Færsluflokkur: Menning og listir

Flott mynd - flinkir ljósmyndarar

ReykjavikVigdis 

Það er gaman að sjá hvað Lára hefur næmt auga fyrir myndbyggingu, andstæðum og litum. Ég er sannfærður um að við eigum eftir að sjá meira til hennar á komandi árum.

Myndina sem fylgir þessarri færslu rakst ég á á www.flickr.com, hún er tekin af ljósmyndara sem kallar sig Dísina og er fyrir minn smekk alveg rosalega flott, dulúðug og töfrandi á sinn dimma hátt. Það er gaman að sjá andstæðurnar, borgina ljósum prýdda, iðandi af lífi undir dimmum og drungalegum himni og í fjarska býr örlagavaldurinn, fjallið sem er margfalt eldra og vitrara en við, þessar örsmáu lífverur, sem lifum og hrærumst í borginni.

Með Dísinni er án efa kominn fram annar ljósmyndari sem við Íslendingar eigum eftir að stæra okkur af í framtíðinni.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.

 


mbl.is Vann verðlaun í ljósmyndakeppni SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trjóna á toppnum?

 

Smá innsláttarvilla sennilega hjá blaðamanni mbl.is um að Spánverjar trjóni á toppnum. En liðið okkar er ekkert arfaslakt eins og þessar svipmyndir sýna.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.

 


mbl.is Ísland upp um eitt sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrímslið

 listahaskolireiturlaugavegur41

Á milli Laugavegar og Hverfisgötu stendur til að reisa skrímsli. Skrímslið á að heita Listaháskóli Íslands. Vinningstillaga að skóla þessum var kynnt fyrir nokkrum dögum. Margir hafa stigið fram og lýst gleði sinni með afstyrmi þetta sem á að gleypa Laugaveg, Frakkastíg og Hverfisgötu, og aðrir hafa komið fram með öndverðar skoðanir. Mér finnst að við verðum að muna að ef svona hús rís þarna er það komið til að standa um aldur og ævi, til minningar um smekkleysi 21.aldar manna. Það þrengir að því úr öllum áttum auk þess sem húsið sjálft er alltof stórt fyrir umhverfi sitt.

„Mér finnst þetta ekki góð byggingarlist. Þetta minnir mig á eitthvað frá 1960 sem er jafnvel verið að rífa úti í Evrópu í dag. Mér finnst þetta ekki vera í réttum mælikvarða við þá byggð sem fyrir er og að það þurfi að endurskoða þetta verkefni,“ segir Magnús Skúlason arkitekt um vinningstillögu að nýbyggingu Listaháskóla Íslands við Laugaveg.

llistahaskoliSvona risavaxin bygging held ég að nyti sín mun betur á bersvæði einhvers staðar þar sem andar um hana úr öllum áttum. Mér dettur í hug hvort ekki væri meiri prýði af því t.d. við Kirkjusand, þar sem mér skilst að Listaháskólinn hafi aðsetur nú um stundir. Þar gæti byggingin horfst í augu við Atlantshafið og Esjuna, Snæfellsjökul og Hrafn Gunnlaugsson.  Standandi þar gæti það verið hluti af röð nútímahalla meðfram ströndinni, ásamt Tónlistarhúsinu við höfnina og hugsanlega fleiri byggingum í framtíðinni.

Hugsum stórt, en við skulum ekki drepa Laugaveginn og miðbæinn þar með, endanlega, með einhverjum vanhugsuðum stórborgardraumum.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


Útvarpsþáttur í verðlaun á Útvarpi Sögu

OldTimeRadio 

Þeir sem eru þjakaðir af innbyrgðri tjáningarþörf ættu að leggja við hlustir á Útvarp Sögu á morgun milli klukkan 13 og 16 en þá gefst heppnum hlustanda tækifæri á að vinna sinn eigin útvarpsþátt í tónlistargetraun í laugardagsþætti stöðvarinnar.

Umsjónarmennirnir Markús Þórhallsson, Halldór E. og Sverrir Júlíusson munu leika brot úr þremur íslenskum lögum og sá hlustandi sem ber kennsl á lögin fær eina klukkustund í loftinu á Sögu þar sem hann getur stjórnað sínum eigin útvarpsþætti.

Félagarnir í laugardagsþættinum eru gjarnir á að fara eigin leiðir og finnst ekki nóg að verðlauna hlustendur sína með flatbökum og rjómaís og gefa því heppnum hlustanda að auki tækifæri til að láta gamminn geysa í beinni útsendingu á Útvarpi Sögu.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


Abu Dhabi

Abu Dhabi

Er höfuðborg Sameinuðu Arabísku furstadæmanna og er á eyju í Persaflóa. Þar búa um milljón manns og lifa á olíuauði landsins og borgarinna þó borgarbúar hafi á síðustu árum byggt afkomu sína æ meira á ferðamannaiðnaði og svo auðvitað fjárfestingum um víða veröld.

Borgin er ævagömul en auðvitað orðin einhver sú nýtízkulegasta í heiminum eins og meðfylgjandi mynd sýnir.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Chrysler byggingin seld á 60,7 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tístir alla daga

golfari 

Þeir eru margir hamstrarnir sem öfunda Stebba Hamstur. Ekki aðeins er  kappinn 20 cm á hæð heldur vinnur hann sér ekkert smáræði inn. Fyrir það eitt að halda á poka með kylfum í, af og til fær Williams 14,5 kíló af hnetum á ári.

Stebbi er auðvitað kylfuberi hjá Tígra Golfkappa og hefur verið það í níu mánuði. Það starf er ekki amalegt þegar vinnuveitandinn er alveg svakalega flinkur í golfi.

Stebbi hefur fengið hátt í 140 kíló af hnetum og slatta af korni á þeim tíma og þótt hann sé ekki í þeim skala að láta Alwin & the Chipmunks syngja í afmælinu sínu hefur hann það samt fínt. Það er alger hending er ef Tígri keppir oftar en tvisvar í viku þessa dagana. 

Þess utan er Stebbi Hamstur nú kominn í frí til áramóta, og ætlar að æfa sig í golfi, svo hann verði jafnflinkur og Tígri. 

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Hlær alla leið í bankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viltu Ísbjörn?

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Ekkert sést til bangsa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breiðabólstaður

Breiðabólstaðarkirkja 

Breiðabólsstaður hefur lengi verið er kirkjustaður eða frá árinu 1106.  Núverandi kirkja á Breiðabólsstað var byggð 1893 svo hún er meira en 100 ára gömul. Altaristaflan sýnir mynd af Jesú þegar hann er að  blessa börnin.

Péturskirkjan

peturskirkja 

Ekki í Róm, heldur á Akureyri. Katólska kirkjan keypti tvö hús þar í bæ árið 1954.  Annað var notað fyrir kapellu og þar bjó löngum prestur.  Líknarsystir frá Írlandi hefur séð um hana síðan 1995 og safnað saman katólikkum til messu, sem prestur frá Reykjavík annast.  Söfnuðurinn stækkaði verulega og því voru gerðar áætlanir 1998 um að breyta öðru húsinu í kirkju með safnaðarsal.  Umsjón með verkinu hafði Aðalgeir Pálsson og Kristjana Aðalgeirsdóttir, arkitekt gerði teikningar að breytingunum.  Jóhannes Gijsen, biskup, blessaði kirkjuna 3. júní 2000 og nefndi hana Péturskirkju.  Jafnframt stofnaði hann Péturssöfnuðinn, sem nær til Norður- og Austurlands.  Prestur býr að Eyrarlandsvegi 26 við hlið kirkjunnar auk þriggja karmelsystra af guðlegu Hjarta Jesú.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


Einn stílhreinasti og fegursti minjagripur íslenzkrar gamallar byggingarlistar, sem til er

vidimyr2 

Þetta sagði Dr. Kristján Eldjárn um Víðimýrarkirkju í Skagafjarðarprófastdæmi. 

Hún var friðlýst árið 1936 og  komst þá í eigu Þjóðminjasafnsins.  Samkvæmt ákvæðum frá þeim tíma er hún einnig sóknarkirkja Víðimýrarsóknar.

Á Víðimýri hefur verið bændakirkja frá fornu fari og hafa margir merkir klerkar þjónað staðnum, þ.á.m. Guðmundur góði Arason, sem varð síðar biskup á Hólum 1203 - 1237. 
Fyrstu heimildir eru frá því fljótlega eftir kristnitöku árið 1000, en hún var ekki talin sóknarkirkja fyrr en árið 1096.  Það er ekki vitað hver lét reisa kirkjuna. Húnn hefur verið nokkuð rúm, því að í henni voru sögð vera 4 ölturu, eitt háaltari og þrjú utar í kirkjunni.
Víðimýrarkirkja var helguð Maríu mey og Pétri postula.

Núverandi kirkja var byggð 1834-35.  Jón Samsonarson, alþingismaður og bóndi í Keldudal, var yfirsmiður. Byggingarefni var rekaviður utan af Skaga og torf úr landi Víðimýrar.  Innviðir kirkjunnar eru að mestu leyti hinir upprunalegu, en torf hefur verið endurnýjað.  Kirkjan er með spjaldþiljum í trégrind og reisifjöl á þeskju en það varð ríkjandi trésmíð á húsum hérlendis upp úr miðri 18. öld.  Á stöfnum og yfir prédikunarstól eru gluggar.  Kirkjugarður er ferhyrndur, var áður sporöskjulaga, hlaðinn úr torfi og grjóti.  Sáluhliðið er á upprunalegum stað og í því hanga klukkurnar.  Ýmsir gamlir munir eru í kirkjunni úr eldri kirkjum á staðnum, t.d. prédikunarstóllinn, sem er mjög gamall.  Altaristaflan er dönsk frá árinu 1616.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband