu þig fríska, við trúðum þeim.
Þí hlóst og söngst, en þú hlærð ei meir,
það hryggir ei neitt eins og von sem deyr.

Bárur þér fleygja um bölsins haf
brotið hvert skip sem þér lífið gaf.
Uns eiturbylgjan við auðnaland
að endingu grefur þitt lík í sand.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Engin kennsla á unglingastigi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju með daginn Heiðdís mín Harpa

 

HHMiblomum

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


Mér finnst...

...þetta vera ein af þeim fréttum sem óþarfi er að hægt sé að blogga um.

Drottinn blessi gömlu konuna sem lést, og hjálpi hinum við að ná bata.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Lést af völdum brunasára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fylgst með göngunni á Sögu

sturla

Sverrir Júlíusson er á vaktinni á Útvarpi Sögu og fylgist með því sem fram fer hjá Sturlu á göngu hans með skiltið.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.

 


mbl.is Mótmælaganga Sturlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttir af John Cleese

cleese&atkinson

Margir muna eftir gamanleikaranum John Cleese sem frægastur er fyrir að leika á móti Randver Þorlákssyni í Kaupþings auglýsingum. Einhverjir glöggir áhorfendur muna líka eftir honum sem hluta af Monty Python hópnum, sem fúllynda hótelstjóranum Basil Fawlty og lögfræðingnum Archie Leach úr A fish called Wanda.

Hann er fæddur John Marwood Cleese í október 1939, sem þýðir að hann er alveg að verða sjötugur. Upprunalegt ættarnafnið var Cheese en Reginald pabbi Johns breytti því árið 1915.

John Cleese hefur haft áhrif á það sem okkur finnst fyndið í uppundir 40 ár, en það er ekki til umfjöllunar hér. Heldur það að hann er að fara að skilja við konuna sína, hana  Alice Faye Eichelberger sem hann kvæntist árið 1992. Parið tilkynnti um skilnaðinn í janúar, og nú er komið að því að ákveða hvernig fjármálunum verður háttað. Skilnaðurinn virðist ekki jafn vinalegur og John hélt fram í fyrstu því það stefnir í blóðuga baráttu.

Eiginkonan bjó með þremur börnum sínum í blokkaríbúð þegar hún giftist Cleese árið 1992. Hún ætlar sér greinilega ekki í þann lífsstíl aftur. Eichelberger segist ekki geta dregið fram lífið á minna en 71 þúsund pundum, eða tíu milljónum króna, á mánuði, og þær á Cleese að skaffa. Inni í þeirri tölu eru tvö þúsund pund á mánuði í föt, fimm þúsund í gjafir, veislur og ferðalög, og þúsund í veitingastaði. Einnig vill hún fá helming allra tekna hans frá því þau giftust og helming húseigna hans. Nú er bara beðið eftir hvað John Cleese er tilbúinn að gera, en það er auðvitað eðlilegt að geta ekki dregið fram lífið af minna en 10 milljónum á mánuði, það sér hver maður.

En það eru ekki tóm leiðindi í lífi Johns því yfirvöld í bænum Pcim í Póllandi hafa boðið honum að dæma í keppni í bjánalegu göngulagi sem verður haldin honum til heiðurs.

Cleese hefur öðlast töluverða frægð í Póllandi vegna bankaauglýsinga sem hann leikur í þar. Í auglýsingunni reynir hann að sannfæra bankastarfsmann um að opna fyrir sig reikning, með þeim orðum að þó hann sé ekki pólskur eigi hann frænku frá Pcim.

Bæjarstjórinn í Pcim sárnaði í fyrstu að maður sem hefði ekki mælt eitt alvarlegt orð um ævina skyldi nota nafn bæjarins í gríni. Hann fyrirgaf Cleese þó eftir að auglýsingastofa benti honum á að þetta væri fyrirtaks tækifæri til að auglýsa bæinn. (visir.is)

 

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


Svona er líf mitt um þessar mundir

Sporðdreki: Það er furðulegt hvernig velgengni getur hrist meira upp í manni en það að fá ekki það sem maður þráir. Lífið breytist og þú þarft að breytast líka.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


Já, það er munur að vera vel stæður....nokkur gullkorn

Við höfum verið að safna fyrir nýjum bíl, um tíma. En í gærkvöldi tók konan mín peningana og fór í bíó fyrir þá.

Það er nefnilega engin skömm að því að vera fátækur - það er bara svo fjári óþægilegt.

Sparnaður er að komast af án einhvers sem maður þarfnast til að eiga peninga fyrir einhverju sem maður kemst af án.

Í gamla daga var sá sem sparaði peningana sína kallaður nirfill og nízkupúki. Nú er hann kallaður kraftaverkamaður.

Þegar maður er orðinn nógu ríkur til að geta sofið út er maður orðinn of gamall til að njóta þess.

 

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Björgólfur Thor á lista yfir þá ríkustu í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengur brennuvargur laus?

Það er ótrúlega mikið um bruna eins og lýst er í þessari frétt í jafn lítilli borg og Reykjavík. Hér er annað og meira en tilviljun á ferð. Þarf fólk ekki að hafa vara á sér og fylgjast með undarlegum mannaferðum - hvað svosem undarlegar mannaferðir eru. Það væri líka ágætt ef lögregla myndi upplýsa almenning um ef hún telur að hér sé alltaf sami einstaklingurinn eða einstaklingarnir að verki. Auðvitað er engin ástæða til að valda óþarfa ótta hjá fólki en eitthvað þarf að gera ef brennuvargur gengur laus.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Íkveikjur í höfuðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf ekki að kunna íslensku...?

herman 

Það er kannski að kasta steinum úr glerhúsi að gagnrýna hvernig íslenskukunnáttu nútíma fjölmiðlamanna er háttað. Það er auðvitað ótrúlega fyndið stundum að lesa hvernig fólki sem á að heita starfandi blaða- eða fjölmiðlamenn tekst að afbaka tungumálið okkar, ástkæra, ylhýra. Stundum dettur manni hreinlega í hug að "blaðamennirnir" séu unglingar í starfskynningu, með fullri virðingu fyrir unglingum þessa lands. Eitt pínulítið dæmi um þetta var í brandaranum um Herman eftir Jim Unger, sem var á 70. síðu Sólarhringsins í gær. Þar var mynd af frekar mæðulegum manni sitjandi við borð, sem rétti matseðil að luralegri þjónustustúlku . Undir myndinni stóð brandarinn: Áttu annan matseðil? Ég á ekki efni á neinu á þessum. Þarna tókst brandarahöfundinum íslenzka að nota orðið á býsna oft í einni setningu. Að óþörfu.

Kannski er tungumálið bara að þróast í meðförum fjölmiðlamanna og þetta kannski óþarfa nöldur?

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband