Flott mynd - flinkir ljósmyndarar

ReykjavikVigdis 

Það er gaman að sjá hvað Lára hefur næmt auga fyrir myndbyggingu, andstæðum og litum. Ég er sannfærður um að við eigum eftir að sjá meira til hennar á komandi árum.

Myndina sem fylgir þessarri færslu rakst ég á á www.flickr.com, hún er tekin af ljósmyndara sem kallar sig Dísina og er fyrir minn smekk alveg rosalega flott, dulúðug og töfrandi á sinn dimma hátt. Það er gaman að sjá andstæðurnar, borgina ljósum prýdda, iðandi af lífi undir dimmum og drungalegum himni og í fjarska býr örlagavaldurinn, fjallið sem er margfalt eldra og vitrara en við, þessar örsmáu lífverur, sem lifum og hrærumst í borginni.

Með Dísinni er án efa kominn fram annar ljósmyndari sem við Íslendingar eigum eftir að stæra okkur af í framtíðinni.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.

 


mbl.is Vann verðlaun í ljósmyndakeppni SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband