Einn stílhreinasti og fegursti minjagripur íslenzkrar gamallar byggingarlistar, sem til er

vidimyr2 

Þetta sagði Dr. Kristján Eldjárn um Víðimýrarkirkju í Skagafjarðarprófastdæmi. 

Hún var friðlýst árið 1936 og  komst þá í eigu Þjóðminjasafnsins.  Samkvæmt ákvæðum frá þeim tíma er hún einnig sóknarkirkja Víðimýrarsóknar.

Á Víðimýri hefur verið bændakirkja frá fornu fari og hafa margir merkir klerkar þjónað staðnum, þ.á.m. Guðmundur góði Arason, sem varð síðar biskup á Hólum 1203 - 1237. 
Fyrstu heimildir eru frá því fljótlega eftir kristnitöku árið 1000, en hún var ekki talin sóknarkirkja fyrr en árið 1096.  Það er ekki vitað hver lét reisa kirkjuna. Húnn hefur verið nokkuð rúm, því að í henni voru sögð vera 4 ölturu, eitt háaltari og þrjú utar í kirkjunni.
Víðimýrarkirkja var helguð Maríu mey og Pétri postula.

Núverandi kirkja var byggð 1834-35.  Jón Samsonarson, alþingismaður og bóndi í Keldudal, var yfirsmiður. Byggingarefni var rekaviður utan af Skaga og torf úr landi Víðimýrar.  Innviðir kirkjunnar eru að mestu leyti hinir upprunalegu, en torf hefur verið endurnýjað.  Kirkjan er með spjaldþiljum í trégrind og reisifjöl á þeskju en það varð ríkjandi trésmíð á húsum hérlendis upp úr miðri 18. öld.  Á stöfnum og yfir prédikunarstól eru gluggar.  Kirkjugarður er ferhyrndur, var áður sporöskjulaga, hlaðinn úr torfi og grjóti.  Sáluhliðið er á upprunalegum stað og í því hanga klukkurnar.  Ýmsir gamlir munir eru í kirkjunni úr eldri kirkjum á staðnum, t.d. prédikunarstóllinn, sem er mjög gamall.  Altaristaflan er dönsk frá árinu 1616.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þarna var ég skírð og fermd og eitthvað fleira.. og sat langar messur á hörðustu kirkjubekkjum í heimi. Þarna fyrir utan er líka pabbi jarðaður og flest okkar fólk. Mér finnst þetta fallegasta kirkja í heimi, takk fyrir að birta myndina.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 6.6.2008 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband