Færsluflokkur: Menning og listir

Sver í Mark laugardaginn 17.maí

Það var gestkvæmt í þættinum Sver í Mark í dag, laugardaginn 17.maí. Jakob Frímann Magnússon kíkti til okkar og spjallaði um daginn og veginn, starfið í miðborginni og Stuðmenn. Félagarnir Stefán og Davíð, dúett.is, mættu og sögðu skemmtisögur af ferlinum. Pétur Jensen úr hinni ungu og efnilegu hljómsveit Óðs manns æði, besti bassaleikari landsins, kom til okkar og leyfði hlustendum að heyra nýja lagið sitt Sverrir var með uppskrift dagsins, fylltar kjúklingabringur. Við gáfum þremur heppnum hlustendum hnallþórur miklar frá Þórsbakaríi, og má búast við mikilli kökuveislu á þeirra heimilum. Við kíktum aðeins á fótboltann, og glöddumst yfir því að loksins hefði íslendingur orðið Englandsbikarmeistari í fótbolta. Sver í Mark á hverjum laugardegi kl. 13-16 á Útvarpi Sögu.


Boris?

..og það meira að segja Johnson. Hvenær birtist Vladimir Smith? Eða Ibn Mahmud Tudor III?

 

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Borgarstjóraskipti í Lundúnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumardagurinn fyrsti á Útvarpi Sögu

Það verða engir svartir svanir þar í dag, en vonandi líta sjaldséðir hvítir hrafnar í heimsókn. Eins og alkunna þá er það gömul og góð hefð að gefa gjafir á Sumardaginn fyrsta. Það hefur tíðkast frá ómunatíð á Íslandi.

Sumardagurinn fyrsti verður því mikill gjafadagur á Útvarpi Sögu. Við munum gefa góðar gjafir í samstarfi við valin fyrirtæki og hefjast herlegheitin strax kl 11:00 með símatíma Arnþrúðar Karlsdóttur. Að 12 fréttum loknum taka Sverrir Júlíusson og Markús Þórhallsson við ásamt valinkunnum fréttariturum stöðvarinnar um allt land. Sumarskapið verður í algleymingi á Útvarpi Sögu út um borg og bý, og jafnvel víða veröld, til klukkan 18 í dag.

Gjafirnar verða ekki af verri endanum, flatbökur og málsverðir fyrir tvo á glæsilegum veitingahúsum. Bók er best gjafa segir einhvers staðar, þannig að við gátum ekki látið hjá líða að hafa bækur með í gjafaflórunni. Svo þarf fólk að huga vel að útlitinu fyrir sumarið þannig að snyrtivörurnar verða að sjálfsögðu með í pakkanum. Við eigum svo von á því að fá góða gesti í hljóðver allan daginn, þannig að það verður líf og fjör á Sögu.

Síminn verður að sjálfsögðu opinn fyrir óskalög og kveðjur. Númerið þekkja allir 588-1994. 

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Svartir svanir á sveimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varla...

...skreið hann út um bréfalúguna með ránsfenginn. Annað er þó ekki að skilja af fréttinni. Snillingar eru blaðamenn Moggans. Ég held að þó glæpamenn almennt hljóti nú að vera frekar tregir hefði verið skynsamlegra að fara út um dyr með dótið, minni troðningur í því fólginn einhvern veginn.


mbl.is Smeygði sér inn um 35x35 bréfalúgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæpahundar

...læsa þá inni og henda lyklunum. Myndlyklunum.
mbl.is Sektaðir fyrir að dreifa sjónvarpsefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oh...óheppni!!!

...þegar ég var ungur maður fékk ég sent lettersbréf með svona frímerki. Ég henti því auðvitað.
mbl.is Sjaldgæft íslenskt frímerki boðið upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rosalega er gott...

OslooperaKöbenoperaReykjavikopera..að Oslóbúar skuli vera búnir að eignast svona fínt óperuhús. En hvað er þetta með óperuhús og vatn?
mbl.is Óperuhúsið vígt í Ósló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dalai Lama

Dalai_Lama Dalai Lama er heiti aðalleiðtoga lamasiðar, helstu gerðar búddisma í Tíbet. Dalai Lama voru einnig valdamestu stjórnmálaleiðtogar Tíbet frá því á 17. öld fram til ársins 1951 er Kínverjar hertóku Tíbet.

Núverandi Dalai Lama er Tenzin Gyatzo en hann er í útlegð. Hann fæddist 6.júlí 1935 í norð-austur Tíbet og er fjórtánda endurholdgun Dalai Lama,  þjóðhöfðingi og andlegur leiðtogi Tíbeta. Dalai Lama hefur búið á Indlandi síðan hann flúði þangað 1959. Árið 1989 hlaut Dalai Lama friðarverðlaun Nóbels fyrir að stuðla að friðsamlegri baráttu Tíbeta gegn hernámi Kína á landi þeirra, en Dalai Lama hefur ávallt neitað að beita ofbeldi í baráttunni fyrir bættum hag landa sinna og frelsun Tíbet.


Skáldin í lögreglunni

Brot 20 ökumanna voru mynduð á Garðaflöt í Garðabæ í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Garðaflöt í vesturátt, að Smáraflöt. Á einni klukkustund, eftir hádegi,  fóru 49 ökutæki þessa akstursleið og því ók stór hluti ökumanna, eða 41%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var rúmlega 48 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Níu óku á 50 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 61.      

Eftirlit lögreglunnar á Garðaflöt er hluti af sérstöku umferðar- og hraðaeftirliti í og við íbúðargötur í umdæminu en unnið er eftir ábendingum frá starfsmönnum svæðisstöðva lögreglunnar. Á Garðaflöt var staðsett ómerkt lögreglubifreið sem er búin myndavélabúnaði. Reynslan hefur sýnt að notkun slíks búnaðar gefur gagnlegar upplýsingar um ástand umferðarmála og auðveldar leit að lausnum þar sem þeirra er þörf.

- - -

Fíkniefni fundust við húsleit í vesturbæ Reykjavíkur nú síðdegis. Talið er að um sé að ræða 200 grömm af marijúana, 40 grömm af amfetamíni og 300 skammta af LSD. Karl um fertugt og kona á þrítugsaldri voru handtekin vegna rannsóknar málsins. Húsleitin var framkvæmd að undangengnum dómsúrskurði.

Í framhaldinu var farið í hús annars staðar á höfuðborgarsvæðinu en þar fundust neysluskammtar af fíkniefnum sömu tegundar og áður var getið.


mbl.is Orðhagur lögreglumaður áminntur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er að spá í að mótmæla

..og hlaupa Umhverfisráðuneytið

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband